„Ég var búin að flytja heilt mál í heilan dag, einhverja fjóra klukkutíma. Ég var búin að tala þarna, flytja lokaræðu og leggja málið fyrir dóm. Svo er þinghaldi slitið og dómarinn segir „mikið talar lögmaður stefnanda fallega íslensku,“ sagði Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, áður lögfræðingur. „Hún var að hrósa mér en ég var búin að vera þarna allan liðlangan daginn að flytja mál fyrir hagsmunum einstaklings sem skiptir verulegu máli. Þetta var það eina sem sat í henni.“
Vigdís var einn viðmælenda Pressu í gær þar sem umræðuefnið var innflytjendamál og færsla utanríkisráðherra um tjaldbúðirnar á Austurvelli. Vigdís var ættleidd frá Indónesíu og hefur setið í stjórn Íslenskrar ættleiðingar og í stjórn evrópsku og norrænu ættleiðingarsamtakanna. Hún var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra árið 2017 en fyrir það var hún lögmaður hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Ruglingsleg og samhengislaus. Um hvað snýst hún eiginlega?
Dómari vill hrósa lögmanni fyrir vandaða málnotkun. Væntanlega meinar hún það. Hún hefur sennilega heyrt mismunandi góðar/vondar útfærslur á Íslensku í sínu starfi.
Og svo gamalt mál sem gömlum karli varð á í messunni því hann er ekki fær um að fylgjast með nútímanum. Mest honum sjálfum til skammar.
Og hvað svo?