Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Fyrrverandi forstjóri Doha banka ráðinn forstjóri Reita

Fast­eigna­fé­lag­ið Reit­ir hef­ur ráð­ið Guðna Að­al­steins­son sem næsta for­stjóra sinn. Hann starf­aði á ár­um áð­ur sem stjórn­andi hjá Kaupþingi en hef­ur und­an­far­ið ver­ið for­stjóri hjá þriðja stærsta við­skipta­banka Kat­ar.

Fyrrverandi forstjóri Doha banka ráðinn forstjóri Reita
Nýr forstjóri Guðni Aðalsteinsson mun taka við af Guðjóni Auðunssyni 1. apríl næstkomandi, Mynd: Aðsend

Guðni Aðalsteinsson hefur verið ráðinn forstjóri fasteignafélagsins Reita. Þetta staðfesti stjórn félagsins á fundi í dag, en hann mun hefja störf 1. apríl næstkomandi. 

Guðni var meðal ann­ars fram­kvæmda­stjóri fjárstýringar hjá Kaup­þingi áður en sá banki féll í októ­ber 2008. Eftir það starf­aði hann stutt­lega hjá breska fjár­mála­eft­ir­lit­in­u. 

Hann hefur einnig gegnt stjórn­enda­störfum hjá Allied Irish Banks og Lehman Brothers og starf­aði um nokk­urra ára skeið hjá breska fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Legal & General. Sumarið 2018 greindi Frétta­blaðið frá því að Guðni hefði ráðið sig til íslenska fjár­mála­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Alva sem rek­ur Net­gíró, Aktiva og Inkasso sem fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs. Það virð­ist þó hafa verið stutt stopp því ári síðar var hann sestur í fram­kvæmda­stjórn Doha Bank, þriðja stærsta viðskiptabanka Katar. Þar var hann síðast  forstjóri og þar áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra fjárfestinga og fjárstýringar bankans.

Stjórn­ar­for­maður bank­ans er Sjeik Fahad Bin Mohammad Bin Jabor Al Thani

Tekur við af Guðjóni

Guðni tekur við starfinu hjá Reitum af Guðjóni Auðunssyni sem gegnt hefur því síðustu 13 ár.

Í tilkynningu segir að Guðni sé með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá háskólanum í Cambridge.  Hann hefur jafnframt lokið diplómu í fjárfestingum frá Harvard viðskiptaháskólanum og er um þessar mundir í doktorsnámi við UBIS viðskiptaháskólann í Genf.

Þar er haft eftir honum að það séu forréttindi að vera valinn til að leiða hóp starfsfólks Reita í þeirri umfangsmiklu uppbyggingu félagsins sem framundan sé. „Staða fyrirtækisins sem öflugasta fasteignafélags landsins er sérstaklega traust og það vel í stakk búið að taka næstu skref sem leiðandi afl í þróun fasteigna og fleiri innviða. Ég tel að félagið sé í einstakri stöðu til að mæta vaxandi þörfum opinberra aðila fyrir uppbyggingu samfélagslegra innviða sem og húsnæðis á almennum markaði fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Ég þakka stjórn Reita traustið sem mér er sýnt og hlakka til að hefja störf".

Á sama stað segir Þórarinn V. Þórarinsson, stjórnarformaður Reita, að félaginu sé mikill fengur að því að fá notið víðtækrar reynslu og þekkingar Guðna nú þegar við blasi afar fjölbreytt og áhugaverð sóknarfæri til þróunar á starfsemi félagsins. „Hann kemur til starfa úr kröfuhörðu alþjóðlegu umhverfi með áherslur og sýn m.a. um sjálfbærni, sem vel falla að stefnumótun félagsins um uppbyggingu, þjónustu og arðsemi.  Guðni er vel til þess fallinn að nýta krafta félagsins og leiða það inn í nýtt uppbyggingarskeið til að svara nýjum þörfum og áskorunum".

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IHÁ
    Ingvar Helgi Árnason skrifaði
    Sem sagt fyrirmyndar hrunverji og hokinn af reynslu. Ekki mikið út á hann að setja eða hvað?
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Þessi verður ekki billegur. Sennilega 10-20 íbúða leigutekjur til að borga honum kaup.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár