Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vaðið yfir Drínu

Hvers vegna vildi Gavri­lo Princip myrða Franz Fer­d­inand erki­her­toga? — en það morð hleypti af stað hild­ar­leik fyrri heims­styrj­ald­ar fyr­ir 110 ár­um.

Vaðið yfir Drínu

Mánudagurinn 1. júní 1914 virtist á flestan hátt venjulegur á Isaković-hólma í ánni Drínu sem markaði landamæri konungsríkisins Serbíu í austri en héraðsins Bosníu og Hersegóvínu í vestri. Bosnía var þá hluti af keisaradæmi Habsborgara sem nefndist formlega Austurríki-Ungverjaland og eins og ég skýrði frá fyrir viku var þá mjög grunnt á því góða milli þess og nágrannaríkisins Serbíu. En þess sáust ekki merki í hólmanum fram eftir mánudeginum.

Áin er grunn á þessum slóðum og við hólmann er greiðfært vað svo þar var algengt að fólk færi yfir sem vildi komast leiðar sinnar milli ríkjanna án þess að þurfa að fara um hin opinberu landamæri. Það hafði meira að segja verið reist knæpa í hólmanum þangað sem bosnískir bændur komu gjarnan og drukku ódýrt brennivín.

Skotæfingar út um kráarglugga

Daginn áður hafði mjósleginn og dökkleitur ungur maður birst í hólmanum og gist á kránni. Hann lét lítið fyrir sér fara þangað til allt í einu síðdegis þennan mánudag að hann hóf skotæfingar út um gluggann á kránni. Hann virtist ekki vanur skammbyssunni sem hann skaut af en hitti þó mark sitt oftar en ekki.

Undir kvöld kom svo bóndi vestan frá Bosníu, alvanur leiðsögumaður við landamærin, til að fylgja honum yfir ána og áleiðis til Sarajevo, höfuðborgar héraðsins. Þegar þeir voru að leggja upp var farið að hvessa og alls konar blikur á lofti. Liðþjálfi í Serbíu sem stýrði málum á austurbakkanum, risavaxinn maður með brennivínsnef, vék sér að bóndanum áður en þeir ungi maðurinn lögðu upp og varaði hann við svo lítið bar á.

„Hann er með eitthvað meiri háttar á prjónunum þessi. Svo segðu engum af ferðum ykkar.“

Frá sveitaþorpi í Bosníu og Hersegóvínu

En ef liðþjálfinn Grbić hefði verið nógu tortrygginn til að stöðva unga manninn í stað þess að horfa á eftir honum inn í storminn og skógana í Bosníu að kvöldi 1. júní, þá hefði hann – í bili að minnsta kosti – komið í veg fyrir heila heimsstyrjöld.

Því ungi maðurinn var Gavrilo Princip og hann var á leiðinni að drepa Franz Ferdinand, erkihertoga og ríkisarfa Austurríkis-Ungverjalands.

Og með því morði hófst fyrri heimsstyrjöldin fyrir réttum 110 árum.

Princip var fæddur í sveitaþorpi í Bosníu þótt hann hafi svo flust til Serbíu og það var Serbía sem var honum efst í huga þegar hann afréð að drepa mann. Hans draumur og markmið var að heimahérað hans Bosnía og Hersegóvína yrði partur af Serbíu, enda var hann Serbi að þjóðerni.

Ekki allt sem sýndist í Serbíu

Stjórnarfar í Serbíu hafði færst mjög í frjálslyndisátt þegar Alexander konungi var steypt af stóli og hann myrtur ásamt konu sinni með grimmilegum hætti 1903. Pétur kóngur sem þá tók við skipti sér lítið af stjórnmálum og hið þingbundna lýðræði í landinu virtist orðið nokkuð þroskað þegar komið var fram á árið 1914. 

En þótt lýðræðið virtist með hýrri há var ekki allt sem sýndist í Serbíu. Bak við tjöldin hafði leynifélag háttsettra herforingja og þjóðernissinna mikil áhrif. Það hét Sameining eða dauði en var ævinlega kallað Svarta höndin eftir svo nefndu glæpafélagi á Ítalíu og hafði að markmiði að vinna að sameiningu allra Suður-Slava í eitt ríki – og lá milli línanna að þar myndu Serbar helst ráða ríki. Önnur mjög áhrifamikil samtök börðust og fyrir því sama og fyrir opnum tjöldum, Narodna Odbrana (Þjóðarvörnin).

Pyntaðir til að „verða“ Serbar

Serbar voru ekki ævinlega vandir að meðulum. Árið 1912 hafði héraðið Makedónía verið sameinað Serbíu eftir eitt af Balkanstríðunum og þótt heimamenn þar vildu telja sig sérstaka þjóð og njóta sinnar sérstöðu, þá tóku hinir nýju serbnesku herrar það ekki í mál. Undir harðneskjulegu valdi Narodna Odbrana voru Makedónar neyddir til að skrá sig Serba og þeir barðir og pyntaðir sem mölduðu í móinn.

Þrátt fyrir að vinnubrögð af því tagi spyrðust út dugði það ekki til að draga eldmóðinn úr Princip. Í félagi við nokkra kornunga skoðanabræður sína hélt hann áfram að skipuleggja tilræði við Franz Ferdinand sem átti að færa Bosníumenn líkt og aðra Slava saman í eitt ríki.

„Liðþjálfi í Serbíu, risavaxinn maður með brennivínsnef, vék sér að bóndanum áður en þeir ungi maðurinn lögðu upp og varaði hann við. „Hann er með eitthvað meiri háttar á prjónunum þessi. Svo segðu engum af ferðum ykkar.““

Hví var Franz Ferdinand dauðadæmdur?

En hvers vegna vildu samsærismenn drepa Franz Ferdinand? Í fyrsta lagi einfaldlega vegna þess að sem ríkisarfi var hann í augum þeirra tákn um kúgun hins framandi valds á frelsisunnandi Serbum. Banatilræðum við háttsetta embættismenn Habsborgararíkisins hafði farið mjög fjölgandi síðan ríkið innlimaði Bosníu og Hersegóvínu formlega árið 1908 en jafnvel fyrir þá tíð voru slík tilræði við valdhafa komin „í tísku“ víða um Evrópu. Litlir hópar byltingarmanna og/eða „einmana úlfar“ unnu sér til frægðar að bana mektarmönnum allt frá Rússakeisara 1881 til Ítalíukonungs 1900 og Bandaríkjaforseta 1901.

Í hugarheimi Serba voru slík tilræði einstaklinga við kúgara þjóðarinnar raunar í sérstökum hávegum höfð meðal ungra karlmanna. Þeim var frá bernsku kennt að virða og dá Miloš Obilić en hann var aðalsmaður á 14. öld sem sagður var hafa ráðist að og myrt Múrad Tyrkjasoldán rétt í þann mund að Tyrkir voru að ljúka við að murka lífið úr serbneskum hersveitum á blóðvellinum Kosovo 1389. Þetta gerði Obilić án þess að hirða neitt um sitt eigið öryggi enda var hann samstundis höggvinn í spað af lífvörðum soldáns.

Sú sæla að fórna lífi sínu í þágu málstaðar

Árið 1910 hafði ungur serbneskur stúdent frá Hersegóvínu, Bogdan Žerajić, gert tilraun til að myrða Marijan Varešanin, sem var að vísu Króati en bæði hershöfðingi í her Habsborgara og landstjóri þeirra í Bosníu og Hersegóvínu. Žerajić skaut fimm byssuskotum að Varešanin, hitti hann að vísu ekki en svipti sig þá lífi með sjötta skotinu. Þetta uppátæki Žerajić þótti mörgum Bosníu-Serbum fagurt, ekki síst Princip og félögum hans.

Sigfús Daðason talaði í ljóði um „sjálfsmorðssælu unglingsins“ og ekki er ólíklegt að slík hvöt hafi átt þátt í verknaði Princips og félaga hans. Þeir vildu fórna lífi sínu í þágu göfugs málstaðar, brenna upp í fögrum loga á himnum og hljóta fyrir eilífa ást og aðdáun þjóðar sinnar.

En fleira kom til þegar þeir félagar afréðu að freista þess að drepa Franz Ferdinand. Það skipti líka máli hvaða skoðanir og fyrirætlanir erkihertoginn hafði.

Afdrifaríkt sjálfsmorð

Franz Josef, keisari Austurríkis-Ungverjalands, var orðinn gamall maður. 1914 var hann 84 ára og hafði setið á keisarastóli í 66 ár. Einkasonur hans, krónprins og ríkisarfi, Rúdolf að nafni, hafði svipt sig lífi 31 árs að aldri 1889 og hafði ástkona hans fylgt honum í dauðann að því er virðist. Rúdolf var þá illa haldinn af sýfilis og fleiri sjúkdómum.

Í stað Rúdolfs var Franz Ferdinand útnefndur ríkisarfi en hann var sonur yngri bróður Franz Josefs. Árið 1914 var hann fimmtugur og ljóst að hann yrði fyrr en síðar keisari. Flestum ber saman um að ríkisarfinn hafi verið óttalegur tréhestur, að ég segi ekki stífur og leiðinlegur. Hann var hins vegar óvitlaus og áttaði sig á því betur en flestir aðrir í æðstu stigum samfélagsins í Vínarborg að eina leiðin til að feyskið ríki Habsborgara fengi lifað eitthvað að ráði fram á 20. öldina væri að auka þar stórlega lýðræði og valddreifingu.

Ríkisarfinn vildi bæta hlut Slava

Einkum taldi Franz Ferdinand brýnt að bæta og auka hlut hinna slavnesku þjóða að stjórn og kjötkötlum ríkisins en fram að því höfðu Austurríkismenn og Ungverjar setið þar svotil einir. Hann hugðist strax og hann tæki við sem keisari gera slavnesku þjóðirnar að hinni þriðju stoð ríkisins í von um að þær létu sér það duga og hættu að krefjast sjálfstæðis eins og þær voru farnar að gera í vaxandi mæli.

Ríkisarfinn fór ekkert í felur með þessar fyrirætlanir sínar og eftir að hann var myrtur sagði morðinginn Princip að þetta hefði verið ein af ástæðunum fyrir því að hann og félagar hans einsettu sér að myrða Franz Ferdinand – þeir óttuðust sem sé að ef Franz Ferdinand ynnist tími til að koma þessum áætlunum sínum í framkvæmd og Slóvenar, Króatar og Bosníumenn fengju aukin réttindi og völd í endurskipulögðu stórveldi Habsborgara, þá myndi draga úr áhuga þeirra á að sameinast Serbum í Suðurslavíu eða Júgóslavíu.

Rússakeisari myrtur til að koma í veg fyrir umbætur

Sjónarmið á borð við þetta er hreint ekki óalgengt meðal hryðjuverkamanna af öllu tagi – að æskilegt sé að ryðja úr vegi einstaklingum sem þó virðast stefna í „rétta átt“ því ef þeir fái tækifæri til að lina óánægju fólks, þá dragi úr þrá almennings eftir allsherjar byltingu og umróti.

Alexander 2. Rússakeisari var til dæmis myrtur beinlínis af því hann hafði í undirbúningi umtalsverðar breytingar í frjálsræðisátt í Rússlandi sem hryðjuverkasamtökin Narodnaja Volja (Þjóðarviljinn) óttuðust að myndu sætta of marga Rússa við áframhaldandi keisarastjórn. Fyrirsjáanlegar afleiðingar morðsins voru enn harðari kúgun og ósveigjanlegra stjórnarfar.

Eitthvað þvíumlíkt sá Princip eflaust fyrir ef honum tækist að komast heilu og höldnu frá Isaković-hólma og til Sarajevo að myrða Franz Ferdinand. En hugsaði hann til þess að hann myndi hleypa af stað heimsstyrjöld?

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár