Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrrverandi forstjóri Doha banka ráðinn forstjóri Reita

Fast­eigna­fé­lag­ið Reit­ir hef­ur ráð­ið Guðna Að­al­steins­son sem næsta for­stjóra sinn. Hann starf­aði á ár­um áð­ur sem stjórn­andi hjá Kaupþingi en hef­ur und­an­far­ið ver­ið for­stjóri hjá þriðja stærsta við­skipta­banka Kat­ar.

Fyrrverandi forstjóri Doha banka ráðinn forstjóri Reita
Nýr forstjóri Guðni Aðalsteinsson mun taka við af Guðjóni Auðunssyni 1. apríl næstkomandi, Mynd: Aðsend

Guðni Aðalsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri fasteignafélagsins Reita. Þetta staðfesti stjórn félagsins á fundi í dag, en hann mun hefja störf 1. apríl næstkomandi. 

Guðni var meðal ann­ars fram­kvæmda­stjóri fjárstýringar hjá Kaup­þingi áður en sá banki féll í októ­ber 2008. Eftir það starf­aði hann stutt­lega hjá breska fjár­mála­eft­ir­lit­in­u. 

Hann hefur einnig gegnt stjórn­enda­störfum hjá Allied Irish Banks og Lehman Brothers og starf­aði um nokk­urra ára skeið hjá breska fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Legal & General. Sumarið 2018 greindi Frétta­blaðið frá því að Guðni hefði ráðið sig til íslenska fjár­mála­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Alva sem rek­ur Net­gíró, Aktiva og Inkasso sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs. Það virð­ist þó hafa verið stutt stopp því ári síðar var hann sestur í fram­kvæmda­stjórn Doha Bank, þriðja stærsta viðskiptabanka Katar. Þar var hann síðast  forstjóri og þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og fjárstýringar bankans.

Stjórn­ar­for­maður bank­ans er Sjeik Fahad Bin Mohammad Bin Jabor Al Thani

Tekur við af Guðjóni

Guðni tekur við starfinu hjá Reitum af Guðjóni Auðunssyni sem gegnt hefur því síðustu 13 ár.

Í tilkynningu segir að Guðni sé með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá háskólanum í Cambridge.  Hann hefur jafnframt lokið diplómu í fjárfestingum frá Harvard viðskiptaháskólanum og er um þessar mundir í doktorsnámi við UBIS viðskiptaháskólann í Genf.

Þar er haft eftir honum að það séu forréttindi að vera valinn til að leiða hóp starfsfólks Reita í þeirri umfangsmiklu uppbyggingu félagsins sem framundan sé. „Staða fyrirtækisins sem öflugasta fasteignafélags landsins er sérstaklega traust og það vel í stakk búið að taka næstu skref sem leiðandi afl í þróun fasteigna og fleiri innviða. Ég tel að félagið sé í einstakri stöðu til að mæta vaxandi þörfum opinberra aðila fyrir uppbyggingu samfélagslegra innviða sem og húsnæðis á almennum markaði fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Ég þakka stjórn Reita traustið sem mér er sýnt og hlakka til að hefja störf".

Á sama stað segir Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita, að félaginu sé mikill fengur að því að fá notið víðtækrar reynslu og þekkingar Guðna nú þegar við blasi afar fjölbreytt og áhugaverð sóknarfæri til þróunar á starfsemi félagsins. „Hann kemur til starfa úr kröfuhörðu alþjóðlegu umhverfi með áherslur og sýn m.a. um sjálfbærni, sem vel falla að stefnumótun félagsins um uppbyggingu, þjónustu og arðsemi.  Guðni er vel til þess fallinn að nýta krafta félagsins og leiða það inn í nýtt uppbyggingarskeið til að svara nýjum þörfum og áskorunum".

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Sem sagt fyrirmyndar hrunverji og hokinn af reynslu. Ekki mikið út á hann að setja eða hvað?
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Þessi verður ekki billegur. Sennilega 10-20 íbúða leigutekjur til að borga honum kaup.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár