Forstjóri Arnarlax, Björn Hembre, kennir laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish um fordæmalausan laxalúsafaraldur í sjókvíum sem braust út hjá fyrirtækjunum tveimur í Patreks- og Tálknafirði nú í haust. Þetta kemur fram í bréfi frá forstjóranum sem fylgir skýrslu Matvælastofnunar um faraldurinn sem birt var í dag.
„Arnarlax telur augljóst að hár fjöldi lúsa á tímabilinu frá maí til miðs september 2023 á eldissvæði Arctic Sea Farm í Kvígindisdal á Patreksfirði sé ástæða mikils fjölda lúsa og lirfa í fjörðum á sunnanverðum Vestfjörðum.“
Laxalúsafaraldurinn hjá Arnarlaxi og Arctic Fish á Vestfjörðum vakti mikla athygli á seinni hluta síðasta árs eftir að kajakaræðarinn Veiga Grétarsdóttir náði myndum af sárugum og dauðum eldislöxum í sjókvíum síðarnefnda fyrirtækisins í Tálknafirði. Matvælastofnun ákvað í kjölfarið að gera sérstaka skýrslu um faraldurinn.
Í bréfinu frá Björn Hembre þar sem athugasemdum Arnarlax við skýrsluna er …
Athugasemdir