Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dómsmálaráðherra í Pressu

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra sit­ur fyr­ir svör­um í Pressu. Mörg stór mál eru á verk­sviði henn­ar; allt frá út­lend­inga­mál­um til neyð­ar­ástands­ins í Grinda­vík. Í síð­ari hluta þátt­ar setj­ast al­manna­tengl­arn­ir Björg­vin Guð­munds­son og Andrés Jóns­son í stjórn­mála­ástand­ið.

Dómsmálaráðherra í Pressu

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra situr fyrir svörum í Pressu, sem sýnd er á vef Heimildarinnar í beinu streymi klukkan 12.00 á föstudögum og aðgengilegur í heild sinni að þætti loknum. Guðrún tók við embætti dómsmálaráðherra í haust og hefur síðan staðið í ströngu vegna umdeildra og flókinna mála sem heyra undir ráðuneytið.

Sem æðsti yfirmaður almannavarna hafa afleiðingar jarðhræringa á Reykjanesi, uppbygging varnargarða og rýmingaraðgerðir meðal annars lent á hennar borði rétt eins og krafa um ítarlega rannsókn á því þegar Lúðvík Pétursson féll í sprungu við vinnu sína í Grindavík. Útlendingamál eru ekki síður í deiglunni.

Tillögur Guðrúnar um lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur sem andstæðingar þess kalla fangelsi, er á leið fyrir ríkisstjórn. Samhliða vaxandi og háværari krafna innan hennar eigin flokks um nauðsyn þess að hefta enn móttöku hælisleitenda hingað til lands.

Í þáttinn koma einnig almannatenglarnir Björgvin Guðmundsson og Andrés Jónsson og ræða stjórnmálaástandið, en það hugtak hefur ef til vill sjaldan átt betur við en núna. Úrskurðir umboðsmanns, yfirlýsingar einstaka stjórnarliða um samstarfsflokkana, fylgiskannanir og hveitibrauðsdagar formanns Sjálfstæðisflokksins í nýju ráðuneyti, verða rædd þar. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár