Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Katrín segir allar líkur til þess að framlagið til UNRWA skili sér

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur að fram­lag­ið til Palestínuflótta­manna­að­stoð­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna muni skila sér. Ís­land þurfi að leggja sitt af mörk­um til að sinna skyld­um sín­um gagn­vart mann­úð­ar­krís­unni á Gasa. Ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur til­kynnt við­bótar­fjárlög til Rauða kross­ins vegna ástands­ins fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs.

Forsætisráðherra segir mikilvægt að fá botn í málið sem fyrst vegna neyðarinnar á Gasa.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hefði verið gott ef frysting á greiðslum til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hefði verið rædd í utanríkismálanefnd Alþingis. Þetta sagði hún spurð hvort hún væri sammála ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að frysta það fé sem rynni frá Íslandi til UNRWA. 

Farið var yfir ákvörðunina á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þar kom fram að utanríkisráðuneytið hafi óskað eftir frá UNRWA hvernig þau hyggist takast á við þær ásakanir sem hafa verið uppi gagnvart einstökum starfsmönnum í þessari stóru stofnun,“ segir Katrín. Framlag Íslands er áætlað á fyrsta fjórðungi ársins og „það eru nú allar líkur til þess að það skili sér.“ Beðið sé eftir að skýringar frá stofnuninni berist.

Á laugardaginn frysti Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjárframlög Íslands til UNRWA tímabundið. Var það gert í kjölfar þess að 12 starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar voru grunaðir um aðild að árás Hamas á Ísrael 7. október síðastliðinn. 

UNRWA er næststærsti atvinnuveitandinn á Gasa og hjálpar m.a. við að dreifa mannúðaraðstoð frá öðrum hjálparsamtökum.

Mikilvægt að halda áfram stuðningi Íslands við stofnunina

Forsætisráðherra tók skýrt fram að stjórnvöld hefðu verið að auka framlag sitt verulega til stofnunarinnar. „Það er engin breyting á þeirri afstöðu að við þurfum að leggja okkar af mörkum og sinna okkar skyldum gagnvart þeirri skelfilegu mannúðarkrísu sem er á Gasa. Það er mjög mikilvægt að það verði fundinn botn í þessum málum og við getum haldið áfram okkar stuðningi,“ segir Katrín. Neyðin á Gasa sé brýn. 

Katrín vildi ekki svara hvort ákvörðun utanríkisráðherra hefði áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þessi ákvörðun var tekin utanríkisráðherra og hún auðvitað heyrir undir hann,“ segir hún.

Í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson að veita 25 milljón króna viðbótarframlag til Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarinnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Ísland muni enn fremur verða aðili að sjóði á vegum Alþjóðabankans sem styðja mun við enduruppbyggingu innviða í Palestínu. Árlegt framlag Íslands í sjóðinn mun nema 400 þúsund Bandaríkjadölum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GM
    Gretar Marinosson skrifaði
    En Sþ sögðu þessum einstaklingum upp strax og þessi grunur vaknaði. Nægir það ekki? 12 af 13000 starfsmönnum grunaðir um misferli og grundvelli alls hjálparstarfs SÞ á Gaza ógnað, heilbrigðisþjónustu, skólastarfi m.m.
    Hvers konar pólitík er það?
    5
  • Theresa Arnadottir skrifaði
    Gott heyra, ad ætla gera þetta senda, þvi bara fáranlegt lata bitna a saklausum folki sem þarf a neyd halda.

    Enn finnst eigi passa sig þegar kemur til sionista og landnema þeir eru reyna reka Palestinumenn burt fra Gaza til byggja fyri landnema og ekki vilji þid þeir faid pening til byggja fyrir þá er þad! Þeir gætu stoli þvi peniing sem á fara byggja upp fyrir Palestinumenn!!!! Ættu passa ykkur a þi, þeir eru þekk fyri stela öllu og taka fra Palestinum.
    0
  • Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifaði
    Einbeittur vilji til að styðja hryðjuverkasamtök... Æi, ég hélt að manneskjan væri ekki svona vitsnauð.
    -2
    • Theresa Arnadottir skrifaði
      Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson Þetta er ekki hyrdjaverkasamtök, ekki vera blanda öllum inn i og dæma alla ut fra þessum fáum, sidan eru Israela löngu buin reyna taka þa ut og þeir ljuga ansi mikid þessi Israela.
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár