Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Orð valdhafa um útlendinga geti leitt til aukinnar hatursorðræðu

Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­kona Pírata og Vig­dís Häsler, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna, sem hafa ít­rek­að orð­ið fyr­ir for­dóm­um vegna upp­runa síns, hafa áhyggj­ur af auk­inni hörku í garð út­lend­inga á Ís­landi, sér­stak­lega þeirri sem þær segja að bein­ist nú að flótta­fólki og hæl­is­leit­end­um. Lenya Rún og Vig­dís eru með­al við­mæl­enda í Pressu í há­deg­inu.

Orð valdhafa um útlendinga geti leitt til aukinnar hatursorðræðu
Útlendingaandúð rædd í Pressu

Lenya Rún og Vigdís, verða í Pressu í dag til að ræða útlendingaandúð á Íslandi. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ í málefnum innflytjenda og flóttafólks á vinnumarkaði, koma einnig í þáttinn.

Þá verður birt brot úr viðtali Heimildarinnar við Jasminu Vajzović. Þar bregst hún við umdeildri færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra á Facebook. Jasmina, sem fyrir 27 árum neyddist til að flýja stríðsástand í Bosníu og Hersegóvínu, segir málflutning utanríkisráðherra stórhættulegan. 

Lenya Rún tekur undir þetta. „Ég held þetta gæti leitt til aukinnar hatursorðræðu og meiri kerfisbundinna fordóma gagnvart fólki af erlendum uppruna.“

Andúð gagnvart útlendingum hefur farið vaxandi víða á Vesturlöndum síðustu ár. Hana má meðal annars sjá í fylgisaukningu stjórnmálaflokka í Evrópulöndum sem vilja herða innflytjendalöggjöf.

Alger umpólun varð í umræðunni um útlendingamál á Íslandi í sumar að mati Eiríks Bergmann stjórnmálafræðings en þá hafði Bjarni Benediktsson, þá fjármálaráðherra, sagt að við hefðum misst tökin á málaflokknum, kostnaður væri  farinn upp úr þakinu. Það væri óásættanlegt. Sjálfstæðismenn myndu áfram berjast fyrir því að þessum hlutum yrði komið í lag.

Fyrir viku birti Bjarni svo hina umdeildu færslu á Facebook. „Það sem næst þarf að gerast í þessum málaflokki er að herða reglur um hælisleitendamál og samræma því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Auka þarf eftirlit á landamærum,“ skrifaði Bjarni og ítrekaði það sem hann hefur áður sagt, að innviðir væru komnir að þolmörkum. 

Á sama tíma og ýmsar Evrópuþjóðir eru að þrengja lagaramma sína til að færri  geti leitað verndar í löndunum neyðast sífellt fleiri til að flýja heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að í lok þessa árs verði 131 milljón á vergangi. Yfirmaður flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að þjóðarleiðtogar gegni lykilhlutverki í að bregðast við á tímum þegar hatursorðræða í garð flóttafólks færist í aukana.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Látum ekki örfáar hræður stjórna umræðunni, getum fengið fullt af vinnu fúsum höndum sem vilja deila kjörum með okkur sem erum hér fyrir og skapa gott samfélag.Getum vel verið án nýbúa með miklar sérgæsku þarfir höfum heldur ekki efni á að halda slíku fólki uppi.
    -4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár