Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Barnagirnd séra Friðriks og vina hans í KFUM í Danmörku: „Ég hafði fundið mitt konungsríki“

Í bók Guð­mund­ar Magnús­son­ar sagn­fræð­ings um séra Frið­rik Frið­riks­son er op­in­ber­að að nán­asti sam­starfs­mað­ur hans í KFUM í Dan­mörku Ol­fert Ricard hafi líka ver­ið barn­aníð­ing­ur. Fyr­ir­renn­ari Ol­ferts hjá danska KFUM, Ax­el Jør­gensen, var það einnig og var dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir barn­aníð ár­ið 1930.

Barnagirnd séra Friðriks og vina hans í KFUM í Danmörku: „Ég hafði fundið mitt konungsríki“
Í Vatnaskógi Á mynd sést séra Friðrik Friðriksson með drengjahópi í Vatnaskógi. Myndin er tekin á árunum 1946 til 1948. Þá var Friðrik um áttrætt.

Þegar Karlakór KFUM á Íslandi heimsótti slóðir séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda félagsins á Íslandi árið 2016, fréttu meðlimir kórsins hjá dönskum presti að náinn vinur Friðriks og forvígismaður samtakanna í Danmörku, Olfert Ricard, hefði verið barnaníðingur. Friðrik og Olfert Ricard voru nánir vinir og kynnti sá síðarnefndi Íslendinginn fyrir starfsemi KFUM í Danmörku á tíunda áratug 19. aldar.

„Ég hafði fundið mitt konungsríki“
Olfert Ricard,
um kynnin af KFUM

Frá þessu er greint í bók Guðmundar Magnússonar um séra Friðrik Friðriksson og bætast þessar uppýsingar við það sem fram kemur í bókinni um barnagirnd séra Friðriks sjálfs. Líkt og gildir um Friðrik Friðriksson í Reykjavík þá er einnig stytta af Olfert Ricard í Kaupmannahöfn og hefur fortíð hans aldrei verið gerð upp þar í landi. 

Styttan í KaupmannahöfnÍ miðbæ Kaupmannahafnar er að finna bronsstyttu af séra Olfert Ricard. Guðmundur Magnússon opinberar það í bók sinni um séra Friðrik Friðriksson að hann hafi líka verið barnaníðingur. Þessi fortíð Olferts hefur ekki verið gerð upp í Danmörku.

„Misnotaði drengi“

Upplýsingar um barnaníð Olferts Ricards koma fram í kafla í bók Guðmundar um vináttusamband þeirra Friðriks Friðrikssonar og segir þar í lokin frá heimsókn kórs KFUM á Íslandi til Danmerkur fyrir einungis sjö árum síðan.

Um heimsóknina segir í bókinni: „Vorið 2016 heimsækir karlakór KFUM á Íslandi [...] slóðir Friðriks Friðrikssonar í Kaupmannahöfn og er þá meðal annars komið við í Garnisonkirkju þar sem Olfert Ricard gegndi prestsembætti frá 1915 til dauðadags 1929. Mörgum er vafalaust brugðið þegar sóknarpresturinn, séra Claus Oldenburg, segir hreinskilninislega frá því að Ricard hafi misnotað drengi. Hann útskýrir þetta ekki frekar og minnist ekki á hvaðan hann hafi þessar upplýsingar. Þegar bókarhöfundur leitar staðfestingar á þessu segir séra Oldenburg að kynhneigð Ricards hafi verið opinbert leyndarmál meðal kirkjunnar manna í Danmörku meðan hann var enn á lífi. Heimildarmaður sinn, nú látinn, hafi sagt sér að afi sinn hafi aðstoðað Ricard við að finna piltana. Hann hafi notfært sér unglingspilta sem stunduðu með leynd vændi á opinberum stöðum. Danir tala um „trækkerdrenge“ í því sambandi.“

Eitt af því sem er áhugavert við umfjöllun Guðmundar um Olfert Ricard er að þessar upplýsingar hafa verið það sem hann kallar „opinbert leyndarmál“ í Danmörku líkt og upplýsingarnar um barnagirnd séra Friðriks.

Vinur og leiðtogi KFUM í DanmörkuOlfert Ricard var góður vinur Friðriks Friðrikssonar á náms- og mótunarárum hans í Kaupmannahöfn. Hann var einn helsti forvígismaður KFUM í Danmörku.

KFUM og Olfert voru tímamót í lífi Friðriks

Í bók Guðmundar er rakið hvernig kynni Friðriks Friðrikssonar af KFUM og Olfert Ricard ollu straumhvörfum í lífi hans. Í köflunum á undan greinir Guðmundur frá því hvernig Friðrik byrjar að laðast að drengjum, bæði á Íslandi og í Danmörku og segir hann meðal annars frá „ástarbréfum“ hans til Eggerts Claessens sem var áratug yngri en hann. Hann kynnist unglingsdrengjum í Danmörku og „hrifningin leynir sér ekki“ og hann vill „eignast þá að vinum“ eins og það er orðað. 

Uppbyggingin í bókinni er þannig að þetta er saga manns sem á í innri baráttu; Friðrik er að takast á við og átta sig á kenndum sínum og tilfinningum.

Svo kynnist hann starfi KFUM og Olfert Ricard. „Þegar Friðrik gengur heim alelda eftir að hafa kynnst unglingadeild KFUM í kjallaranum í Bethesda-samkomuhúsinu í Kaupmannahöfn 6. janúar 1895, veit hann ekki að þetta kvöld hafa einnig orðið önnur tímamót í lífi hans. Hann hefur í fyrsta sinn hitt Olfert Ricard, nýútskrifaðan guðfræðing, sem starfað hefur í unglingadeildinni um þriggja ára skeið.“

Friðrik átti síðar eftir að segja frá því að enginn sem hann kynntist á lífsleiðinni hafi verið eins líkur honum og Olfert Ricard og að þeir hafi í reynd verið eins konar sálufélagar: „Enginn af öllum þeim, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, hefur verið mér „ut alter ego“ (sem annar ég) eins og hann,“ skrifar hann í endurminningum sínum. 

Sjálfur átti Olfert Ricard einnig eftir að segja frá því að kynni hans af KFUM og drengjunum sem tóku þátt í starfi samtakanna hafi verið honum opinberun en hann stundaði það að fá strákana heim til sín að „spjalla“ eins og það orðað í bókinni: „Ég hafði fundið mitt konungsríki“ sagði hann um þátttökuna í starfinu. 

Fyrirrennari Olferts Ricards dæmdur fyrir barnaníð

En áður en KFUM varð að konungsríki Olferts Ricards þá þurfti þáverandi leiðtogi hreyfingarinnar, Axel Jørgensen, að víkja. Axel þessi var besti vinur Olferts Ricards og olli það honum hugarangri af því hann vildi losna við Axel úr samtökunum svo hann gæti sjálfur stjórnað þeim. Þetta gerðist svo með þeim hætti að árið 1894 var Axel sakaður um kynferðisbrot gegn drengjunum í unglingadeild KFUM í Kaupmannahöfn og var hann kærður fyrir þetta. Guðmundur segir í bókinni að fram að þessu hafði margoft verið kvartað undan hegðun Axels Jørgensens.

Hann þurfti í kjölfarið að hætta að starfa innan KFUM og Olfert Ricard tók við. Guðmundur segir í bókinni að Friðrik Friðriksson hafi notið þessara tengsla við Olfert Ricard mjög því þeir voru svo góðir vinir. Í kjölfarið á þessu verður Olfert Ricard ein þekktasta persónan í trúarlífi Dana og bækur hans ná metsölu. 

Axel Jørgensen reyndi að ná tökum á kenndum sínum í garð drengja og lagðist meðal annars inn á geðsjúkrahús í því skyni. Hann átti síðar eftir að verða dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. Þetta var árið 1930. Hann hafði þá stundað það að bjóða skóladrengjum á aldrinum 12 til 15 ára heim til sín. Axel Jørgenson reyndi þá að flýja land en var handtekinn og í undirrétti var hann dæmdur í 120 daga fangelsi. Dómurinn yfir honum var þyngdur í átta mánuði á efri dómstigum en í Hæstarétti Danmerkur var ákveðið að hann skyldi fá að afplána dóminn á geðsjúkrahúsi. 

Þegar séra Friðrik talaði um Axel Jørgensen síðar á lífsleiðinni „treysti hann sér ekki“ til að segja alla söguna um kynferðisbrot hans, eins og Guðmundur orðar það í bókinni. Í staðinn lýsti hann stöðunni sem kom upp í starfi KFUM í Köben árið 1894 þannig að djöfullinn hafi tekist á við hið góða. Í ræðu í tilefni af 25 ára afmælis KFUM í Kaupmannahöfn árið 1903 sagði hann: „En eins og vant er að vera, þegar einhvers staðar lifnar í guðsríki, þá verður djöfullinn hamslaus og hefur allar klær til að hefta framrás hins góða; svo var það og í þetta sinn, því hann gekk um kring og sáði illgresi í þennan guðs akur […]“

Þannig átti séra Friðrik þátt í því að hylma yfir með fortíð KFUM í Kaupmannahöfn og því sem gekk á þar, jafnvel þó mál Axels Jørgensens hafi verið hálfopinbert þar í landi á þessum tíma. Enn síður sagði hann neitt um hegðun og kenndir sálufélaga síns, Olferts Ricards. 

Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sr. Friðrik og drengirnir

Séra Friðrik og fermingardrengirnir: „Lét þá setjast í fangið á sér og kyssti þá á munninn“
RannsóknSr. Friðrik og drengirnir

Séra Frið­rik og ferm­ing­ar­dreng­irn­ir: „Lét þá setj­ast í fang­ið á sér og kyssti þá á munn­inn“

Skömmu áð­ur en fað­ir Jak­obs Smára Magnús­son­ar lést úr krabba­meini um alda­mót­in sagði hann hon­um frá því þeg­ar séra Frið­rik Frið­riks­son kyssti hann á munn­inn í ferm­ing­ar­fræðslu þeg­ar hann var fjór­tán ára. Frá­sögn­in bæt­ist við fleiri sög­ur sem hafa kom­ið fram um hegð­un séra Frið­riks gagn­vart drengj­um í kjöl­far út­gáfu ævi­sögu hans.

Mest lesið

Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
2
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
5
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
10
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
6
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár