Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Katrín: „Það er búið að senda nafnalista til egypskra stjórnvalda“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að nafna­listi hafi ver­ið send­ur til egypskra stjórn­valda með nöfn­um dval­ar­leyf­is­haf­anna á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar sem fast­ir eru á Gasa. Þetta sé þó ekki svo ein­falt að nóg sé að senda nafna­lista. Þetta sé stór að­gerð fyr­ir ís­lensku ut­an­rík­is­þjón­ust­una.

Katrín: „Það er búið að senda nafnalista til egypskra stjórnvalda“
Forsætisráðherra segir það heilmikla aðgerð fyrir litla utanríkisþjónustu að bjarga dvalarleyfishöfum frá Gasa. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að búið sé að senda lista með nöfnum þeirra sem fengið hafa samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til egypskra stjórnvalda. „Það liggur algjörlega fyrir. Það er meira að segja búið að senda uppfærðan lista.“ Katrín segir þó aðgerðina ekki vera svo einfalda að það þurfi aðeins að senda lista. 

„Það hafa verið mjög virk samskipti utanríkisráðuneytisins við egypska sendiráðið í Osló,“ segir hún.

Katrín segir að til þess að aðilar geti komist yfir landamærin þurfi samskipti við utanríkisþjónustuna bæði í Ísrael og Egyptalandi. Eftir hennar skilningi hafi öll gögn borist frá íslenska utanríkisráðuneytinu.

Katrín segir að mikið hafi verið unnið í máli fjölskyldusameininganna. „Þetta þykir auðvitað töluverður fjöldi fyrir svona litla utanríkisþjónustu og stjórnsýslu að takast á við. Það er bara staða málsins að þetta er ennþá í vinnslu.“

Stór aðgerð fyrir litla utanríkisþjónustu

Heimildin spurði Katrínu á hverju sameiningarnar strönduðu þá. „Mér skilst að þetta snúist svolítið um bæði að það sé flókin stjórnsýsla og stór hópur. Þetta sé heilmikil aðgerð,“ sagði forsætisráðherrann. „Það hefur verið mat fólks að þetta sé töluvert flókin aðgerð.“

Hún segir að mjög misunandi sé staðið að málum á hinum Norðurlöndunum. „Við erum auðvitað ekki með svona sambærilega utanríkisþjónusutu og þau.“ 

Eftir því sem stjórnvöld skilji þurfi að senda fólk til að taka á móti flóttamönnunum þegar þeir koma yfir landamærin frá Gasa. Samkvæmt upplýsingum Katrínar sé ekki nóg að Alþjóðaflutningsstofnunin (IOM) taki á móti fólkinu. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Hún hefur sent óskalista til Jólasveinsins?
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Úr því íslensk stjórnvöld ráða illa við málið, af hverju fá þau Bjarni og Katrín þá ekki þessar þrjár konur, sem virðast kunna til verka, til að annast um þetta fyrir sig?
    1
  • Sigríður Jónsdóttir skrifaði
    Í ljósi nýjustu frétta um að þrjár konur hafi gert hið ómögulega og sótt fjölskyldu frá Gaza, þá er ljóst að ríkisstjórn Íslands á sér engar málsbætur! Hún hefur ekki unnið vinnuna sína! Að amast við örvæntingarfullu fólki í tjöldum og gera ekki það sem þarf að gera er glæpsamlegt gagnvart þessu fólki og óboðlegt íslensku þjóðinni! Það er svo mikil skömm að þessu!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
5
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár