Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni segir viðhorf bæði Netanyahu og Hamas verða að breytast

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir við­horf Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, gagn­vart sjálf­stæðu ríki Palestínu verða að breyt­ast. Það eigi líka við um við­horf leið­toga á Gaza, sem Bjarni seg­ir að hafi haft að sjálf­stæðu stefnumiði sínu að út­rýma Ísra­els­ríki.

Bjarni segir viðhorf bæði Netanyahu og Hamas verða að breytast
Eina lausnin Bjarni sagði á þinginu í dag að tveggja ríkja lausn væri haldreipi til varanlegs friðar í Ísrael og Palestínu. Mynd: Golli

„Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið,“ sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag í umræðum um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Bjarni var meðal annars spurður út í nýleg ummæli forsætisráðherra Ísraels um að Ísrael myndi ekki viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði að þetta viðhorf þyrfti að breytast, og bætti svo við: „Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínumegin“. 

Bjarni sagði að forystumenn Palestínumanna á Gaza, þar sem Hamas-samtökin eru í forystu, „hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki“.

Ekki nýttÞórunn sagði í fyrirspurn sinni að það kæmi ekki á óvart hverjar skoðanir Netanyahu væru. „Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóarsamkomulagið sé ekki til,“ sagði hún.

Bjarni svaraði þar með fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar, sem vildi, meðal annars, vita hvort ráðherrann myndi bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum ísraelska forsætisráðherrans. „Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóarsamkomulagið sé ekki til,“ sagði hún í fyrirspurninni. 

Óslóarsamkomulagið felur í sér að unnið sé að tveggja ríkja lausn, í samræmi við áratugagamlar samþykktir Sameinuðu þjóðanna um stofnun bæði Ísraelsríkis og Palestínu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lagði hins vegar fyrir ísraelska þingið, Knesset, í gær ályktun þess efnis að útilokað væri að stofna til sjálfstæðs ríki Palestínu nema með samkomulagi á milli Palestínumanna og Ísraels. Það yrði heldur aldrei nema án utanaðkomandi skilyrða. 

„Knesset sameinaðist í yfirgnæfandi meirihluta gegn tilrauninni til að þvinga á okkur stofnun palestínsks ríkis, sem myndi ekki aðeins mistakast til að koma á friði heldur myndi stofna Ísraelsríki í hættu,“ sagði Netanyahu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. 99 þingmenn af 120 á ísraelska þinginu greiddu atkvæði með ályktuninni. 

Þingsályktunin var fyrst og fremst tákræn og sýnir andstöðu ísraelskra stjórnvalda við því að ríki heims viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Það hafa íslensk stjórnvöld þó gert; í desember árið 2011.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Ósköp er Bjarni vesalingurinn illa upplýstur. Það blasir við á öllum kortum hverjir voru að útrýma hverjum síðustu 75 ár í stolnu landi. Efast um að nokkur opinber starfsmaður hérlendis hafi nokkurntíma verið jafn hræðilega illa undirbúinn fyrir eitthvað embætti.
    2
  • Ásta Jensen skrifaði
    Er hægt að vera sjálfstæð þjóð þegar þjóðin stólar á mannúðaraðstoð?
    -1
  • Ólafur Garðarsson skrifaði
    Það er rangt hjá Bjarna að Hamas hafi í stefnuskrá eða stefnumiði að útrýma Ísrael. Þetta var í stefnunni en um 2017 tóku þeir þetta út og bættu inn að þeir styddu tveggja ríkja lausn með landamærin sem voru ákveðin 1967 hjá Sameinuðu þjóðunum.
    1
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Ísrael virðist standa á krossgötum. Annað hvort að samþykkja tveggjaríkjalausnina eða standa í stöðugum ófriði við palestínumenn sem búa á Gasa og á Vesturbakkanum. Ísraelsstjórn virðist enga hugmynd hafa um hvernig sambúðin við palestínumenn verði í framtíðinni nema að sigra Hamas endanlega og sjá svo til. En reynslan sýnir að hryðjuverkasamtök eru eins og gríska slangan Hydra sem hafði níu höfuð. Ef maður heggur af henni eitt höfuð vaxa tvö í staðinn.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár