Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á 61 milljarð króna

Rík­is­stjórn­in hef­ur kom­ið sér sam­an um frum­varp sem kveð­ur á um að rík­is­sjóð­ur muni bjóð­ast til þess að kaupa íbúð­ar­hús­næði Grind­vík­inga og taka yf­ir íbúð­ar­lán sem á þeim hvíla. Til­kynnt var á vef stjórn­ar­ráðs­ins að frum­varp­ið hafi ver­ið sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar fundi í dag og birt í sam­ráðs­gátt. Kostn­að­ur að­gerð­ar­inn­ar er met­inn á 61 millj­arð króna. Sér­stakt fé­lag verð­ur stofn­að til að ann­ast fram­kvæmd­ina.

Ríkið kaupir íbúðarhúsnæði Grindvíkinga á 61 milljarð króna
Ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að ríkissjóður muni bjóðast kaupa íbúðahúsnæði Grindvíkinga og taka yfir áhvílandi lán Mynd: Golli

Ríkissjóður mun bjóðast til þess að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga í Grindavík. Í lagafrumvarpi sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi fyrr í dag er gert ráð fyrir að kostnaðurinn við uppkaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga muni kosta ríkissjóð um 61 milljarð króna. Þá segir á vef Stjórnarráðsins að stefnt sé að því að festa frumvarpið í lög á Alþingi í næstu viku.

Gert er ráð fyrir því að fasteignirnar verði keyptar á verði sem nemur 95 prósent af brunabótamati að frádregnum veðskuldum. Sem er í takt við bótagreiðslur sem Náttúruhamfaratryggingar Íslands greiða þegar hús er metin ónýt af völdum hamfara.

Frumvarpið var unnið í samstarfi við alla þingflokka og kynnt fyrir bæjarstjórn Grindavíkur. Aðgerðin er stór liður í langtíma aðgerðáætlun stjórnvalda sem miða að því að eyða þeirri óvissu sem Grindvíkingar hafa búið við frá því í nóvember í fyrra, þegar rýma þurfti bæinn vegna jarðhræringa.

Í gær greindi fjármála- og efnahagsráðuneytið frá því að tekist hafi að semja við tólf lífeyrissjóði um að ríkissjóður muni taka að sér að greiða vexti og verðbætur sem leggjast á lífeyrissjóðslán Grindvíkinga fram til maí mánaðar.

Fasteignafélagið Þórkatla stofnað

Í tilkynningu stjórnarráðsins kemur fram að til stendur að stofna og fjármagna félag sem mun hafa umsjón með kaupum á umræddum fasteignum og rekstri þeirra fyrir hönd ríkissjóðs. Mun nýja fyrirtækið heita Fasteignafélagið Þórkatla.

Þá segir í tilkynningunni að gert sé ráð fyrir að „félagið eigi tilkall til mögulegra bóta úr Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) og beri mögulegan kostnað við niðurrif komi til þess."

Lagt er til að fyrirtækið verði fjármagnað með tvenns konar hætti. Annars vegar með fjármagni frá lánveitendum og hins vegar með greiðslum úr ríkissjóð.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Það er eins gott að lánin verði ekki yfirtekin á nafnvirði, heldur samkvæmt raunhæfu verðmati, þar sem veðin á bak við þau eru ónýt eða stórskemmd. Annars væri um um að ræða ívilnun til lánveitenda sem eiga engan rétt á að fá óinnheimtanleg lán greidd að fullu. Þetta væri hægt að útfæra með því að færa skuldbindingarnar í félag án ríkisábyrgðar og setja það svo í slitameðferð (gjaldþrotaskipti) líkt og hefur verið fyrirhugað að gera við ÍL-sjóð.

    Samskonar lausn hefði gjarnan mátt bjóða upp á eftir bankahrunið 2008. Nema þá voru íbúðirnar og húsin ekki ónýt og hefði því verið hægt að bjóða þeim sem bjuggu í þeim að leigja húsnæðið á meðan þau voru að koma aftur undir sig fótunum, í stað þess að missa heimilin sín.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
4
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár