Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“

Lista­há­skóli Ís­lands var fljót­ur að sam­þykkja til­boð há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra um óskert fjár­fram­lög gegn af­námi skóla­gjalda. Sama dag og ráð­herra kynnti breyt­ing­arn­ar á há­skóla­kerf­inu sendi Krist­ín Ey­steins­dótt­ir, rektor Lista­há­skól­ans, út tölvu­póst þar sem nem­end­um og starfs­fólki var til­kynnt um að skóla­gjöld verði felld nið­ur frá og með næsta hausti.

„Fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans“
Kristín Eysteinsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, segir að mikil fagnaðarlæti hafi brotist út meðal nemenda og starfsfólks skólans þegar tilkynnt var um afnám skólagjalda Mynd: Golli

Mikill fögnuður braust út meðal nemenda og starfsfólks Listaháskóla Íslands þegar þeir fengu að vita að stjórnendur skólans hafi ákveðið að fella niður skólagjöld frá og með næsta hausti. Rektor Listaháskóla Íslands, Kristín Eysteinsdóttir, segir í samtali við Heimildina að það hafi verið mjög ánægjulegt að geta fært nemendum og kennurum þessar fréttir.

Skólinn greindi frá ákvörðun sinni um afnám skólagjalda skömmu eftir að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tilkynnti að skólastjórnendum einkarekinna háskóla stæði til boða að fá óskert fjárframlög frá ríkinu gegn því að þeir afnemi skólagjöldin.

„Ég var þarna í Þverholtinu þar sem skrifstofan mín er og ég bara heyrði fagnaðaróp um alla ganga og öllum rýmum skólans,“ segir Kristín um viðbrögð nemenda og starfsfólk skólans við tölvupóstinum sem hún sendi út síðastliðinn þriðjudag. 

Mikil sóknarfæri fyrir háskólann

Hún segir stjórnendur skólans hafa verið í virku samtali við stjórnvöld í aðdraganda tilkynningar ráðherra og að skólinn hafi verið vel undirbúinn að taka afdráttarlausa afstöðu gagnvart úrræðinu um leið og það lá fyrir. „Við vorum búin að ræða þetta við stjórn skólans og reikna þetta allt saman út hvort við gætum þegið þetta úrræði.“

Kristín segir að ákvörðun skólans um að þiggja tilboð stjórnvalda muni ekki hafa mikil áhrif á reksturinn. Í stað þess að fá 75 prósent fjármögnun fær skólinn nú 100 prósent fjármögnun gegn niðurfellingu skólagjalda. Kristín tekur þó fram að skólanum sé hins vegar enn þá heimilt að rukka skráningargjald eins og opinberu háskólarnir gera.  

„Þannig að rekstur skólans breytist ekki að því leyti en auðvitað erum við þá kannski ekki lengur að stóla á skólagjöldin sem sjálfsaflafé. Við munum þá kannski leita að sértekjum í öðrum tækifærum. Það eru mikil sóknarfæri þar eins og til dæmis varðandi Opna listaháskólann og svona hlutir sem við erum að skoða í okkar stefnumótun þessa dagana.“ 

Reiðubúinn til þess að taka við fleiri umsóknum 

Kristín segist vænta þess að umsóknum muni fjölga talsvert í kjölfar breytinganna. Sömuleiðis telur hún að breytingin „muni skila sér í fjölbreyttari umsóknum og þar af leiðandi fjölbreyttari nemendahópi og fjölbreyttara menningar- og listalífi á endanum“. En það hefur verið eitt af meginmarkmiðum skólans frá upphafi að auka aðgengi að háskólanámi í listum. „Það er mikið jafnréttismál.“ 

„Kristín segist vænta þess að umsóknum muni fjölga talsvert í kjölfar breytinganna“

Spurð hvort inntökuferli skólans muni taka breytingum í ljósi þess að aðsókn muni aukast segir Kristín ekki vera þörf á því. Inntökuferlið verði með sama móti og skólinn sé vel í stakk búinn til þess að taka á móti miklum fjölda umsókna sem honum berst á hverju ári.  „Við erum með mjög þróuð umsóknarferli þar sem eru fagaðilar í hverri deild sem fara yfir umsækjendur, umsóknir og stýra umsóknarferlunum,“ segir Kristín. 

Listaháskólinn á krossgötum

Listaháskólinn stendur á miklum tímamótum. Ásamt niðurfellingu skólagjalda stendur til að færa starfsemi skólans undir eitt þak í Tollhúsið sem stendur milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Í nóvember í fyrra tilkynnti skólinn um að dómnefnd í hönnunarsamkeppni um það hvernig skuli sníða húsnæðið að þörfum skólans hafi tekið til starfa.

Spurð hvar verkefnið standi um þessar mundir segir Kristín að verið sé að leggja lokahönd á matslíkan dómnefndar fyrir samkeppnina. Gert sé ráð fyrir því að opnað verði fyrir samkeppnina í þessum mánuði eða næsta. „Samkeppnin sjálf, það ferli, mun taka 10 til 12 mánuði þangað til vinningstillaga liggur fyrir og þá er auðvitað bara farið af stað,“ segir Kristín.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár