Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar sem hvarf ofan í sprungu í Grindavík, segir það hafa komið sér á óvart að stjórnvöld hafi fellt úr lögum um almannavarnir ákvæði um sjálfstæða rannsóknarnefnd.
Slík nefnd hefði getað tekið mál bróður hans til skoðunar og hugsanlega getað gefið fjölskyldu og aðstandendum hans skýrari svör um hvað leiddi til þessa hörmulega slyss sem átti sér stað fyrir fimm vikum síðan.
Í viðtali í nýjasta þætti Pressu segist Elías, eða Elli eins og hann er gjarnan kallaður, skilja hvers vegna lögunum var breytt. Hann bendir á að „almannavarnir hafa mjög ríkar heimildir sem hafa gríðarleg áhrif á líf fólks. Það má líkja því jafnvel við það að þau geti sett einhvers konar herlög.“
Að hans mati „dugar einfaldlega ekki að sá sem ræður rannsaki sig sjálfur.“ Hann segir að það verði að vera hægt að tala opinskátt um …
Athugasemdir