Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrún hefur miklar áhyggjur af stöðu Samkeppniseftirlitsins

Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir van­fjár­mögn­un Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gríð­ar­legt áhyggju­efni. Hún seg­ir að stjórn­völd beri mikla ábyrgð á þeirri nei­kvæðu um­ræðu sem hef­ur ver­ið áber­andi um starf­semi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Sömu­leið­is hafi stjórn­völd fjár­svelt eft­ir­lit­ið sem kem­ur í veg fyr­ir að stofn­un­in geti sinn eft­ir­lits­hlut­verki sínu.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það liggja fyrir að umsvifamiklir aðilar hafi haft áhrif á umræðuna um Samkeppniseftirlitið

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur miklar áhyggjur af stöðu Samkeppniseftirlitsins (SKE) og þeirri neikvæðu umræðu sem hefur beinst að stofnuninni. 

Í nýjasta þætti Pressu ræddi Kristrún afstöðu og stefnu Samfylkingarinnar gagnvart ýmsum málum. Í viðtalinu var meðal annars rætt um ummæli stjórnenda opinberra eftirlitsstofnanna sem hafa lýst því hvernig sérhagsmunahópar og stórfyrirtæki hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir því að hafa áhrif á starfsemi umræddra stofnanna.

Í síðasta þætti Pressu sagði Páll Gunnarsson, forstjóri SKE, að á undanförnum árum hafi ýmsir hagsmunahópar, í gegnum eignarhald á fjölmiðlum og ítökum í stjórnmálum, unnið að því skerða getu SKE til þess að sinna eftirlitshlutverki sínu.  

Í viðtalinu sagðist Kristrún hafa miklar áhyggjur af umræðunni um Samkeppniseftirlitið og telur hún stjórnvöld bera mikla ábyrgð á þeirri stöðu meðal annars vegna áralangrar vanfjármögnunar á stofnuninni. 

„Það hefur orðið samdráttur í fjárframlögum til Samkeppniseftirlitsins á undanförnum árum þrátt fyrir að umsvifin í hagkerfinu hafi aukist,“ segir Kristrún, sem gagnrýnir sömuleiðis þögn ríkisstjórnarflokkanna í þessari umræðu. 

Þetta megi glöggt sjá á þeirri takmörkuðu umræðu sem hafi átt sér stað á þingi og meðal ráðherra um rannsókn SKE á samráði skipafélaganna Eimskip og Samskip.

„Það hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum eftir að þessi niðurstaða kom varðandi Eimskip/Samskip, varðandi til dæmis kostnaðinn sem þetta hefur haft í för með sér.“

En samkvæmt nýlegri greiningu er ólöglegt samráð Eimskips og Samskips talið hafa kostað íslenskt samfélag 62 milljaða króna.

Hagsmunahópar vega að eftirlitsstofnunum 

Í viðtalinu tekur Kristrún undir með forstjóra SKE og segir ljóst að ákveðnir aðilar í samfélaginu hafi haft mikil áhrif á starfsemi eftirlitsins.

Í máli sínu nefnir Kristrún rannsókn Samkeppniseftirlitsins á Eimskip, en á þeim tíma sem stofnunin rannsakaði félagið, hafði Eimskip kært eftirlitsaðgerðir SKE fjórtán sinnum. 

„Þarna sjáum við bara svart á hvítu hvað öflugt Samkeppniseftirlit skiptir ofboðslega miklu máli.“

Kristrún segist vilja innleiða löggjöf sem geri smærri fyrirtækjum og einstaklingum kleift að sækja sér skaðabætur í hópmálsóknum þegar slík sambærileg mál koma upp. 

Viðtalið má sjá í heild sinni hér:

Kjósa
38
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár