„Getur ekki gengið“ að vextir og verðbætur hlaðist á Grindvíkinga

Stór hluti vinn­andi fólks í Grinda­vík, um 1.300 manns, eru fé­lag­ar í Verka­lýðs­fé­lagi Grinda­vík­ur. Hörð­ur Guð­brands­son, formað­ur fé­lags­ins, hef­ur frá því að bæj­ar­líf­ið um­turn­að­ist á svip­stundu ver­ið nær stans­laust í vinn­unni, að huga að hag sinna fé­lags­manna.

„Getur ekki gengið“ að vextir og verðbætur hlaðist á Grindvíkinga
Grindavík Hörður Guðbrandsson verkalýðsforingi í Grindavík. Mynd: Víkurfréttir

Heimildin ræddi við Hörð, sem ásamt öðru starfsfólki verkalýðsfélagsins er kominn með vinnuaðstöðu á skrifstofum VR í Kringlunni. Hann segir að verkefnið núna í fyrsta kastinu sé að tryggja afkomu starfsfólks í Grindavík og til að byrja með sé horft til þriggja mánaða.

Fulltrúar félagsins funduðu með ráðherrum í ríkisstjórninni á mánudag um stöðu Grindvíkinga og síðan hefur Hörður fengið þau boð að það sé frumvarp á leiðinni sem eigi að tryggja Grindvíkingum afkomu, með einhverri „sóttkvíarleið, COVID-leið“. Hann lýsir fundi sínum með forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra á mánudag sem góðum. „Þau lofuðu að reyna að vera jákvæð og vinna hratt.“

Hörður og félagar hafa einnig verið að skoða lánamál Grindvíkinga, en lánastofnanir hafa boðið Grindvíkingum upp á frystingu eða greiðsluhlé. „Þessi leið hugnast okkur alls ekki og er ekki að grípa fólkið. Vextirnir hlaðast ofan á höfuðstólinn og greiðslubyrðin hækkar. Það getur ekki gengið,“ segir Hörður, sem segir félagið hafa beðið um fund með bankastjóra Landsbankans og heyrt í ýmsum í bankakerfinu.

„Þú hlýtur að vera með einhverja samfélagslega ábyrgð, þó að þú sért fjármálafyrirtæki“
Hörður Guðbrandsson
formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur

Telurðu líklegt að bankarnir séu tilbúnir að taka á sig vexti Grindvíkinga?

„Ég vil ekkert segja um það fyrr en við erum búin að hitta þá. En þessi leið sem þeir eru að bjóða upp á á alls ekki að ganga, hún er alveg ófær. Þetta gengur ekki svona. Það er óvissa og á fólk að vera að borga af lánunum sínum og eyða eigið fé í að hækka höfuðstólinn á sama tíma og það er að finna sér leiguhúsnæði og kaupa inn húsgögn og föt og annað? Það er bara galið. Þú hlýtur að vera með einhverja samfélagslega ábyrgð, þó að þú sért fjármálafyrirtæki,“ segir Hörður.

Hefurðu rætt þetta eitthvað við stjórnmálamennina?

„Nei, við vorum ekki alveg komin þangað. Við ætlum að sjá hvernig þetta gengur en ef við fáum neikvæð svör þá hljótum við að fara þá leið, að reyna við pólitíkina.“

Hefur ekkert farið heim

Hörður sjálfur þurfti að skilja heimili sitt eftir við rýmingu bæjarins og hefur ekki snúið til baka að vitja eigna sinna. „Sonur minn skaust þarna inn til að tékka hvernig þetta liti út. Ég er bara búinn að vera í vinnunni að græja og gera þessi mál gagnvart mínum félagsmönnum. Húsið er óskemmt en innbúið er mikið brotið,“ segir hann um stöðuna á heimili sínu.

Líðan sína segir hann breytilega innan dags, eins og væntanlega eigi við um marga Grindvíkinga. Óvissan sé slæm.

Hann vill koma því á framfæri að Grindvíkingar séu gríðarlega þakklátir fyrir jákvæðar kveðjur og boð um aðstoð. „Það er ótrúleg samheldni sem við finnum fyrir í samfélaginu. Það skiptir máli,“ segir Hörður.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Anna Bjarnadóttir skrifaði
  Þennan sama hátt höfðu bankarnir á í hruninu, m.a. þannig náðu þeir til sín fasteignum af 15.000 heimilum lágtekjufólks, þar á meðal einstæðum mæðrum og öryrkjum. Hópurinn er stærri því enn fleiri misstu að mestu eignamyndun í fasteigninni og urðu þar með eignalausir þrælar verðtryggðra lána og afraksturinn af striti starfsævis þeirra fór til hins móderniska bankakerfis. Margir misstu heilsu sína og enduðu á örorku, eða jafnvel líf. Margir hafa aldrei borið þess bætur. Það tjón hefur aldrei verið bætt. Það þarf að bæta. Fyrr verður ekki sátt í samfélaginu.
  1
 • GEJ
  Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
  Ríkið verður að grípa inn í þetta ferli hjá bönkunum og lífeyrissjóðunum, fordæmið er til sérstaklega eftir Vestmannaeyjagosið, dustið rykið af þvi hvernig það var gert þar, covit er ekkert í samanburði við það sem er nú að gerast í Grindavík, Alþingi og Ríkistjórn verða að gera þarna bragabætur, það er slæmt að búið sé að taka úr sjóðum sem eiga að fara í óvænt nátturhamafarir en er svo notað í eitthvað allt annað, það er barasta vítavert.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár