Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SKE), segir að gagnrýni í garð SKE hafi óneitanlega breyst með breytingum á fjölmiðlum og eignarhaldi þeirra. „Það er ekki hægt að varpa neinni fjöður yfir það,“ segir hann. Páll Gunnar var viðmælandi Helga Seljan í nýjasta þætti Pressu á föstudag.
„Maður verður að ætla að fyrirtæki sem eignast fjölmiðla – hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar hafi einhverja ástæðu til þess,“ segir Páll Gunnar. Hann nefnir að almennt sé rekstur fjölmiðla ekki talinn vera mjög arðbær starfsemi. „Þá geta menn held ég gefið sér það að það séu einhverjir aðrir hagsmunir uppi, eins og til dæmis að halda hagsmunum viðkomandi fyrirtækja á lofti. En það er auðvitað ekkert hægt að alhæfa í því.“
Sjónarmið stórfyrirtækja séu einnig áberandi þegar það kemur að stjórnmálunum. „Rödd þeirra stóru sterku hefur mjög mikið vægi í starfi Alþingis. Einfaldlega vegna þess að hinar raddirnar eru …
Athugasemdir (2)