Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK, hlaut í lifanda lífi þrjár tegundir af hinni íslensku fálkaorðu. Hann fékk riddarakross, stórriddarakross með stjörnu og stórkross. Þessi heiðursnafnbót er hins vegar óafturkræf, samkvæmt svari frá embætti forseta Íslands, þar sem rétturinn til að bera fálkaorðuna fellur niður við andlát orðuhafans. „Í forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu (nr. 145/2005) segir í 13. grein að stórmeistari geti, að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana. Þó er ekki hægt að beita ákvæðinu gegn látnum orðuhöfum, sem eðli málsins samkvæmt bera ekki orðuna.“
Um tilgang fálkaorðunnar segir í forsetabréfi um hana frá árinu 2006: „Orðunni má sæma innlenda einstaklinga eða erlenda fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa …
Athugasemdir