Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leggja til lengri fresti til kaupa og sölu á húsnæði í Grindavík

Grind­vík­ing­ar fá frest til árs­loka til að óska eft­ir kaup­um rík­is­ins á fast­eign­um þeirra gangi breyt­ing­ar­til­lög­ur efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar eft­ir. Þá munu þeir einnig njóta for­gangs­rétt­ar að eign­um sín­um í þrjú ár í stað tveggja líkt og frum­varp ráð­herra kveð­ur á um.

Leggja til lengri fresti til kaupa og sölu á húsnæði í Grindavík
Uppkaup Í frumvarpi fjármálaráðherra kemur fram að uppkaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga gæti numið um 61 milljarði. Ríkið mun taka 12,5 milljarða króna lán til að standa við sínar skuldbindingar í þeim efnum. Mynd: Golli

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til ýmsar breytingatillögur á frumvarpi um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Lagt er til að Grindvíkingar fái rýmri frest til að leggja inn beiðni um kaup félags í eigu ríkisins á fasteignum sínum, að forgangsréttur fólks að eignum sínum verði sömuleiðis lengdur og að hinu ríkisrekna eignaumsýslufélagi verði óheimilt að ráðstafa íbúðarhúsnæði sem háð er slíkum forgangsrétti.

Þá telur meirihlutinn að fólk sem á búsetturétt hjá leigufélögum eigi að falla undir gildissvið frumvarpsins og hljóta þar með samsvarandi stöðu og aðrir einstaklingar sem eiga fasteignir í bænum.

Frumvarp til laga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík var lagt fram á Alþingi af fjármála- og efnahagsráðherra í síðustu viku. Í því er lagt til að ráðherra verði skylt að stofna félag sem fái það hlutverk að ganga til samninga um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík í eigu einstaklinga sem falla undir gildissvið frumvarpsins og óska eftir því. 

Að mati meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar felur frumvarpið í sér umfangsmesta stuðningsúrræði stjórnvalda fyrir Grindvíkinga í kjölfar náttúruhamfaranna. „Hér er því um að ræða mikilvægt skref í átt að því að eyða óvissu Grindvíkinga og tryggja búsetuöryggi.“ 

Meirihlutinn áréttar hins vegar að að frumvarpinu er ekki ætlað að bæta einstaklingum tjón af völdum hamfaranna sem orðið hafa í Grindavík heldur að gefa fólki kost á að losna undan áhættu sem fylgir eignarhaldi íbúðarhúsnæðis í bænum og taka upp búsetu annars staðar. „Markmið með úrræðinu er að losa einstaklinga undan áhættunni með því að færa hana til félags í eigu ríkissjóðs.“

„Hér er því um að ræða mikilvægt skref í átt að því að eyða óvissu Grindvíkinga og tryggja búsetuöryggi“
Úr áliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar

Á fjórða hundrað einstaklingar, félög og fyrirtæki skiluðu umsögnum um frumvarpsdrögin og er frumvarpið var lagt fram mátti enn heyra óánægjuraddir. Félag ríkisins mun greiða 95 prósent af brunabótamati húsnæðis samkvæmt frumvarpinu og meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar telur ekki þörf á að hrófla við því hlutfalli. Um 500 umsóknir um endurskoðun á brunabótamati hafa hins vegar borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og um helmingur þeirra hefur þegar verið afgreiddur og leitt til um tveggja milljarða króna hækkunar á samanlögðu brunabótamati húsnæðis í Grindavík. Sú tala gæti því enn átt eftir að hækka.  

Annað atriði sem Grindvíkingar hafa gagnrýnt snýr að kröfu um að viðkomandi þurfi að hafa haft lögheimili í eign sinni þann 10. nóvember, er jarðhræringarnar miklu hófust er leiddu til rýmingar bæjarins. Er frumvarpið var lagt fram hafði verið gerð ákveðin breyting á og lagt til að heimilt væri að víkja frá skilyrði um lögheimili ef tímabundnar aðstæður skýrðu að viðkomandi hafi ekki verið með skráð lögheimili í íbúðarhúsnæði sínu.

Fyrir efnahags- og viðskiptanefnd komu fram ábendingar um að umrædd heimild væri ekki nógu skýr og óljóst í sumum tilvikum hvort aðilar uppfylltu skilyrði undanþágunnar. Meirihlutinn áréttar því í áliti sínu „mikilvægi þess að gætt verði að búsetuöryggi þeirra sem íbúð eiga í Grindavík. Mikilvægt er að tilgangi þessum verði náð, en það er að skapa forsendur fyrir öruggri framtíð fyrir Grindvíkinga og eyða þeirri óvissu sem náttúruhamfarirnar hafa haft í för með sér. Nauðsynlegt er að höfð sé hliðsjón af því markmiði við skýringu ákvæðisins og að vafatilvik verði skýrð í samræmi við það“.

Seðlabankinn skoðar breytingar á greiðslubyrðarhlutfalli

Í áliti meirihlutans er einnig fjallað um það sjónarmið að Grindvíkingum yrði veitt undanþága frá greiðslubyrðarhlutfalli Seðlabanka Íslands. Afborgun af láni mætti þannig vera allt að 40% af ráðstöfunartekjum í stað 35% eins og gildir um fyrstu kaupendur, og veðsetningarhlutfall mætti vera 85% í stað 80%. Meirihlutinn bendir á að reglur um hámark heildarfjárhæðar fasteignaláns og greiðslubyrði þess í hlutfalli við tekjur neytenda eru settar af Seðlabanka Íslands að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar. Þar sé ekki að finna sérreglur fyrir sérstaka hópa neytenda. „Ráðuneytið upplýsti þó nefndina um að Seðlabanki Íslands hefði til skoðunar hvort umrædd heimild fyrir fyrstu kaupendur ætti jafnframt að ná til þeirra sem hafa selt íbúðarhúsnæði sitt á grundvelli laganna.“

Fyrir nefndinni komu ennfremur fram ábendingar um umgengnisrétt seljanda um eignir. Í greinargerð með frumvarpinu segir að ákvörðun þar að lútandi verði verkefni félagsins sem sinna muni umsýslu og rekstri eignasafnsins. Meirihlutinn bendir á að reglugerðarheimild frumvarpsins feli í sér heimild ráðherra til að kveða á um umgengnisrétt seljanda. „Meirihlutinn telur heppilegast að það verði gert í góðri samvinnu við seljendur og að jafnframt verði tekið tillit til sjónarmiða þeirra.“

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar segir frumvarpið hafa „það skýra markmið“ að ná til einstaklinga og fjölskyldna þeirra sem eiga íbúðir í Grindavík og hafa þar jafnframt lögheimili sitt. Þessu markmiði hafi „almennt verið sýndur skilningur“ en þó hafi verið tjáð viðhorf um kaup á fasteignum í eigu lögaðila og á öðrum eignum í eigu einstaklinga. „Meirihlutinn áréttar að tilgangur þessa máls er að tryggja búsetuöryggi fólks og eyða óvissu þeirra sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara. Þessu tvennu verður því ekki jafnað saman þannig að í því felist mismunun heldur búa málefnaleg rök að baki.“

Þessu þarf að breyta

Breytingartillögur meirihluta nefndarinnar, sem fulltrúar minnihluta hennar skrifa einnig undir með fyrirvara, eru m.a. þessar:

Framlenging á fresti til að óska eftir sölu

Í frumvarpinu er lagt til að beiðni um kaup félagsins á íbúðarhúsnæði skuli berast eigi síðar en 1. júlí 2024. Meirihlutinn leggur til að fresturinn verði framlengdur til ársloka 2024.

Framlenging á forgangsrétti

Í frumvarpinu er kveðið á um tveggja ára forgangsrétt Grindvíkinga að eignum sem þeir hafa selt eignaumsýslufélaginu. Í umsögnum sem nefndinni bárust var því hreyft hvort tveggja ára forgangsréttur væri of skammur þar sem óvissa vegna náttúruhamfaranna kynni að vara lengur. Í ljósi þess að meirihlutinn lagt til að frestur til að óska eftir sölu verði lengdur telur hann að réttast sé að forgangsréttur falli niður þremur árum eftir gildistöku laganna.

Búseturéttarhafar

    Frumvarpið tekur ekki til þeirra einstaklinga sem eiga búseturétt hjá leigufélögum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að staða búseturéttarhafa sé þó að mörgu leyti áþekk stöðu þeirra einstaklinga sem eiga íbúðarhúsnæði. „Meiri hlutinn álítur að umræddir einstaklingar eigi að falla undir gildissvið frumvarpsins og leggur því til breytingu þess efnis. Lagt er upp með að staða búseturéttarhafa verði samsvarandi stöðu einstaklinga á grundvelli frumvarpsins sem óska eftir því að eign sín verði keypt.“ 

Endurgjald fyrir búseturéttinn verði því 95% af framreiknuðu búseturéttargjaldi búseturéttarhafa.

Lög um ríkisábyrgðir

Meirihlutinn leggur ennfremur til að lánveiting ríkisins til eignaumsýslufélaginu, um 12,5 milljarðar króna samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga, verði undanþegin lögum um ríkisábyrgðir. „Eitt af meginmarkmiðum laga um ríkisábyrgðir er að ríkissjóður fái endurgjald fyrir veitta ábyrgð sem endurspegli þann ávinning sem ábyrgðin veitir tilteknu félagi. Lög um ríkisábyrgðir taka einnig fyrst og fremst til ákveðinna verkefna eða nýframkvæmda sem ríkissjóður tekur þátt í að fjármagna. Sú málsmeðferð og þau skilyrði sem kveðið er á um í lögunum eiga ekki vel við þegar kemur að því að veita einstaklingum aðstoð við þær aðstæður sem nú eru uppi vegna náttúruhamfara á svæðinu. Af þessum sökum er lagt til að lögin gildi ekki um þessa lánveitingu ríkisins til félags sem það mun koma sérstaklega á fót til að halda utan um kaup á eignum.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
Hraunið gæti flætt yfir fjarskiptastöð Bandaríkjaflota
FréttirReykjaneseldar

Hraun­ið gæti flætt yf­ir fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­flota

Bene­dikt G. Ófeigs­son, jarð­eðl­is­fræð­ing­ur og fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ir gríð­ar­legt magn hrauns flæða úr sprung­unni sem opn­að­ist nærri Sund­hnúk­um norð­an við Grinda­vík í dag. Dragi ekki úr flæð­inu gæti flaum­ur­inn flætt að varn­ar­görð­un­um vest­an við Grinda­vík og að fjar­skipta­stöð banda­ríska flot­ans sem stað­sett ná­lægt Grinda­vík.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár