Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

KFUM í „svakalegum bergmálshelli“ ef áreitni séra Friðriks er „verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar“

Fram­kvæmda­stjóri KFUM og KFUK seg­ir hvorki orð­róm né ábend­ing­ar hafa borist sam­tök­un­um um meint barn­aníð séra Frið­riks Frið­riks­son­ar áð­ur en bók Guð­mund­ar Magnús­son­ar sagn­fræð­ings kom út.

KFUM í „svakalegum bergmálshelli“ ef áreitni séra Friðriks er „verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar“
Barnavinurinn Friðrik stofnaði KFUM og KFUK, Val og Hauka. Hann kom að æskulýðsstarfi alla sína starfsævi. Mynd: b'Picasa'

„Nei, það hefur ekki neitt slíkt komið inn á borð til okkar,“ svarar Tómas Ingi Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi, spurður hvort á hans borð, stjórnar eða annarra innan samtakanna hafi borist í formi orðróms eða ábendinga að stofnandinn séra Friðrik Friðriksson hafi níðst á drengjum.

„Ég hef verið hér framkvæmdastjóri í níu ár, þar á undan var ég formaður,“ segir Tómas Ingi. „Þannig að ég er búinn að vera í forystusveit félagsins frá því 2005. Á þessum árum höfum við ekki fengið neitt [um séra Friðrik]. Við höfum þó alltaf verið viðbúin því, þegar upp hafa komið einhver mál, að það myndi ýfa upp eitthvað gamalt, því KFUM er svo ofboðslega gömul hreyfing. En það hefur aldrei neitt slíkt komið inn á borð, hvorki til mín eða stjórnar.“

Engar sögusagnir, enginn grunur og þá alls engar formlegar ábendingar?

„Nei, ekki neitt á þessum nótum um séra Friðrik.“

Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur.

Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður, hefur gefið út bók um ævi og störf Friðriks þar sem meðal annars er að finna frásögn karlmanns á áttræðisaldri sem segir Friðrik hafa káfað á sér er hann var barn. Maðurinn segir enn fremur frá því að fleiri hafi lent í því sama – verið leiddir einir inn til séra Friðriks eftir sunnudagaskóla félagsins. Árið 2018 leitaði maðurinn sér aðstoðar hjá Stígamótum. Drífa Snædal, talskona Stígamóta, greindi svo frá því í Kastljósi í gær að fleiri karlmenn hefðu leitað til samtakanna vegna séra Friðriks.

Það er talað um verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar, sagði Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í Kastljósi í gær um að séra Friðrik hafi níðst á drengjum. Hvað segir þú við því?

„Það kom mér mjög á óvart,“ svarar Tómas, „ég verð að viðurkenna það. Að hún hafi látið þetta út úr sér þarna. Við sem störfum í þessum félagsskap erum þá í einhverjum svakalegum bergmálshelli ef það er.“

Svo segir Drífa að fleiri karlmenn hafi leitað til Stígamóta. Hvernig bregstu við því, er einhver ástæða til að efast um að þetta hafi átt sér stað?

„Ég veit ekki hvaða yfirlýsingar ég á að vera með, svoleiðis lagað. Í sjálfu sér höfum við ekkert við þetta að bæta annað en það sem var í yfirlýsingunni frá okkur í gær. Það er ekkert nýtt komið fram sem kallar á það. Við viljum bara vanda okkur, þetta er gamalt mál og þetta er viðkvæmt mál.“

„Að sjálfsögðu stöndum við með þolendum ofbeldis. Það er að sýna sig í okkar starfi og hefur gert síðustu tuttugu árin.“

Kanna bakgrunn og fræða

Tómas Ingi Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK.

Tómas ítrekar að á síðustu tuttugu árum, frá því að kynferðisbrot gegn börnum hófu að komst upp á yfirborðið í íslensku samfélagi, hafi samtökin lagt mikið upp úr því að vinna að öryggi barna i æskulýðsstarfi. Þau hafi m.a. haft forgöngu um stofnun æskulýðsvettvangsins, sem er sameiginlegur vettvangur KFUM, skátanna, UMFÍ og Landsbjargar. Bakgrunnskönnun á fólki sem vildi starfa með samtökunum var tekin upp og námskeið sett á laggirnar í samvinnu við yfirvöld barnaverndarmála. Siðareglur voru settar og þær brýndar fyrir öllu starfsfólki.

KFUM og KFUK sendi út yfirlýsingu í gær þar sem m.a. kom fram að forystu samtakanna væri brugðið við að heyra frásögn um að séra Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst.“ Var fólki sem orðið hefur fyrir kynferðislegri áreiti eða ofbeldi á vettvangi samtakanna bent á að tilkynna um það.

Hafa borist einhverjar ábendingar um séra Friðrik eftir að þið senduð út tilkynninguna?

„Það var fólk sem kom að bókinni hjá Guðmundi sem fannst nauðsynlegt að hringja í okkur eftir þetta viðtal í Kiljunni,“ svarar Tómas.

Og hvað var þetta fólk að segja?

„Að bókin miði öll að því að gera séra Friðrik tortryggilegan. Ég var að tala við mann sem er kominn yfir áttrætt sem varð svo reiður að heyra þetta. Hann hafði verið í Vatnaskógi og sendur til séra Friðriks og talar um þennan mann sem alveg ofboðslega hlýjan og góðan. Sem klappaði strákum alltaf á kollinn og svo framvegis.

Hann gerði nú alla vega meira en það við þennan mann [sem fram kemur í bókinni]. Og í henni eru líka mjög sérstakar lýsingar Friðriks sjálfs á drengjum, sem í ljósi þessa virðast mjög annarlegar. Hvað finnst þér um það?

„Þetta er allt saman teiknað upp með þeim hætti en ég ætla ekkert að fara út í þá sálma.

Laglegir, fallegir, myndarlegir, yndislegir

Í bók Guðmundar er m.a. vitnað til endurminninga séra Friðriks sjálfs og bréfa hans þar sem hann lýsir drengjum sem fallegum, myndarlegum, yndislegum, dásamlegum og þar fram eftir götunum. „Hvar sem hann kemur er laglega stráka að finna og skrifar hann oft niður nöfn þeirra og fæðingardag og ýmsar athugasemdir um þokka þeirra,“ skrifar Guðmundur m.a.

Friðrik stofnaði KFUM á Íslandi árið 1899 eftir margra ára veru í Danmörku þar sem hann hafði kynnst þessu kristilega starfi. Hann er oftast kallaður æskulýðsleiðtogi og hefur verið á stalli sem slíkur í hugum margra. Styttur og kapella í hans nafni er m.a. til marks um þau áhrif sem hann hafði. Borgarstjóri segir koma til greina að „færa“ styttuna af séranum og drengnum sem stendur við Lækjargötu en margt annað minnir á manninn, ekki síst hjá íþróttafélögunum sem hann kom að því að stofna og auðvitað KFUM.

Getur þú sagt mér hver ykkar næstu skref verða? Nú er séra Friðrik alltumlykjandi í starfinu, söngvarnir hans, sagan hans, orðin hans.

„Næstu skref okkar eru að flýta okkur hægt,“ segir Tómas Ingi. Hann hafi ekki haft ráðrúm til að lesa bók Guðmundar frá upphafi til enda. „Þannig að við höfum í sjálfu sér ekkert um það að segja akkúrat núna,“ segir hann um frekari viðbrögð. Stjórn KFUM og KFUK var boðuð á fund síðdegis í dag.

Ef hægt er að leiða í ljós

Í yfirlýsingunni sem samtökin sendu frá sér í gær segir að „ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt“.

Hvað eigið þið nákvæmlega við með því?

„Eins og þarna kemur fram ætlum við ekkert að hylma yfir söguna eða sannleikann með neinum hætti,“ svarar Tómas. „Það er þá eitthvað sem við þurfum bara að horfast í augu við.“

En getur eitthvað meira komið í ljós en að meint fórnarlömb hans stígi fram?

„Við erum að óska eftir því, það er það sem við erum að hvetja til, að einstaklingar stigi fram með þessi mál. Þangað til verðum við líka aðeins að halda að okkur höndum. Gefa þeim svigrúm. Þetta eru svo viðkvæm mál. Það eru svo margir sem geta átt um sárt að binda.“

En þarna eru drengirnir hans Friðriks og einhverjir þeirra hafa greint frá þessu áreiti eða ofbeldi. Eigið þið ekki að standa fyrst og fremst með þeim?

„Ég veit ekki hvert þú ert að fara með þetta samtal. Að sjálfsögðu stöndum við með þolendum ofbeldis. Það er að sýna sig í okkar starfi og hefur gert síðustu tuttugu árin.


Veist þú meira um málið? Hafðu samband við sunna@heimildin.is

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifaði
  Hve lengi hefur Drífa Snædal verið í forsvari Stígamóta? Og er þegar búin að kynna sér allt um máls varðandi ákveðinn mann sem dó árið 1961. Mikill er mátturinn fyrir neðan mittið, fyrst hann er ekki uppi í heila.
  -1
 • Björn Ólafsson skrifaði
  Ég dvaldi oft í Vatnaskógi, stundur 2-3 a sumri. Svo sótti ég KFUM fundi. Ég minnist ekki að Séra Friðriki hafi verið. flaggað mikið þ.a. Við pollarnir hugsuð lítið út í þann karl. En það er von mín að þessar ömulegu fréttir af Friðriki verði ekki til að draga starfsemi KFUM/K niður. Mikið hafðu maður gott af því að kynnast starfseminni og boðskapnum sem þar var kenndur. 🙏🙏🤠
  -1
 • VSE
  Virgil Scheving Einarsson skrifaði
  Þetta er Sorgleg saga en þvi miður sönn, eg mun ekki fjalla nanar um þetta En gott að þessi Bok hristir upp i þessu löngu liðna Mali, Barna niðingar smeigðu ser inn i samtök þar sem börn og unglingar voru. Kirkjan atti sina Sökudolga Iþrottir og annar Vetvangur þar sem ungir voru Obenber Heimili þar sem nyðst var a Börum. A Irlandi var Þjoðin i Heljar greipum Katolsku Kirkjunar, nu loksins er þvi Svarta timabili lokið. I Bretlandi Lek Barnaniðingurinn og starfsmaður BBC Jimmy Savile Laus i 50 ar og svivirti Börn i massa vis hann var Aðlaður og Margaret Thatcher hafði mið dalæti a Honum. I dag i Bretlandi hafa öll Minismerki um hann verið Fjarlægð, Risa stor Seinn a leiði hans Fjalægður. Hann kvilir nu i Omerkti Gröf. Netflix gerði þessu ljota timabili goð skil i þætti Nyverið. Sama er a Islandi Öll merki um Barnaniðinga þarf að Þurka ut, KFUM a Islandi er þar engin undantekning, Ne Þjoðkirkjan sem Islenska rikið Rekur Lika þarf að Farga Minisvarða i miðborg Reykjavikur af þessum Barnanyðingi KFUM, og senda i mölun það gerðu Bretar við Höfuð Steinn Jimmy Savile sa Steinn vog 3 ton og var 2 metrar a hæð. Altt sem er rifið i Borgum ur steini er Malað og notað i Plön a staðnum.
  2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
6
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
3
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
2
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
3
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Pressa: Fyrsti þáttur
4
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
9
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár