„Við erum ekki að taka upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum“

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það bull að um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd ógni inn­við­um á Ís­landi. Sam­fylk­ing­in hafi sína stefnu sem sé sam­þykkt á lands­fundi og hafi ekki breyst í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­manns í hlað­varp­inu Ein pæl­ing á dög­un­um.

„Við erum ekki að taka upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum“
Flóttafólk og innviðir „Þessi umræða um að fólk sem hingað kemur til að leita að alþjóðlegri vernd sé að leggja innviði samfélagsins á hliðina hún er náttúrulega bara bull. Þá er verið að taka allt úr samhengi.“

„Við höfum ekki skipt um stefnu,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um afstöðu flokks síns til útlendingamála. Hún segist ekki sammála ályktun Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, um að skýr stefnubreyting hefði átt sér stað í málaflokknum hjá Samfylkingunni. „Það er ekki þannig,“ segir hún.

Samfylkingin gætir að mannréttindum

Eiríkur hélt þessu fram í kjölfar viðtals sem Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, fór í hjá hlaðvarpinu Ein pæling. Þar sagði Kristrún meðal annars að velferðarsamfélag þyrfti landamæri og að hún hefði skilning á áformum dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði. Líta ætti til Norðurlandanna í málefnum innflytjenda með mannúð að sjónarmiði.

Orð formannsins hafa vakið mikla athygli og hafa sumir jafnaðarmenn lýst yfir óánægju með afstöðu Kristrúnar. Nokkrir sjálfstæðismenn hafa fagnað þessari meintu stefnubreytingu og fulltrúar Heimdallar, félagar ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafa haldið því fram að Kristrún væri nú 100% sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Oddný segir Samfylkinguna ekki …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár