Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Barnagirnd séra Friðriks og vina hans í KFUM í Danmörku: „Ég hafði fundið mitt konungsríki“

Í bók Guð­mund­ar Magnús­son­ar sagn­fræð­ings um séra Frið­rik Frið­riks­son er op­in­ber­að að nán­asti sam­starfs­mað­ur hans í KFUM í Dan­mörku Ol­fert Ricard hafi líka ver­ið barn­aníð­ing­ur. Fyr­ir­renn­ari Ol­ferts hjá danska KFUM, Ax­el Jør­gensen, var það einnig og var dæmd­ur í átta ára fang­elsi fyr­ir barn­aníð ár­ið 1930.

Barnagirnd séra Friðriks og vina hans í KFUM í Danmörku: „Ég hafði fundið mitt konungsríki“
Í Vatnaskógi Á mynd sést séra Friðrik Friðriksson með drengjahópi í Vatnaskógi. Myndin er tekin á árunum 1946 til 1948. Þá var Friðrik um áttrætt.

Þegar Karlakór KFUM á Íslandi heimsótti slóðir séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda félagsins á Íslandi árið 2016, fréttu meðlimir kórsins hjá dönskum presti að náinn vinur Friðriks og forvígismaður samtakanna í Danmörku, Olfert Ricard, hefði verið barnaníðingur. Friðrik og Olfert Ricard voru nánir vinir og kynnti sá síðarnefndi Íslendinginn fyrir starfsemi KFUM í Danmörku á tíunda áratug 19. aldar.

„Ég hafði fundið mitt konungsríki“
Olfert Ricard,
um kynnin af KFUM

Frá þessu er greint í bók Guðmundar Magnússonar um séra Friðrik Friðriksson og bætast þessar uppýsingar við það sem fram kemur í bókinni um barnagirnd séra Friðriks sjálfs. Líkt og gildir um Friðrik Friðriksson í Reykjavík þá er einnig stytta af Olfert Ricard í Kaupmannahöfn og hefur fortíð hans aldrei verið gerð upp þar í landi. 

Styttan í KaupmannahöfnÍ miðbæ Kaupmannahafnar er að finna bronsstyttu af séra Olfert Ricard. Guðmundur Magnússon opinberar það í bók sinni um séra Friðrik Friðriksson að hann hafi líka verið barnaníðingur. Þessi fortíð Olferts hefur ekki verið gerð upp í Danmörku.

„Misnotaði drengi“

Upplýsingar um barnaníð Olferts Ricards koma fram í kafla í bók Guðmundar um vináttusamband þeirra Friðriks Friðrikssonar og segir þar í lokin frá heimsókn kórs KFUM á Íslandi til Danmerkur fyrir einungis sjö árum síðan.

Um heimsóknina segir í bókinni: „Vorið 2016 heimsækir karlakór KFUM á Íslandi [...] slóðir Friðriks Friðrikssonar í Kaupmannahöfn og er þá meðal annars komið við í Garnisonkirkju þar sem Olfert Ricard gegndi prestsembætti frá 1915 til dauðadags 1929. Mörgum er vafalaust brugðið þegar sóknarpresturinn, séra Claus Oldenburg, segir hreinskilninislega frá því að Ricard hafi misnotað drengi. Hann útskýrir þetta ekki frekar og minnist ekki á hvaðan hann hafi þessar upplýsingar. Þegar bókarhöfundur leitar staðfestingar á þessu segir séra Oldenburg að kynhneigð Ricards hafi verið opinbert leyndarmál meðal kirkjunnar manna í Danmörku meðan hann var enn á lífi. Heimildarmaður sinn, nú látinn, hafi sagt sér að afi sinn hafi aðstoðað Ricard við að finna piltana. Hann hafi notfært sér unglingspilta sem stunduðu með leynd vændi á opinberum stöðum. Danir tala um „trækkerdrenge“ í því sambandi.“

Eitt af því sem er áhugavert við umfjöllun Guðmundar um Olfert Ricard er að þessar upplýsingar hafa verið það sem hann kallar „opinbert leyndarmál“ í Danmörku líkt og upplýsingarnar um barnagirnd séra Friðriks.

Vinur og leiðtogi KFUM í DanmörkuOlfert Ricard var góður vinur Friðriks Friðrikssonar á náms- og mótunarárum hans í Kaupmannahöfn. Hann var einn helsti forvígismaður KFUM í Danmörku.

KFUM og Olfert voru tímamót í lífi Friðriks

Í bók Guðmundar er rakið hvernig kynni Friðriks Friðrikssonar af KFUM og Olfert Ricard ollu straumhvörfum í lífi hans. Í köflunum á undan greinir Guðmundur frá því hvernig Friðrik byrjar að laðast að drengjum, bæði á Íslandi og í Danmörku og segir hann meðal annars frá „ástarbréfum“ hans til Eggerts Claessens sem var áratug yngri en hann. Hann kynnist unglingsdrengjum í Danmörku og „hrifningin leynir sér ekki“ og hann vill „eignast þá að vinum“ eins og það er orðað. 

Uppbyggingin í bókinni er þannig að þetta er saga manns sem á í innri baráttu; Friðrik er að takast á við og átta sig á kenndum sínum og tilfinningum.

Svo kynnist hann starfi KFUM og Olfert Ricard. „Þegar Friðrik gengur heim alelda eftir að hafa kynnst unglingadeild KFUM í kjallaranum í Bethesda-samkomuhúsinu í Kaupmannahöfn 6. janúar 1895, veit hann ekki að þetta kvöld hafa einnig orðið önnur tímamót í lífi hans. Hann hefur í fyrsta sinn hitt Olfert Ricard, nýútskrifaðan guðfræðing, sem starfað hefur í unglingadeildinni um þriggja ára skeið.“

Friðrik átti síðar eftir að segja frá því að enginn sem hann kynntist á lífsleiðinni hafi verið eins líkur honum og Olfert Ricard og að þeir hafi í reynd verið eins konar sálufélagar: „Enginn af öllum þeim, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, hefur verið mér „ut alter ego“ (sem annar ég) eins og hann,“ skrifar hann í endurminningum sínum. 

Sjálfur átti Olfert Ricard einnig eftir að segja frá því að kynni hans af KFUM og drengjunum sem tóku þátt í starfi samtakanna hafi verið honum opinberun en hann stundaði það að fá strákana heim til sín að „spjalla“ eins og það orðað í bókinni: „Ég hafði fundið mitt konungsríki“ sagði hann um þátttökuna í starfinu. 

Fyrirrennari Olferts Ricards dæmdur fyrir barnaníð

En áður en KFUM varð að konungsríki Olferts Ricards þá þurfti þáverandi leiðtogi hreyfingarinnar, Axel Jørgensen, að víkja. Axel þessi var besti vinur Olferts Ricards og olli það honum hugarangri af því hann vildi losna við Axel úr samtökunum svo hann gæti sjálfur stjórnað þeim. Þetta gerðist svo með þeim hætti að árið 1894 var Axel sakaður um kynferðisbrot gegn drengjunum í unglingadeild KFUM í Kaupmannahöfn og var hann kærður fyrir þetta. Guðmundur segir í bókinni að fram að þessu hafði margoft verið kvartað undan hegðun Axels Jørgensens.

Hann þurfti í kjölfarið að hætta að starfa innan KFUM og Olfert Ricard tók við. Guðmundur segir í bókinni að Friðrik Friðriksson hafi notið þessara tengsla við Olfert Ricard mjög því þeir voru svo góðir vinir. Í kjölfarið á þessu verður Olfert Ricard ein þekktasta persónan í trúarlífi Dana og bækur hans ná metsölu. 

Axel Jørgensen reyndi að ná tökum á kenndum sínum í garð drengja og lagðist meðal annars inn á geðsjúkrahús í því skyni. Hann átti síðar eftir að verða dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum drengjum. Þetta var árið 1930. Hann hafði þá stundað það að bjóða skóladrengjum á aldrinum 12 til 15 ára heim til sín. Axel Jørgenson reyndi þá að flýja land en var handtekinn og í undirrétti var hann dæmdur í 120 daga fangelsi. Dómurinn yfir honum var þyngdur í átta mánuði á efri dómstigum en í Hæstarétti Danmerkur var ákveðið að hann skyldi fá að afplána dóminn á geðsjúkrahúsi. 

Þegar séra Friðrik talaði um Axel Jørgensen síðar á lífsleiðinni „treysti hann sér ekki“ til að segja alla söguna um kynferðisbrot hans, eins og Guðmundur orðar það í bókinni. Í staðinn lýsti hann stöðunni sem kom upp í starfi KFUM í Köben árið 1894 þannig að djöfullinn hafi tekist á við hið góða. Í ræðu í tilefni af 25 ára afmælis KFUM í Kaupmannahöfn árið 1903 sagði hann: „En eins og vant er að vera, þegar einhvers staðar lifnar í guðsríki, þá verður djöfullinn hamslaus og hefur allar klær til að hefta framrás hins góða; svo var það og í þetta sinn, því hann gekk um kring og sáði illgresi í þennan guðs akur […]“

Þannig átti séra Friðrik þátt í því að hylma yfir með fortíð KFUM í Kaupmannahöfn og því sem gekk á þar, jafnvel þó mál Axels Jørgensens hafi verið hálfopinbert þar í landi á þessum tíma. Enn síður sagði hann neitt um hegðun og kenndir sálufélaga síns, Olferts Ricards. 

Kjósa
54
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sr. Friðrik og drengirnir

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Forsetaembættið getur ekki afturkallað fálkaorðu séra Friðriks
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

For­seta­embætt­ið get­ur ekki aft­ur­kall­að fálka­orðu séra Frið­riks

Ein­ung­is er hægt að að aft­ur­kalla rétt fálka­orðu­hafa sem eru á lífi til að bera orð­una. Þeg­ar orðu­haf­ar falla frá fell­ur rétt­ur­inn til að bera orð­una nið­ur. Dæmi er um að rétt­ur­inn til að bera fálka­orð­una hafi ver­ið aft­ur­kall­að­ur en þetta mun ekki að ger­ast í til­felli séra Frið­riks Frið­riks­son­ar.

Mest lesið

Við erum ekkert „trailer trash“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár