Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir viðhorf bæði Netanyahu og Hamas verða að breytast

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir við­horf Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, gagn­vart sjálf­stæðu ríki Palestínu verða að breyt­ast. Það eigi líka við um við­horf leið­toga á Gaza, sem Bjarni seg­ir að hafi haft að sjálf­stæðu stefnumiði sínu að út­rýma Ísra­els­ríki.

Bjarni segir viðhorf bæði Netanyahu og Hamas verða að breytast
Eina lausnin Bjarni sagði á þinginu í dag að tveggja ríkja lausn væri haldreipi til varanlegs friðar í Ísrael og Palestínu. Mynd: Golli

„Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið,“ sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag í umræðum um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Bjarni var meðal annars spurður út í nýleg ummæli forsætisráðherra Ísraels um að Ísrael myndi ekki viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði að þetta viðhorf þyrfti að breytast, og bætti svo við: „Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínumegin“. 

Bjarni sagði að forystumenn Palestínumanna á Gaza, þar sem Hamas-samtökin eru í forystu, „hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki“.

Ekki nýttÞórunn sagði í fyrirspurn sinni að það kæmi ekki á óvart hverjar skoðanir Netanyahu væru. „Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóarsamkomulagið sé ekki til,“ sagði hún.

Bjarni svaraði þar með fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar, sem vildi, meðal annars, vita hvort ráðherrann myndi bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum ísraelska forsætisráðherrans. „Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóarsamkomulagið sé ekki til,“ sagði hún í fyrirspurninni. 

Óslóarsamkomulagið felur í sér að unnið sé að tveggja ríkja lausn, í samræmi við áratugagamlar samþykktir Sameinuðu þjóðanna um stofnun bæði Ísraelsríkis og Palestínu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lagði hins vegar fyrir ísraelska þingið, Knesset, í gær ályktun þess efnis að útilokað væri að stofna til sjálfstæðs ríki Palestínu nema með samkomulagi á milli Palestínumanna og Ísraels. Það yrði heldur aldrei nema án utanaðkomandi skilyrða. 

„Knesset sameinaðist í yfirgnæfandi meirihluta gegn tilrauninni til að þvinga á okkur stofnun palestínsks ríkis, sem myndi ekki aðeins mistakast til að koma á friði heldur myndi stofna Ísraelsríki í hættu,“ sagði Netanyahu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. 99 þingmenn af 120 á ísraelska þinginu greiddu atkvæði með ályktuninni. 

Þingsályktunin var fyrst og fremst tákræn og sýnir andstöðu ísraelskra stjórnvalda við því að ríki heims viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Það hafa íslensk stjórnvöld þó gert; í desember árið 2011.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Ósköp er Bjarni vesalingurinn illa upplýstur. Það blasir við á öllum kortum hverjir voru að útrýma hverjum síðustu 75 ár í stolnu landi. Efast um að nokkur opinber starfsmaður hérlendis hafi nokkurntíma verið jafn hræðilega illa undirbúinn fyrir eitthvað embætti.
    2
  • Ásta Jensen skrifaði
    Er hægt að vera sjálfstæð þjóð þegar þjóðin stólar á mannúðaraðstoð?
    -1
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Það er rangt hjá Bjarna að Hamas hafi í stefnuskrá eða stefnumiði að útrýma Ísrael. Þetta var í stefnunni en um 2017 tóku þeir þetta út og bættu inn að þeir styddu tveggja ríkja lausn með landamærin sem voru ákveðin 1967 hjá Sameinuðu þjóðunum.
    1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ísrael virðist standa á krossgötum. Annað hvort að samþykkja tveggjaríkjalausnina eða standa í stöðugum ófriði við palestínumenn sem búa á Gasa og á Vesturbakkanum. Ísraelsstjórn virðist enga hugmynd hafa um hvernig sambúðin við palestínumenn verði í framtíðinni nema að sigra Hamas endanlega og sjá svo til. En reynslan sýnir að hryðjuverkasamtök eru eins og gríska slangan Hydra sem hafði níu höfuð. Ef maður heggur af henni eitt höfuð vaxa tvö í staðinn.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

„Ef við getum opnað fyrir mannúðaraðstoð getum við breytt stefnu sögunnar”
ErlentÁrásir á Gaza

„Ef við get­um opn­að fyr­ir mann­úð­ar­að­stoð get­um við breytt stefnu sög­unn­ar”

Samu­el Rostøl hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dýra­vernd­un­ar­sinni er í áhöfn Global Sumud Flotilla á leið til Gaza. Hann seg­ir áhafn­ar­með­limi hafa ákveð­ið að bregð­ast við hörm­ung­un­um á Gaza fyrst að rík­is­stjórn­ir geri það ekki. „Það er und­ir okk­ur kom­ið – mér og þér – að stoppa þetta,“ út­skýr­ir hann.
Rannsakar bleikþvott Ísraels
ViðtalÁrásir á Gaza

Rann­sak­ar bleik­þvott Ísra­els

„Eina leið­in fyr­ir fanga til þess að vera í sam­bandi við um­heim­inn er í gegn­um lög­fræð­ing,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur, rann­sak­andi og hinseg­in að­gerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinn­ur með palestínsk­um föng­um en þeim er mein­að að hafa sam­skipti við ást­vini. Nadine vann ný­ver­ið rann­sókn­ar­verk­efni í Há­skóla Ís­lands um bleik­þvott sem Ísra­el not­ar til að veikja and­spyrnu Palestínu­manna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
6
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár