Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjáið stofnæðina fuðra upp í hrauninu

Mynd­band sem ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar tók í dag sýn­ir glöggt eyði­legg­ing­ar­mátt hraun­flæð­is­ins þeg­ar það fór yf­ir heita vatns­lögn HS-Veitna. Ekk­ert heitt vatn er þvi á Reykja­nes­inu. Al­manna­varn­ir lýstu fyr­ir skömmu yf­ir neyð­ar­ástandi og biðla til íbúa að tak­marka notk­un sína á því litla magni af heitu vatni sem eft­ir er í miðl­un­ar­tönk­um

Drónamyndband sem ljósmyndari Heimildarinnar náði í dag sýnir vel augnablikið hraunið flæddi yfir heitavatnslögnina sem sér Reykjanesbæ, Grindavík, Vogum og Suðurnesjabæ fyrir heitu vatni. Í myndbandinu má sjá mannvirkið standa í ljósum logum í örum hraunstrauminum.  

Heitavatnslaust er á Reykjanesinu og örfáir klukkutímar í að varabirgðir í miðlunartönkum HS Veitna klárist. Í samtali Heimildarinnar sagði Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs HS Orku, að unnið sé hörðum höndum að nýrri hjáveitulögn í stað þeirrar sem skemmdist og fór undir hraun í hádeginu í dag. 

Vonast er til þess að þeirri vinnu verði lokið á morgun en þá munu Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Vogar hafa verið heitavatnslaus í um hálfan sólarhring. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vinna að því að verja eignir bæjarins og umræða er hafin um það hvort mögulega þurfi að flytja fólk af hjúkrunarheimilum burt úr bænum.

Eldgos hófst við Sundhnúkagígaröðina laust eftir klukkan 6 í morgun, á svipuðum stað og gaus 18. desember síðastliðinn. Fyrst töldu sérfræðingar að staðsetningin væri heppileg og að hraunrennslið ógnaði ekki innviðum. „Þetta er endurtekning á gosinu í desember,“ sagði Þorvaldur Þórðarson í viðtali við fréttastofu RÚV. Eftir því sem leið á daginn kom þó í ljós að um alvarlegri stöðu væri að ræða en á horfðist í fyrstu.

Hraunrennsli var talsvert í vestur. Var því viðbúið að ef til vill færi að reyna á varnargarðana í Svartsengi eða að það næði jafnvel að Grindavíkurvegi. Það varð úr og gott betur. Hraunið flæddi yfir Grindavíkurveg og í átt að Bláa lóninu, þar sem á leið þess varð aðalstofnæð hitaveitu HS-veitna.

HraunbreiðanKortið sýnir hvert hraunið rann í dag. Sjá má að það fór talsvert lengra vestur en í gosinu 18. desember.
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár