Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Réttindalaust flóttafólk fær skjól hjá Rauða krossinum

Enn ein vend­ing­in hef­ur orð­ið í deilu sveit­ar­fé­laga og rík­is um hver eða yf­ir höf­uð hvort eigi að veita út­lend­ing­um sem feng­ið hafa end­an­lega synj­un á um­sókn um al­þjóð­lega vernd að­stoð. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur fal­ið Rauða kross­in­um að veita fólk­inu, sem ekki á rétt á að­stoð á grund­velli nýrra laga um út­lend­inga, gist­ingu og fæði.

Réttindalaust flóttafólk fær skjól hjá Rauða krossinum
Á flótta Tugum fólks hefur verið synjað um vernd hér á landi síðustu vikur og á þetta fólk þá 30 dögum síðar ekki rétt á þjónustu hins opinbera samkvæmt nýjum útlendingalögum. Mynd: Samsett

Fólk sem fengið hefur endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi, og á ekki rétt á aðstoð á grundvelli nýrra útlendingalaga, getur leitað til Rauða krossins eftir neyðaraðstoð. Kveðið er á um þetta í nýju samkomulagi við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið sem er tilkomið „þar sem óvíst er hvort dvalarsveitarfélag í hverju tilviki fyrir sig hafi yfir að ráða úrræði til að hýsa umrædda einstaklinga, sem ekki eiga í önnur hús að venda,“ líkt og segir í tilkynningu ráðuneytisins vegna málsins. Ráðuneytið hefur ennfremur gert breytingar á reglugerð þar sem skýrt er hvað komi til endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna aðstoðar sveitarfélaga við fólkið.

Samkvæmt samkomulaginu við Rauða krossinn getur fólk í þessari stöðu nú fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem almennt tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislaust fólk.

Um tímabundið verkefni er að ræða, segir í tilkynningu ráðuneytisins vegna málsins.

„Það er mikið fagnaðarefni að við höfum tryggt að ekkert af fólkinu þarf að sofa úti. Enda viljum við það ekki í okkar samfélagi.“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur þegar sent tilmæli til félagsþjónustu sveitarfélaganna vegna breytinganna. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sömuleiðis verið upplýst.

„Ráðuneytið væntir góðrar samvinnu við sveitarfélögin við að tryggja umræddum einstaklingum gistingu og fæði í samræmi við framangreint,“ stendur í tilkynningu ráðuneytisins.

Í nóvember í fyrra skilaði Samband íslenskra sveitarfélaga inn umsögn um framlagt frumvarp þáverandi dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um breytingar á lögum um útlendinga. Þar sagði að sambandið teldi að sú boðaða breyting á útlend­inga­lögum að fella niður alla grunn­þjón­ustu til flóttafólks 30 dögum eftir að end­an­leg ákvörðun á stjórn­sýslu­stigi um umsókn hans til verndar liggur fyr­ir, myndi fjölga heim­il­is­lausum á Íslandi. Það myndi hafa í för með sér aukn­ingu á álagi á félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og auk­inn kostnað fyrir þau. „Óhjá­kvæmi­legur fylgi­fiskur slíkrar neyðar hlýtur ávallt að vera aukin hætta á því að hlut­að­eig­andi ein­stak­lingar verði ber­skjald­aðri fyrir hvers kyns mis­neyt­ingu, man­sali og ofbeld­i.“

Frumvarpið var samþykkt í atkvæðagreiðslu 15. mars síðastliðinn og lögin tóku gildi 1. júlí. Alls 38 þingmenn greiddu atkvæði með þeim. Þrettán atkvæði komu frá Sjálfstæðisflokki, tólf frá Framsókn, sex frá Vinstri grænum, sex frá Flokki fólksins og eitt frá Miðflokki. Enginn þingmaður þessara fimm flokka greiddi atkvæði gegn samþykkt þess en einhverjir voru fjarverandi. 

Afleiðingar þessa komu svo fram í sumar, skömmu eftir að lögin höfðu tekið gildi og upplýst var í fréttum að búið væri að synja yfir 50 einstaklingum um vernd frá 1. Júlí og að þeim væri ætlað að fara úr landi innan mánaðar. Að þeim tíma liðnum missa þeir alla þjónustu og húsnæði.

Langvarandi pattstaða

Þetta virtist koma flatt upp á marga og fljótlega var ljóst að ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar voru hvorki samstíga né sammála um hvort og þá hver ætti að veita réttindalausu flóttafólki aðstoð. Sveitarfélögin sögðu verkefnið vera á ábyrgð ríkisins.

Algjör pattstaða var í málinu um nokkra hríð.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði að það væri ekki verið að vísa fólkinu á götuna heldur úr landi. Ef það færi ekki eftir þeim fyrirmælum þyrfti einfaldlega að búa til nýtt úrræði fyrir hópinn. Sveitarfélögum bæri ekki að veita fólkinu aðstoð og ríkinu ekki heldur.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að deilt væri um túlkun laganna og leitaði til Lagastofnunar Háskóla Íslands sem komst að þeirri niðurstöðu að dvalarsveitarfélag mætti ekki synja einstaklingi um fjárhagsaðstoð af þeirri einu ástæðu að réttindi hans sem umsækjanda um alþjóðlega vernd hafi fallið niður.

Sveitarfélögin fengu líka lögfræðiálit og komust að andstæðri niðurstöðu – að þeim væri, samkvæmt nýju útlendingalögunum, ekki skylt að veita aðstoðina heldur væri þeim það beinlínis óheimilt.

Guðmundur Ingi hefur frá upphafi sagt að sinna þurfi þessum hópi og hefur einnig sagt að sér hugnist ekki lokaðar búðir fyrir flóttafólk líkt og Sjálfstæðismenn hafa nokkrir viðrað hugmyndir um.

„Það er mikið fagnaðarefni að við höfum tryggt að ekkert af fólkinu þarf að sofa úti,” sagði hann við RÚV í dag eftir að tilkynnt hafði verið um samkomulagið við Rauða krossinn. „Enda viljum við það ekki í okkar samfélagi. Og við erum að tryggja þetta með samningi við Rauða krossinn sem felur þá í sér að fólk fær lágmarksþjónustu í samræmi við það sem gerist í gistiskýlum. Það er að segja húsaskjól og mat.“

Gert er ráð fyrir að sveitarfélög geti vísað fólki til Rauða krossins í lok vikunnar.

Segja ákvörðunina einhliða og vonbrigði

Samband íslenskra sveitarfélaga sendi frá sér tilkynningu seinni partinn í dag þar sem þau lýstu yfir vonbrigðum við aðgerð ráðherra sem þau segja „einhliða“. Þau segja fulltrúa sambandsins hafa verið kallaða á fund ráðherra í morgun þar sem þeim hafi verið tilkynnt um áformin. Þá þegar hafi verið búið að taka ákvörðunina. Sambandið segir í tilkynningu sinni að ráðherra hafi vitað af algjörri andstöðu sveitarfélaganna við þessa ráðstöfun.

Afstaða stjórnar sambandsins liggi skýrt fyrir en á síðasta stjórnarfundi bókaði stjórn eftirfarandi:

„Stjórn sambandsins ítrekar þá afstöðu sem sambandið hefur talað fyrir undanfarnar vikur um að sveitarfélögum sé hvorki heimilt né skylt að veita þeim erlendu ríkisborgurum fjárhagsaðstoð, sem vísað hefur verið úr þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn viðkomandi um alþjóðlega vernd, skv. útlendingalögum.“

Sambandið mun nú fara yfir stöðuna og skoða viðbrögð við þeirri stöðu sem upp er komin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár