Tíð stopp í umferðinni, óhóflegar kröfur um framvísun skilríkja, bankareikninga og ítarupplýsinga, leitir á fórum, farartækjum og heimilum, ásamt hörku og ókurteisi, eru meðal þess sem albanskir innflytjendur lýsa í upplifun sinni af samskiptum við lögreglu á Íslandi. Þar að auki treysta þau síður lögreglu og hafa slæma reynslu af þjónustu lögreglu þegar kemur að því að þau leiti sér hjálpar sjálf. Þá verða þau reglulega fyrir fordómum frá samfélaginu, bæði persónulega og í orðræðu fjölmiðla. Þetta kemur fram í nýrri meistararitgerð, Traust innflytjenda til lögreglu – Upplifun Albana af íslensku lögreglunni, eftir Bryndísi Jónsdóttur meistaranema í afbrotafræði við Háskóla Íslands undir leiðbeinslu Helga Gunnlaugssonar og Eyrúnar Eyþórsdóttur.
Bryndís framkvæmdi rannsókn með djúpviðtölum við sjö albanska innflytjendur til að kanna afstöðu þeirra til og upplifun af löggæslu hér á landi. Rannsóknir víða um heim hafa sýnt að traust innflytjenda til lögreglu er yfirleitt minna en traust innlendra. …
Alhæfing út frá litlu úrtaki einstaklinga frá einni þjóð!
Óvenjulegt að Háskóli? skuli bendla sig við svona ritsmíð.
Hennar ritgerð gefur ákveðnar vísbendingar sem væru hægt að fylgja eftir með alvöru rannsókn með stórt úrtak. En sú myndi kosta sitt ...