Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Akranes íhugar að fjarlægja séra Friðrik af lista yfir heiðursborgara

Bæj­ar­yf­ir­völd á Akra­nesi eru að skoða að fjar­lægja séra Frið­rik Frið­riks­son af lista yf­ir heið­urs­borg­ara í bæn­um. Ástæð­an eru frétt­ir um að hann hafi áreitt drengi. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á næsta bæj­ar­stjórn­ar­fundi.

Akranes íhugar að fjarlægja séra Friðrik af lista yfir heiðursborgara
Á Akranesi Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK á Íslandi, sést hér með drengjum á Akranesi. Bærinn íhugar nú að fjarlægja hann af lista yfir heiðursborgara.

Bæjaryfirvöld á Akranesi íhuga nú að fjarlægja séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM og KFUK, af lista yfir heiðursborgara í bænum. Þetta segja þeir Haraldur Benediktsson bæjarstjóri og Valgarður Jónsson, forseti bæjarstjórnar, í samtölum við Heimildina.

Séra Friðrik var gerður að heiðursborgara árið 1947. Átta einstaklingar hafa verið gerðir að heiðursborgurum á Akranesi.

Ástæðan eru fréttir um að séra Friðrik hafi verið haldinn barnagirnd og áreitt drengi. Rót þeirrar umfjöllunar er bók um ævi séra Friðriks eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Stóra afhjúpunin í þeirri bók er þessi háttsemi séra Friðriks gagnvart drengjum. Eftir útkomu bókarinnar hafa tvö dæmi um áreitni séra Friðriks gagnvart drengjum á Akranesi komið fram. 

Borgaryfirvöld í Reykjavík greindu frá því í gær að stytta af séra Friðriki og dreng í miðbænum yrði fjarlægð í ljós þeirrar umræðu sem bókin hefur leitt af sér. 

„Ég býst við að það verði tekin ákvörðun um þetta á næsta bæjarstjórnarfundi, sem verður á þriðjudaginn.“

Ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi 

Haraldur Benediktsson segir: „Við fengum ábendingu um þetta, að hann væri heiðursborgari, og ég veit að pólitíkin er í debatt um þetta.Haraldur, sem áður var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er nú bæjarstjóri á Akranesi eftir að hafa verið ráðinn í starfið og er því ekki kjörinn fulltrúi og þar með stjórnmálamaður lengur. 

Valgarður Jónsson úr Samfylkingunni segir um málið: „Við erum ekki búin að klára samtalið á meðal kjörinna fulltrúa. En þeirri spurningu hefur verið varpað upp hvort það sé ekki rétt að fjarlægja þetta nafn af listanum yfir heiðursborgara Akraness vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram.

Hann segir að ástæðan fyrir umræðunni sé að þolendur séra Friðriks eigi að njóta vafans í málinu. „Ég býst við að það verði tekin ákvörðun um þetta á næsta bæjarstjórnarfundi, sem verður á þriðjudaginn.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BDÞ
    Birgir Dalai Þórðarson skrifaði
    Aldeilis illa grundað og ekki íhugað af bæjarstjórn Akraness! Ég bjó ungur drengur á Skaga og man eftir KFUM samkomum þar og hvað Sr. Friðrik var þægilegur og skemmtilegur gamall kall með skegg. Hann klappaði mann á kollinn og sagði m.a. "mikið er alltaf gaman að sjá þig svona fallegur drengurinn". Í heimsókn í Vaglaskóg tók hann mig upp og man ég vindla ilminn. Sr. Friðrik var kraftaverka maður sbr KFUM og KFUK Valur Vatnaskógur o.m.fl. jákvætt sem hann stóð fyrir. Mikil skömm allar þessar fordæmingar, sem nær ekkert eru rökstuddar og hver étur eftir öðrum. Mikil er skömm þeirra Egils sjónvarps manns og Guðmundar sagnfræðings að nota Illar sögur til að selja bækur. Hvorugur þeirra hafa hitt Sr. Friðrik né vita mikið um hann störf og athafnir.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það eiga allir íbúar að vera heiðursborgarar. Minnsta tannhjólið í úrverki gerir jafnmikið gagn og driffjöðurin.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sr. Friðrik og drengirnir

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Forsetaembættið getur ekki afturkallað fálkaorðu séra Friðriks
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

For­seta­embætt­ið get­ur ekki aft­ur­kall­að fálka­orðu séra Frið­riks

Ein­ung­is er hægt að að aft­ur­kalla rétt fálka­orðu­hafa sem eru á lífi til að bera orð­una. Þeg­ar orðu­haf­ar falla frá fell­ur rétt­ur­inn til að bera orð­una nið­ur. Dæmi er um að rétt­ur­inn til að bera fálka­orð­una hafi ver­ið aft­ur­kall­að­ur en þetta mun ekki að ger­ast í til­felli séra Frið­riks Frið­riks­son­ar.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
4
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár