Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín: „Það er búið að senda nafnalista til egypskra stjórnvalda“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að nafna­listi hafi ver­ið send­ur til egypskra stjórn­valda með nöfn­um dval­ar­leyf­is­haf­anna á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar sem fast­ir eru á Gasa. Þetta sé þó ekki svo ein­falt að nóg sé að senda nafna­lista. Þetta sé stór að­gerð fyr­ir ís­lensku ut­an­rík­is­þjón­ust­una.

Katrín: „Það er búið að senda nafnalista til egypskra stjórnvalda“
Forsætisráðherra segir það heilmikla aðgerð fyrir litla utanríkisþjónustu að bjarga dvalarleyfishöfum frá Gasa. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að búið sé að senda lista með nöfnum þeirra sem fengið hafa samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar til egypskra stjórnvalda. „Það liggur algjörlega fyrir. Það er meira að segja búið að senda uppfærðan lista.“ Katrín segir þó aðgerðina ekki vera svo einfalda að það þurfi aðeins að senda lista. 

„Það hafa verið mjög virk samskipti utanríkisráðuneytisins við egypska sendiráðið í Osló,“ segir hún.

Katrín segir að til þess að aðilar geti komist yfir landamærin þurfi samskipti við utanríkisþjónustuna bæði í Ísrael og Egyptalandi. Eftir hennar skilningi hafi öll gögn borist frá íslenska utanríkisráðuneytinu.

Katrín segir að mikið hafi verið unnið í máli fjölskyldusameininganna. „Þetta þykir auðvitað töluverður fjöldi fyrir svona litla utanríkisþjónustu og stjórnsýslu að takast á við. Það er bara staða málsins að þetta er ennþá í vinnslu.“

Stór aðgerð fyrir litla utanríkisþjónustu

Heimildin spurði Katrínu á hverju sameiningarnar strönduðu þá. „Mér skilst að þetta snúist svolítið um bæði að það sé flókin stjórnsýsla og stór hópur. Þetta sé heilmikil aðgerð,“ sagði forsætisráðherrann. „Það hefur verið mat fólks að þetta sé töluvert flókin aðgerð.“

Hún segir að mjög misunandi sé staðið að málum á hinum Norðurlöndunum. „Við erum auðvitað ekki með svona sambærilega utanríkisþjónusutu og þau.“ 

Eftir því sem stjórnvöld skilji þurfi að senda fólk til að taka á móti flóttamönnunum þegar þeir koma yfir landamærin frá Gasa. Samkvæmt upplýsingum Katrínar sé ekki nóg að Alþjóðaflutningsstofnunin (IOM) taki á móti fólkinu. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Hún hefur sent óskalista til Jólasveinsins?
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Úr því íslensk stjórnvöld ráða illa við málið, af hverju fá þau Bjarni og Katrín þá ekki þessar þrjár konur, sem virðast kunna til verka, til að annast um þetta fyrir sig?
    1
  • Sigríður Jónsdóttir skrifaði
    Í ljósi nýjustu frétta um að þrjár konur hafi gert hið ómögulega og sótt fjölskyldu frá Gaza, þá er ljóst að ríkisstjórn Íslands á sér engar málsbætur! Hún hefur ekki unnið vinnuna sína! Að amast við örvæntingarfullu fólki í tjöldum og gera ekki það sem þarf að gera er glæpsamlegt gagnvart þessu fólki og óboðlegt íslensku þjóðinni! Það er svo mikil skömm að þessu!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Föst á Gaza

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Dvalarleyfishafar senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis
FréttirFöst á Gaza

Dval­ar­leyf­is­haf­ar senda kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is

Móð­ir og þrjú börn hafa feng­ið sam­þykkta fjöl­skyldusam­ein­ingu á Ís­landi en sitja enn föst á Gaza. Fjöl­skyldufað­ir­inn er dval­ar­leyf­is­hafi á Ís­landi. Lög­fræð­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar hef­ur sent inn kvört­un til um­boðs­manns Al­þing­is. Er þar hald­ið fram að ís­lenska rík­ið fari á mis við laga­ákvæði og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar með að­gerða­leysi sínu við að forða fólki frá stríðs­hrjáð­um svæð­um á Gaza.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
4
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
5
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár