Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkið greiðir niður vexti og verðbætur á lánum lífeyrissjóðanna

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hef­ur und­ir­rit­að sam­komu­lag við tólf líf­eyr­is­sjóði um hús­næð­is­lán sjóð­anna til ein­stak­linga í Grinda­vík. Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu mun rík­is­sjóð­ur greiða vexti og verð­bæt­ur sem leggj­ast á líf­eyr­is­sjóðslán Grind­vík­inga frá des­em­ber 2023 til maí 2024.

Ríkið greiðir niður vexti og verðbætur á lánum lífeyrissjóðanna
Margir Grindvíkingar voru ósáttir við ósveigjanlegt viðmót lífeyrissjóðanna sem töldu sig ekki lagalega heimilt að veita lántakendum greiðsluskjól í kjölfar jarðhræringanna. Nú hefur ríkisstjórnin höggvið á hnútinn og mun ríkissjóður greiða niður vexti og verðbætur á lánum Grindvíkinga Mynd: Golli

Tilkynnt var í dag á vef Stjórnarráðsins að samkomulag hafi náðst á milli Fjármála- og efnahagsráðherra og lífeyrissjóða vegna húsnæðislána sjóðanna til einstaklinga í Grindavík. Samkvæmt samningnum mun ríkissjóður greiða niður áfallna vexti og verðbætur af fasteignalánum yfir sex mánaða tímabil, frá gjalddaga í desember 2023 til maí 2024. 

Áætlað er að stuðningurinn taki til um 150 til 200 sjóðafélagalána og mun heildarupphæðin að öllu líkindum vera í kringum 120 til 150 milljónir króna.  

Þá segir í tilkynningunni að markmiðið sé að sjá til þess að lántaki verði „jafn vel settur líkt og greiddar hafi verið áfallnar verðbætur og vextir af láni hans yfir tímabil samkomulagsins.“ Tekið er fram að stuðningurinn muni ekki ná til afborgana af höfuðstól sjóðsfélagalána og stuðningurinn mun að hámarki nema 50 milljónum króna yfir samningstímabilið.

Lífeyrissjóðirnir ófærir um að veita Grindvíkingum greiðsluskjól

Skömmu eftir að rýma þurfti Grindavíkurbæ vegna jarðhræringanna sóttu margir íbúar eftir greiðsluskjóli frá lánveitendum sínum. Ólíkt helstu viðskiptabönkunum hér landi töldu lífeyrissjóðirnir sig ófæra um að fella niður vexti og verðbætur á lánum sínum til Grindvíkinga. 

Til að mynda bar Gildi lífeyrissjóður fyrir sig að sjóðnum væri ekki lagalega heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Bent var á að samkvæmt lögum væri lífeyrissjóðum óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri.

Viðbrögð lífeyrissjóðanna vöktu mikla athygli og umtal í fyrra og gagnrýndu margir ósveigjanleika sjóðanna gagnvart íbúum Grindavíkur sem eiga nú um sárt að binda. Haldin voru mörg mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar lífeyrissjóðanna þar sem Grindavíkurbúar og forystufólk margra verkalýðsfélaga mættu.

Nú virðist sem ríkið hafi tekist að höggva á þennan hnút en fram kemur í tilkynningunni að samkomulagið sé gert með fyrirvara um heimild í fjárlögum. Þá eru lántakendur hvattir til þess að leita til lífeyrissjóðanna um úrræði samkomulagsins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár