Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Getur ekki gengið“ að vextir og verðbætur hlaðist á Grindvíkinga

Stór hluti vinn­andi fólks í Grinda­vík, um 1.300 manns, eru fé­lag­ar í Verka­lýðs­fé­lagi Grinda­vík­ur. Hörð­ur Guð­brands­son, formað­ur fé­lags­ins, hef­ur frá því að bæj­ar­líf­ið um­turn­að­ist á svip­stundu ver­ið nær stans­laust í vinn­unni, að huga að hag sinna fé­lags­manna.

„Getur ekki gengið“ að vextir og verðbætur hlaðist á Grindvíkinga
Grindavík Hörður Guðbrandsson verkalýðsforingi í Grindavík. Mynd: Víkurfréttir

Heimildin ræddi við Hörð, sem ásamt öðru starfsfólki verkalýðsfélagsins er kominn með vinnuaðstöðu á skrifstofum VR í Kringlunni. Hann segir að verkefnið núna í fyrsta kastinu sé að tryggja afkomu starfsfólks í Grindavík og til að byrja með sé horft til þriggja mánaða.

Fulltrúar félagsins funduðu með ráðherrum í ríkisstjórninni á mánudag um stöðu Grindvíkinga og síðan hefur Hörður fengið þau boð að það sé frumvarp á leiðinni sem eigi að tryggja Grindvíkingum afkomu, með einhverri „sóttkvíarleið, COVID-leið“. Hann lýsir fundi sínum með forsætisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra á mánudag sem góðum. „Þau lofuðu að reyna að vera jákvæð og vinna hratt.“

Hörður og félagar hafa einnig verið að skoða lánamál Grindvíkinga, en lánastofnanir hafa boðið Grindvíkingum upp á frystingu eða greiðsluhlé. „Þessi leið hugnast okkur alls ekki og er ekki að grípa fólkið. Vextirnir hlaðast ofan á höfuðstólinn og greiðslubyrðin hækkar. Það getur ekki gengið,“ segir Hörður, sem segir félagið hafa beðið um fund með bankastjóra Landsbankans og heyrt í ýmsum í bankakerfinu.

„Þú hlýtur að vera með einhverja samfélagslega ábyrgð, þó að þú sért fjármálafyrirtæki“
Hörður Guðbrandsson
formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur

Telurðu líklegt að bankarnir séu tilbúnir að taka á sig vexti Grindvíkinga?

„Ég vil ekkert segja um það fyrr en við erum búin að hitta þá. En þessi leið sem þeir eru að bjóða upp á á alls ekki að ganga, hún er alveg ófær. Þetta gengur ekki svona. Það er óvissa og á fólk að vera að borga af lánunum sínum og eyða eigið fé í að hækka höfuðstólinn á sama tíma og það er að finna sér leiguhúsnæði og kaupa inn húsgögn og föt og annað? Það er bara galið. Þú hlýtur að vera með einhverja samfélagslega ábyrgð, þó að þú sért fjármálafyrirtæki,“ segir Hörður.

Hefurðu rætt þetta eitthvað við stjórnmálamennina?

„Nei, við vorum ekki alveg komin þangað. Við ætlum að sjá hvernig þetta gengur en ef við fáum neikvæð svör þá hljótum við að fara þá leið, að reyna við pólitíkina.“

Hefur ekkert farið heim

Hörður sjálfur þurfti að skilja heimili sitt eftir við rýmingu bæjarins og hefur ekki snúið til baka að vitja eigna sinna. „Sonur minn skaust þarna inn til að tékka hvernig þetta liti út. Ég er bara búinn að vera í vinnunni að græja og gera þessi mál gagnvart mínum félagsmönnum. Húsið er óskemmt en innbúið er mikið brotið,“ segir hann um stöðuna á heimili sínu.

Líðan sína segir hann breytilega innan dags, eins og væntanlega eigi við um marga Grindvíkinga. Óvissan sé slæm.

Hann vill koma því á framfæri að Grindvíkingar séu gríðarlega þakklátir fyrir jákvæðar kveðjur og boð um aðstoð. „Það er ótrúleg samheldni sem við finnum fyrir í samfélaginu. Það skiptir máli,“ segir Hörður.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Þennan sama hátt höfðu bankarnir á í hruninu, m.a. þannig náðu þeir til sín fasteignum af 15.000 heimilum lágtekjufólks, þar á meðal einstæðum mæðrum og öryrkjum. Hópurinn er stærri því enn fleiri misstu að mestu eignamyndun í fasteigninni og urðu þar með eignalausir þrælar verðtryggðra lána og afraksturinn af striti starfsævis þeirra fór til hins móderniska bankakerfis. Margir misstu heilsu sína og enduðu á örorku, eða jafnvel líf. Margir hafa aldrei borið þess bætur. Það tjón hefur aldrei verið bætt. Það þarf að bæta. Fyrr verður ekki sátt í samfélaginu.
    1
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Ríkið verður að grípa inn í þetta ferli hjá bönkunum og lífeyrissjóðunum, fordæmið er til sérstaklega eftir Vestmannaeyjagosið, dustið rykið af þvi hvernig það var gert þar, covit er ekkert í samanburði við það sem er nú að gerast í Grindavík, Alþingi og Ríkistjórn verða að gera þarna bragabætur, það er slæmt að búið sé að taka úr sjóðum sem eiga að fara í óvænt nátturhamafarir en er svo notað í eitthvað allt annað, það er barasta vítavert.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.
„Mjög skrítið að sjá andlitið á sér alls staðar“
Allt af létta

„Mjög skrít­ið að sjá and­lit­ið á sér alls stað­ar“

Þeg­ar Heim­ild­in ræddi við Sig­ríði Hrund Pét­urs­dótt­ur hafði hún ekki náð til­skild­um fjölda með­mæl­enda til að geta boð­ið sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. Hún dró fram­boð sitt til baka dag­inn sem for­setafram­bjóð­end­urn­ir skil­uðu und­ir­skriftal­ist­an­um. Sig­ríð­ur svar­aði ekki hversu mikl­um fjár­hæð­um hún eyddi í fram­boð­ið.
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár