Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Ríkisstjórnin vill fækka umsóknum um vernd og stytta málsmeðferðatíma

Rík­is­stjórn­in hef­ur sam­mælst um heild­ar­sýn í út­lend­inga­mál­um. Með­al að­gerð­anna sem boð­að­ar eru er fækk­un um­sókna og nið­ur­skurð­ur fjár­fram­laga til mála­flokks­ins. Sparn­að­ur­inn verð­ur nýtt­ur til þess að efla ís­lensku­kennslu og kennslu í sam­fé­lags­fræðslu.

Ríkisstjórnin vill fækka umsóknum um vernd og stytta málsmeðferðatíma
Ríkisstjórnin Sjö ráðuneyti koma að verkefninu sem miðar að því að endurskipuleggja og draga úr útgjöldum til útlendingamála. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag lista af aðgerðum sem lúta að málefnum flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og innflytjenda. Aðgerðirnar sem kynntar eru í fréttatilkynningu stjórnarráðsins ná yfir sjö ráðuneyti: dómsmálaráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, innviðaráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið.

Í tilkynningunni er greint frá því að stjórnvöld stefni að því skera niður útgjöld til útlendingamála og hagræða betur þeim fjármunum sem renna í málaflokkinn. 

Lagt er til að fækka umsóknum og bæta skilvirkni við afgreiðslu umsókna. Til þess að ná slíkum markmiðum fram er lagt að stytta afgreiðslutíma umsókna um alþjóðlega vernd niður í 90 daga. Einnig er lagt til koma á fót sérstakri móttökustöð þar umsækjendur um vernd verða hýstir á meðan farið er yfir umsókn þeirra.

Móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd

Ásamt því að auðvelda málsmeðferðina, segir í tilkynningunni að slíkt búsetuúrræði talið munu stuðla að „skilvirkum brottflutningi að fenginni synjun“. 

Dómsmálaráðuneytið lagði fram frumvarp í janúar sem kveður á um lokaða búsetu fyrir útlendinga sem til stendur að senda úr landi. Í nýlegu viðtali við Heimildina sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að nokkur munur væri á slíku úrræði og venjulegri fangelsisvist. En viðurkenndi þó að um ákveðna frelsissviptingu væri að ræða. 

Þá segir einnig í tilkynningu Stjórnarráðsins að stefnt sé að því tryggja bráðabirgðahúsnæði fyrir flóttamenn. Þar er gert ráð fyrir að ef frumvarp um tímabundnar undanþágur skipulags- og byggingarlöggjöf verður samþykkt á þingi munu stjórnvöld leigt flóttafólki húsnæði „sem ekki hefur verið ætlað til búsetu.“

Stefnt er að því nota fjármagn sem sparast með þessum aðgerðum til að efla íslenskukennslu, styrkja samfélagsfræðslu og fjölga stuðningsúrræðum fyrir börn í skólum. 

Íslensku- og samfélagfræðsla

Í tilkynningu stjórnvalda er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að efla íslenskukennslu meðal innflytjenda og flóttafólks. Stefnt er að því auka framboð af íslenskunámi fyrir alla aldurshópa og innleiða sérstaka hvata til íslenskunáms. Til að mynda stendur til að bæta aðgengi að tungumálakennslu á vinnutíma.

Þá er einnig greint frá því að farið verður í sérstakt kynningarátak til að auka skilning og umburðarlyndi gagnvart fólki sem tala íslensku með hreim. 

Stjórnvöld stefna einnig að því að auka stuðning við samfélagsfræðslu. Meðal annars vegna þess að talinn er rík þörf á því að auka þekkingu innflytjenda á íslensku samfélagi og gildum þess. Talið er að aukin kennsla á þessu sviði  stuðla aukinni „inngildingu“.

Meðal grundvallargildanna sem gert er ráð fyrir að útlendingar þurfi að tileinka sér eru vitneskja um tjáningarfrelsi, jafnrétti allra kynja, réttindi hinsegin fólks og réttindi fatlaðs fólks nefnd sérstaklega í tilkynningunni. 

Stefna að afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna

Til stendur að ráðast í umfangsmiklar breytingar til þess að samræma löggjöf hér landi við þau sem eru gildi í öðrum Norðurlöndum. Þá stendur einnig til að bæta upplýsingagjöf og samhæfa verkferla milli ráðuneyta og ýmissa stofnana Til að mynda er lagt til að afnema málsmeðferðarreglur á borð við skilyrði á rétti fjölskyldusameiningar. 

Þá verður lögð ríkari áhersla á tryggja að umsóknum um vernd verði forgangsraðað eftir því hver býr við mestu neyð. Gert er ráð fyrir því að kvótaflóttafólk og flóttafólk sem talið er vera í einstaklega viðkvæmri stöðu, eins og hinsegin fólk, einstæðar mæður og börn, muni framvegis fá forgang. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ótrúlegt að ekki er stafur um betri landamæra vörslu.
    Getur það verið að ráðamenn séu að vernda svarta starfsemi??
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Bjarni gerði ekki „nokkra tilraun“ til sátta
2
GreiningVirkjanir

Bjarni gerði ekki „nokkra til­raun“ til sátta

Ráð­herra orku- og um­hverf­is­mála ætl­aði ekki að ganga gegn til­lög­um verk­efn­is­stjórn­ar ramm­a­áætl­un­ar í þings­álykt­un­ar­til­lögu sinni að flokk­un átta virkj­un­ar­kosta. Til­lag­an var ekki af­greidd úr rík­is­stjórn þar sem ráð­herr­ar Vinstri grænna töldu að af­marka þyrfti virkj­ana­kosti sem lagt var til að vernda. Í stað þess að leiða ráð­herra flokk­anna til sam­ráðs um mál­ið sleit for­sæt­is­ráð­herra rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu.
Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
3
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mánuði að svara fyrir skipunina
4
Fréttir

Tók fimm daga að skera úr um hæfi en fimm mán­uði að svara fyr­ir skip­un­ina

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata sem sit­ur í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, fór hörð­um orð­um um ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið fyr­ir að hafa ekki enn orð­ið við beiðni nefnd­ar­inn­ar um að upp­lýsa um skip­un sendi­herra Banda­ríkj­anna. Fimm mán­uð­ir eru síð­an beiðn­in var mót­tek­in en sam­kvæmt lög­um ber stjórn­völd­um að svara beiðn­um nefnd­ar­inn­ar eigi síð­ar en viku eft­ir að hún hef­ur ver­ið mót­tek­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár