Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dómsmálaráðherra í Pressu

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra sit­ur fyr­ir svör­um í Pressu. Mörg stór mál eru á verk­sviði henn­ar; allt frá út­lend­inga­mál­um til neyð­ar­ástands­ins í Grinda­vík. Í síð­ari hluta þátt­ar setj­ast al­manna­tengl­arn­ir Björg­vin Guð­munds­son og Andrés Jóns­son í stjórn­mála­ástand­ið.

Dómsmálaráðherra í Pressu

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra situr fyrir svörum í Pressu, sem sýnd er á vef Heimildarinnar í beinu streymi klukkan 12.00 á föstudögum og aðgengilegur í heild sinni að þætti loknum. Guðrún tók við embætti dómsmálaráðherra í haust og hefur síðan staðið í ströngu vegna umdeildra og flókinna mála sem heyra undir ráðuneytið.

Sem æðsti yfirmaður almannavarna hafa afleiðingar jarðhræringa á Reykjanesi, uppbygging varnargarða og rýmingaraðgerðir meðal annars lent á hennar borði rétt eins og krafa um ítarlega rannsókn á því þegar Lúðvík Pétursson féll í sprungu við vinnu sína í Grindavík. Útlendingamál eru ekki síður í deiglunni.

Tillögur Guðrúnar um lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur sem andstæðingar þess kalla fangelsi, er á leið fyrir ríkisstjórn. Samhliða vaxandi og háværari krafna innan hennar eigin flokks um nauðsyn þess að hefta enn móttöku hælisleitenda hingað til lands.

Í þáttinn koma einnig almannatenglarnir Björgvin Guðmundsson og Andrés Jónsson og ræða stjórnmálaástandið, en það hugtak hefur ef til vill sjaldan átt betur við en núna. Úrskurðir umboðsmanns, yfirlýsingar einstaka stjórnarliða um samstarfsflokkana, fylgiskannanir og hveitibrauðsdagar formanns Sjálfstæðisflokksins í nýju ráðuneyti, verða rædd þar. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár