Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimsþekktur maður með ævintýralega fortíð beitir sér gegn laxeldi á Íslandi

Einn af þekkt­ari um­hverf­is­vernd­ar­sinn­um heims í dag er stofn­andi úti­vist­ar­merk­is­ins Patagonia, Yvon Chouin­ard. Hann hef­ur átt æv­in­týra­lega ævi og far­ið frá því að eiga nán­ast ekk­ert og þurfa að borða katta­mat og broddgelti yf­ir í að eiga arð­bært fata­merki sem er þekkt um all­an heim. Einn af föst­un­um í lífi hans er flugu­veiði og um­hverf­is­vernd. Hann og Patagonia hafa lát­ið til sín taka í um­ræðu um sjókvía­eldi.

Heimsþekktur maður með ævintýralega fortíð beitir sér gegn laxeldi á Íslandi
Óvenjulegt að erlendir milljarðamæringar skrifi athugasemdir Bandaríski athafnamaðurinn Yvon Chouinard, stofnandi útvistarmerkisins Patagonia, sést hér á mynd á milli Guðna Th. Jóhannessonar og Ingó Ásgeirssonar á Bessastöðum árið 2022.

„Á Íslandi, líkt og annars staðar, byggir hagkerfið á náttúrunni en ekki öfugt. Ef við eyðileggjum náttúruna þá munum við líka eyðileggja hagkerfið okkar,“ segir bandaríski athafnamaðurinn Yvon Chouinard, stofnandi útivistarmerkisisins Patagonia, í athugasemd sem hann sendi inn við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um lagareldi sem nú liggur fyrir Alþingi.

Með lagareldi er meðal annars átt við eldi á laxi í opnum kvíum í sjó en Chouinard og Patagonia berjast gegn sjókvíaeldi þar sem hann telur umhverfisáhrifin af þessari iðngrein vera of mikil, meðal annars fyrir íslenska laxastofna. 

Hann er ástríðufullur fluguveiðimaður og hefur komið til Íslands til að veiða í meira en hálfa öld. Hann er orðinn 85 ára gamall.

„Ég féll gjörsamlega fyrir henni þarna“
Yvon Chouinard,
um konuna sína

Kattamatur, svefnpoki og fangelsi

Fyrir átta árum síðan birtist löng nærmynd af Ivon Chouinard í bandaríska tímaritinu The New Yorker þar sem dregin var upp mynd af sérvitrum …

Kjósa
75
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " Bandaríski milljarðamæringurinn Yvon Chouinard"
    Hann hefur ánafnað sérstökum sjóði mest af auðæfum sínum.
    Er ekki lengur milljarðamæringur sem slíkur.
    2
    • Orri Olafur Magnusson skrifaði
      Einmitt ! Ef mig misminnir ekki þá hefur Chouinard keypt mörg þúsund ferkílómetra lands í Patagoníu / Chile og lýst allan þennan hluta Chile griðland fyrir ósnortna náttúru
      7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár