Fjárfestarnir sem seldu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Ölfusi, fasteignir á jörðinni Hjalla undir lok síðasta árs fyrir ótilgreint verð vilja kaupa fasteign og lóð af sveitarfélaginu. Lóðin er á Nesbraut 8. Umsókn fjárfestanna, Einars Sigurðssonar og Hrólfs Ölvissonar, um kaupin á lóðinni var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Ölfuss þann 1. febrúar og vék Elliði ekki af fundinum.
Nöfn fjárfestanna koma ekki fram í í fundargerðinni en upplýsingar Heimildarinnar herma að þeir séu á bak við umsóknina. Í umsókninni kemur fram að hún sé gerð fyrir hönd Einars Sigurðssonar og óstofnaðs einkahlutafélags, samkvæmt heimildum blaðsins, en nafn Einars er þó ekki tekið fram í opinberu útgáfu fundargerðarinnar á heimasíðu Ölfuss.
Í fundargerð bæjarráðs Ölfuss kemur fram að til standi að byggja skemmu til að geyma fóður sem selt verður til laxeldisfyrirtækja í Ölfusi. Í sveitarfélaginu er fyrirhugað umsvifamikið landeldi á eldislaxi á vegum þriggja fyrirtækja.
Athugasemdir