Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Reykjanesbær lokar sundlaugum og biðlar til íbúa að draga úr rafmagnsnotkun

Erf­ið staða er kom­in upp í ýms­um bæj­um og byggð­ar­lög­um á Reykja­nes­inu eft­ir að heita­vatns­lögn HS Veitna rofn­aði eft­ir að hraun flæddi yf­ir leiðsl­una. Svið­stjóri um­hverf­is- og fram­kvæmda­sviðs Reykja­nes­bæj­ar seg­ir að bú­ið sé að loka sund­laug­um og skrúfa fyr­ir alla óþarfa heita­vatns­notk­un. Þá sé byrj­að að ræða hugs­an­lega flutn­inga á fólki frá hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Reykjanesbær lokar sundlaugum og biðlar til íbúa að draga úr rafmagnsnotkun
Stofnlögn HS-Veitna rofnaði fyrir skömmu þegar hraun flæddi yfir leiðsluna Mynd: Golli

Neyðarástand blasir við íbúum Reykjanesinu eftir hraun flæddi yfir stofnlögn HS Veitna. En lögnin sér Reykjanesbæ, Grindavík, Suðurnesjabæ og Vogum fyrir heitu vatni. 

Heimildin hafði samband við Guðlaug Helga Sigurjónsson, sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Reykjanesbæjar, sem situr um þessa mundir í aðgerðastjórn almannavarna í Reykjanesbæ. En bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, er um þessar mundir staddur erlendis. 

Guðlaugur segir að eignarvernd sé helst forgangsatriðið í viðbragðsáætlun bæjaryfirvalda.

„Nú erum við fyrst og fremst að hugsa um eignarvernd og halda hita í húsnæði eins og hægt er. Það var ákveðið að skólahald ætti að vera óbreytt allavega þennan dag í dag. En það er hægt segja það að það verður ekki skólahald á morgun. Við höfum lokað sundlaugum, öllum óþarfa hita sem við erum að nota, svo sem gervigrasvelli og fleiri stöðum,“ segir Guðlaugur.

Þá segir Guðlaugur að gert sé ráð fyrir að heitavatnlaust verði í bænum þegar vatnsaflsbirgðir í miðlunartönkum klárast, en gert er ráð fyrir að þeir endist í sex til 12 klukkustundir.

Guðlaugur telur ólíklegt að rafmagn fari af bænum. „Það verður kannski mögulega skert rafmagn. Og við beinum til fólks að vera ekki nota mikið umfram rafmagn í heimahúsum með rafmagnshiturum, kerfið mun ekki hafa það.“

Spurður hvort til standi að flytja íbúa úr bænum vegna skorts á heitu vatni segir Guðlaugur að enn sem komið er standi ekki til að flytja almenna íbúa úr bænum.  Hins vegar sé farið að ræða þann möguleika að flytja fólk sem dvelur á hjúkrunarheimilum og aðra sem þurfa aðstoð við flutning úr bænum. „Við erum aðeins farin að skoða það.“ 

Vatnaveröld skellir í lás og skrúfar fyrir heita vatnið

„Það verða bara allir að vera rólegir,“ segir Hafdís Alma Karlsdóttir, forstöðukona í Vatnaveröld í Reykjanesbæ í samtali við Heimildina. Dagurinn í Vatnaveröld hófst eins og hver annar fimmtudagur þrátt fyrir fregnir af eldgosi í morgunsárið. Dagurinn tók hins vegar óvænta stefnu þegar heitavatnslögnin sem liggur frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ fór undir hraun.

„Við fengum hringingu frá hitaveitunni rétt um hálf ellefu í morgun þar sem við vorum beðin um að minnka heitavatnsnotkun. Það var farið strax í það og við hættum að hleypa ofan í stuttu eftir það. Það var engin breyting fyrr en við fengum þetta símtal,“ segir Hafdís Alma.

„Við erum bara að þrífa, það er ekkert mikið um þetta að segja, við tökum þessu bara rólega og vinnum eftir þeim upplýsingum sem við höfum hverju sinni,“ segir Hafdís Alma. „Það er bara lokað.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
2
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
9
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár