Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag lista af aðgerðum sem lúta að málefnum flóttafólks, umsækjenda um alþjóðlega vernd og innflytjenda. Aðgerðirnar sem kynntar eru í fréttatilkynningu stjórnarráðsins ná yfir sjö ráðuneyti: dómsmálaráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, innviðaráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið og mennta- og barnamálaráðuneytið.
Í tilkynningunni er greint frá því að stjórnvöld stefni að því skera niður útgjöld til útlendingamála og hagræða betur þeim fjármunum sem renna í málaflokkinn.
Lagt er til að fækka umsóknum og bæta skilvirkni við afgreiðslu umsókna. Til þess að ná slíkum markmiðum fram er lagt að stytta afgreiðslutíma umsókna um alþjóðlega vernd niður í 90 daga. Einnig er lagt til koma á fót sérstakri móttökustöð þar umsækjendur um vernd verða hýstir á meðan farið er yfir umsókn þeirra.
Móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd
Ásamt því að auðvelda málsmeðferðina, segir í tilkynningunni að slíkt búsetuúrræði talið munu stuðla að „skilvirkum brottflutningi að fenginni synjun“.
Dómsmálaráðuneytið lagði fram frumvarp í janúar sem kveður á um lokaða búsetu fyrir útlendinga sem til stendur að senda úr landi. Í nýlegu viðtali við Heimildina sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að nokkur munur væri á slíku úrræði og venjulegri fangelsisvist. En viðurkenndi þó að um ákveðna frelsissviptingu væri að ræða.
Þá segir einnig í tilkynningu Stjórnarráðsins að stefnt sé að því tryggja bráðabirgðahúsnæði fyrir flóttamenn. Þar er gert ráð fyrir að ef frumvarp um tímabundnar undanþágur skipulags- og byggingarlöggjöf verður samþykkt á þingi munu stjórnvöld leigt flóttafólki húsnæði „sem ekki hefur verið ætlað til búsetu.“
Stefnt er að því nota fjármagn sem sparast með þessum aðgerðum til að efla íslenskukennslu, styrkja samfélagsfræðslu og fjölga stuðningsúrræðum fyrir börn í skólum.
Íslensku- og samfélagfræðsla
Í tilkynningu stjórnvalda er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að efla íslenskukennslu meðal innflytjenda og flóttafólks. Stefnt er að því auka framboð af íslenskunámi fyrir alla aldurshópa og innleiða sérstaka hvata til íslenskunáms. Til að mynda stendur til að bæta aðgengi að tungumálakennslu á vinnutíma.
Þá er einnig greint frá því að farið verður í sérstakt kynningarátak til að auka skilning og umburðarlyndi gagnvart fólki sem tala íslensku með hreim.
Stjórnvöld stefna einnig að því að auka stuðning við samfélagsfræðslu. Meðal annars vegna þess að talinn er rík þörf á því að auka þekkingu innflytjenda á íslensku samfélagi og gildum þess. Talið er að aukin kennsla á þessu sviði stuðla aukinni „inngildingu“.
Meðal grundvallargildanna sem gert er ráð fyrir að útlendingar þurfi að tileinka sér eru vitneskja um tjáningarfrelsi, jafnrétti allra kynja, réttindi hinsegin fólks og réttindi fatlaðs fólks nefnd sérstaklega í tilkynningunni.
Stefna að afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna
Til stendur að ráðast í umfangsmiklar breytingar til þess að samræma löggjöf hér landi við þau sem eru gildi í öðrum Norðurlöndum. Þá stendur einnig til að bæta upplýsingagjöf og samhæfa verkferla milli ráðuneyta og ýmissa stofnana Til að mynda er lagt til að afnema málsmeðferðarreglur á borð við skilyrði á rétti fjölskyldusameiningar.
Þá verður lögð ríkari áhersla á tryggja að umsóknum um vernd verði forgangsraðað eftir því hver býr við mestu neyð. Gert er ráð fyrir því að kvótaflóttafólk og flóttafólk sem talið er vera í einstaklega viðkvæmri stöðu, eins og hinsegin fólk, einstæðar mæður og börn, muni framvegis fá forgang.
Getur það verið að ráðamenn séu að vernda svarta starfsemi??