Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.

Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
Íbúafundir Heidelberg Þýska sementsfyrirtækið Heidelberg, sem Þorsteinn Víglundsson er talsmaður fyrir hér á landi, hefur haldið nokkra íbúafundi um mölunarverksmiðjuna í Þorlákshöfn. Hafrannsóknarstofnun er gagnrýnin á fyrirhugaða efnistöku Heidelberg af hafsbotni.

Hafrannsóknarstofnun segir að „fordæmalaus framkvæmd“ þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um stórfellda efnistöku af hafsbotni við Landeyjar geti haft slæm áhrif á fiskistofna sem hrygna á svæðinu. Stofnunin er gagnrýnin á framkvæmdina af ýmsum ástæðum. Hún segir um áhrifin á nytjastofna Íslendinga í sjávarútvegi, til dæmis  þorsk og uppsjávarfiska eins og loðnu og síld. „Innan fyrirhugaðra efnistökusvæða við Landeyjar eru hrygningarstöðvar og uppeldissvæði nytjastofna. [...] Eins og fram hefur komið getur efnistaka af hafsbotni á þessu svæði raskað mikilvægum búsvæðum, uppeldissvæðum og hrygningarsvæðum margra helstu nytjafiska Íslendinga. Þegar efnið af hafsbotninum er fjarlægt fara hrogn, seiði, fiskar og önnur dýr með sandinum í dæluskipið.“ 

Þetta kemur fram í gagnrýnni umsögn Hafrannsóknarstofnunar um fyrirhugaða efnistöku Heidelberg á svæðinu sem skilað var til Skipulagsstofnunar þann 17. maí síðastliðinn.  Um verkefnið segir almennt séð í umsögninni: „Um er að ræða fordæmalausa framkvæmd m.t.t. umfangs á efnisnámi hér við land.

„Það er því …
Kjósa
78
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Það er misskilningur hjá blaðamanni að fyrirhuguð efnistaka sé úti fyrir Þorlákshöfn. Það er ekki rétt. Dæla á efninu upp sitthvoru megin við Landeyjarhöfn. Það er mikilvægt að leiðrétta þessa missögn.
    -3
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      Ert þú á launum við að leiðrétta " missagnir"
      5
    • GS
      Gísli Sveinsson skrifaði
      Skriftir ekki máli þar sem að hrygningar stöðvar eru við alla suðurströndina,þá er þetta galin framkvæmd.
      6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Velgjörðarmenn Elliða hafa bæði hagsmuni af námum í sjó og á landi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Vel­gjörð­ar­menn Ell­iða hafa bæði hags­muni af nám­um í sjó og á landi

Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf­ur Öl­vis­son námu­fjár­fest­ar hafa fjöl­þættra hags­muna að gæta af því að möl­un­ar­verk­smiðja Heidel­berg rísi í Ölfusi og að fyr­ir­tæk­ið fái að vinna efni af hafs­botni við Land­eyj­ar. Elliði Vign­is­son seg­ir til­gát­ur um hags­muna­árekstra tengda námu­fjár­fest­un­um lang­sótt­ar. Harð­ar deil­ur eru um verk­smiðj­una og efnis­tök­una.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár