Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
Fyrrverandi fjármálaráðherra „Mér heyrist að hér sé í uppsiglingu eins konar pólitískur fundur sem á að nýtast til þess að velta sér upp úr löngu liðnum hlutum sem ég hef nú þegar axlað ábyrgð á,“ sagði Bjarni. Mynd: Heimildin / Davíð Þór
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir það augljóst að ekki hafi verið hægt að fylgja hæfisreglum stjórnsýsluréttarins gagnvart hverjum og einum kaupanda við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars 2022. Þetta hafi verið vegna þess að sölumeðferðin byði ekki upp á það sökum þess hraða sem þurfti að vera á henni. Bankasýsla ríkisins hafi enn fremur verið sú sem lagði til þessa sölumeðferð, ekki Bjarni, þótt hann hafi samþykkt hana. 

Þetta kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og efirlitsnefndar í morgun. Tilgangurinn var að óska eftir nánari skýringum frá fyrrverandi fjármálaráðherra á ráðgjöf sem hann fékk við sölu á Íslandsbanka. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, var sú sem óskaði eftir fundinum.

Í svörum sínum á fundinum sagði Bjarni að þingið hefði aldrei gert athugasemdir við það að þessi tiltekna sölumeðferð væri notuð. Hann hafi þar af leiðandi gert ráð fyrir því að hann hefði blessun þingsins fyrir framkvæmdinni. „Ég held …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    „Ég fæ sterklega á tilfinninguna” að einu völdin þessum manni samboðin séu hvort hann skilur klósettsetuna eftir uppi eða niðri
    0
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Tvö af helstu einkennum siðblindingja eru fyrst og fremst að hafa enga samkennd með öðrum og svo auðvita það að ef þeim verður á eða brjóta eitthvað af sér.
    Þá er það ALLTAF einhverjum ÖÐRUM að KENNA en þeim SJÁLFUM.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár