Séra Friðrik og fermingardrengirnir: „Lét þá setjast í fangið á sér og kyssti þá á munninn“

Skömmu áð­ur en fað­ir Jak­obs Smára Magnús­son­ar lést úr krabba­meini um alda­mót­in sagði hann hon­um frá því þeg­ar séra Frið­rik Frið­riks­son kyssti hann á munn­inn í ferm­ing­ar­fræðslu þeg­ar hann var fjór­tán ára. Frá­sögn­in bæt­ist við fleiri sög­ur sem hafa kom­ið fram um hegð­un séra Frið­riks gagn­vart drengj­um í kjöl­far út­gáfu ævi­sögu hans.

Séra Friðrik og fermingardrengirnir: „Lét þá setjast í fangið á sér og kyssti þá á munninn“
Vonar að fleiri stígi fram Jakob Smári Magnússon vonar að fleiri stígi fram og greini frá upplýsingum um minningar sínar um samskipti ættingja sinna við séra Friðrik Friðriksson. Mynd: Golli

Þegar séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK, sá um fermingarfræðslu fjórtán ára drengja á Akranesi árið 1938 lét hann þá setjast í fang sér og kyssti þá svo á munninn. Þetta segir Jakob Smári Magnússon, tæplega sextugur maður, að faðir hans hafi tjáð honum skömmu áður en hann lést úr krabbameini árið 1998. Jakob Smári segir að faðir sinn, sem fæddur var árið 1924, hafi verið í þessum fermingarárgangi og að þessi upplifun af séra Friðriki hafi greinilega setið í honum alla ævi. Séra Friðrik var á þessum tíma sjötugur að aldri, fæddur 1868. 

Frásögn Jakobs Smára um séra Friðrik og föður sinn er svona: „Þegar fermingarfræðslunni var að ljúka, ég held að það hafi verið síðasta daginn, bað hann þá um að koma inn á skrifstofuna til sín einn af öðrum, lét þá setjast í kjöltu sína og kyssti þá á munninn. Svo sagði hann við þá: Þetta …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Kristbjörn Árnason skrifaði
  Getur verið að einhverjir drengjanna hans Friðriks hafi ásakaðir um sviðaða háttsemi? Ekki veit ég neitt um það. En KFUM var með sunnudagskóla í gamla Alþýðuhúsinu sem var við Kársnesbraut á frumbýlisárum byggðarlagsins í Kópavogi.

  Þar var umsjónamaður sem mér þótti mjög áreitinn við mig en ekki varð um neitt alvarlegt að ræða en þessi maður var síðar kristniboði í Afiríku og þar var hann ásakaður um alvarlega áreitni við unga drengi. En ég vil ekki nefna nafn hans hér.
  0
  • MGÁ
   Marteinn Gísli Árnason skrifaði
   Þetta mal er allt hið leiðinlegast og ottalegt.
   Eg verð að taka fram að eg for 4 sinnum i Vatnasskog a minum yngri arum það var alveg frabært allt til fyrirmyndar, þetta er fyrir ca., 57-60 arum.
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sr. Friðrik og drengirnir

Barnagirnd séra Friðriks og vina hans í KFUM í Danmörku: „Ég hafði fundið mitt konungsríki“
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Barnagirnd séra Frið­riks og vina hans í KFUM í Dan­mörku: „Ég hafði fund­ið mitt kon­ungs­ríki“

Í bók Guð­mund­ar Magnús­son­ar sagn­fræð­ings um séra Frið­rik Frið­riks­son er op­in­ber­að að nán­asti sam­starfs­mað­ur hans í KFUM í Dan­mörku Ol­fert Ricard hafi líka ver­ið barn­aníð­ing­ur. Fyr­ir­renn­ari Ol­ferts hjá danska KFUM, Ax­el Jør­gensen, var það einnig og var dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir barn­aníð ár­ið 1930.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár