Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Gildi segir nei – Grindvíkingar fá ekki almenna niðurfellingu á vöxtum og verðbótum

Álits­gerð sem unn­in var fyr­ir Gildi líf­eyr­is­sjóð seg­ir að sjóðn­um sé óheim­ilt sam­kvæmt lög­um að af­skrifa vexti og verð­bæt­ur lán­tak­enda með al­menn­um hætti.

Gildi segir nei – Grindvíkingar fá ekki almenna niðurfellingu á vöxtum og verðbótum
Mótmæli Forystumenn stéttarfélaga í Grindavík hafa, ásamt formanni VR, staðið fyrir mótmælum við skrifstofur lífeyrissjóðsins Gildi að undanförnu. Þar hafa mótmælendur krafist þess að vextir og verðbætur á lánum Grindvíkinga verði felld niður. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, sést hér með mótmælendum á síðustu mótmælum, sem fram fóru á mánudag. Mynd: Golli

Gildi lífeyrissjóður mun ekki fella niður vexti og verðbætur á lánum sem Grindvíkingar eru með hjá sjóðnum með almennum hætti. Niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi, var afdráttarlaust sú að lífeyrissjóðum væri ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Í tilkynningu sem birt var á vef hans í morgun segir að sjóðnum sé hins vegar „heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi er bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri.“

Þar segir enn fremur að Gildi muni meta stöðu einstakra lántakenda sjóðsins frá Grindavík og skoða sérstaklega hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem höllum fæti standa út frá greiðslugetu og veðstöðu. „Staðan á svæðinu er enn um margt óljós og erfitt er að meta hvenær til slíkra aðgerða kemur. Þetta er niðurstaða stjórnar Gildis sem byggir meðal annars á álitsgerð LEX þar sem fjallað var um heimildir lífeyrissjóða til almennra niðurfellinga vegna náttúruhamfaranna í Grindavík. Minnt er á að sjóðurinn hefur þegar veitt lántakendum sex mánaða greiðsluskjól. Í því felst að gjalddögum er einfaldlega frestað þannig að lánið lengist um allt að sex mánuði. Frestunin hefur þar með nánast engin áhrif á mánaðarlegar greiðslur eftir að frystingu lýkur.“

Forsvarsmenn stéttarfélaga úr Grindavík hafa, ásamt formanni VR, staðið fyrir reglulegum mótmælum við skrifstofur Gildis undanfarið til að þrýsta á að sjóðurinn gefi eftir vexti og verðbætur sem safnast á íbúðalán Grindvíkinga, líkt og viðskiptabankarnir þrír: Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hafa þegar ákveðið að gera. 

Síðustu mótmæli fóru fram á mánudag. Þar sagði ávarpaði Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, mótmælendur og sagði að þetta væru „ekki stórar fjárhæðir fyrir sjóðinn“ og að hann væri að leita allra leiða til að hjá Grindvíkingum með sama hætti og bankarnir hefðu gert. 

Einar Hannes Harðar­son, for­maður Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur, sagði við Heimildina af þessu tilefni að þetta væri í fyrsta sinn sem honum þætti Gildi sýna auðmýkt í málinu. „Þeir sjá það að við ætlum ekki að gefast upp. Við stöndum saman sem samfélag og munum ekki hætta fyrr en við fáum þessi mál á hreint.“

Einar sagði kröfuna skýra: hann vilji sjá það að lífeyrissjóðirnir geri nákvæmlega sama og bankarnir, felli niður vexti og verðbætur. Ef lífeyrissjóðirnir megi ekki bregðast við þegar náttúruhamfarir dynji yfir þá eigi þeir ekkert erindi á lánamarkað. Einar er sjálfur ekki með lán hjá Gildi en segir marga félagsmenn sína vera í þeirri stöðu. „Það er fullt af fólki sem á um mjög sárt að binda. Húsið þeirra er ónýtt og það á enn að borga af því, það fær ekki vexti og verðbætur niðurfelld. Ef þessi hús verða dæmd ónýt, og þú ert með lán hjá Gildi, þá er það að rýra eignarhlutinn um kannski einhverjar milljónir og greiðslur frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands munu rýrna í kjölfarið. Þetta er galið.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Eitt dæmið um hvernig frjálshyggjan hefur leikið launafólk frá 1. janúar 1970.

    Lífeyrissjóðagjöldin er flöt og versta tegund af sköttum fyrir launafólk

    Mér finnst það í raun, að enn einu sinni hafa komið í ljós að svo nefndir lífeyrissjóðir af Bandarískri fyrirmynd eru óhæfir eftirlaunasjóðir fyrir almenning.

    Þetta hef ég reyndar alltaf sagt frá árinu 1969. þetta sjóðasukk var í algjörri andstöðu við stefnu ASÍ á þessum tíma er alltaf hefur gengið út á að mismuna eldra fólki.

    Það var aldrei einhugur um þessi sjóðamál innan ASÍ þótt saga sú sem sjóðirnir sjálfir hafa látið skrifa um stofnun sjóðanna. Það var enn rifist um tilvist þeirra á formanna-fundi ASÍ 1975.
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Breyta lögum!
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
10
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár