„Við höfum ekki skipt um stefnu,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um afstöðu flokks síns til útlendingamála. Hún segist ekki sammála ályktun Eiríks Bergmann, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, um að skýr stefnubreyting hefði átt sér stað í málaflokknum hjá Samfylkingunni. „Það er ekki þannig,“ segir hún.
Samfylkingin gætir að mannréttindum
Eiríkur hélt þessu fram í kjölfar viðtals sem Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, fór í hjá hlaðvarpinu Ein pæling. Þar sagði Kristrún meðal annars að velferðarsamfélag þyrfti landamæri og að hún hefði skilning á áformum dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði. Líta ætti til Norðurlandanna í málefnum innflytjenda með mannúð að sjónarmiði.
Orð formannsins hafa vakið mikla athygli og hafa sumir jafnaðarmenn lýst yfir óánægju með afstöðu Kristrúnar. Nokkrir sjálfstæðismenn hafa fagnað þessari meintu stefnubreytingu og fulltrúar Heimdallar, félagar ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafa haldið því fram að Kristrún væri nú 100% sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Oddný segir Samfylkinguna ekki …
Athugasemdir