Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Er það ekki bara „basic“?“

„Það er erf­ið­ara að finna sterk­ara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð,“ seg­ir séra Hjalti Jón Sverris­son, prest­ur í Laug­ar­nes­kirkju. Góð­gerð­armat­ar­boð til styrkt­ar Palestínu fer fram í kirkj­unni í kvöld.

„Er það ekki bara „basic“?“
Hvernig samfélag viljum við vera? „Það er erfiðara að finna sterkara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð, að hjálpa þeim sem eru á flótta,“ segir Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarneskirkju. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samfélag Ahmadiyya-múslima á Íslandi efnir til matarboðs í Laugarneskirkju í kvöld til að sýna palestínskum flóttamönnum og hælisleitendum sem hafa dvalið í tjaldbúðum á Austurvelli síðustu fjórar vikur stuðning og samhug.  Mótmælendurnir hafa krafist þess að fjölskyldum þeirra verði komið af Gaza. Þeir óttast það sem gæti beðið þeirra, að þær verði drepnar eða týni lífi vegna hungursneyðar eða sjúkdóma sem geisar um svæðið eins og eldur í sinu. 

„Það var aldrei nein spurning um annað en að sýna allan stuðning við það, eins og er alltaf þegar fólk vill láta gott af sér leiða,“ segir séra Hjalti Jón Sverrisson, prestur í Laugarneskirkju. „Við fögnum því, það er ekkert óvanalegt að það sé samstöðu- og samfélagsviðburður að eiga sér stað í Laugarneskirkju frekar heldur en í öðrum kirkjum. Þetta er hluti af því hvað það þýðir að starfa sem kirkja almennt; að stunda og iðka kærleiksþjónustu. Hingað erum við að fá fólk til okkar sem er að leitast eftir að láta gott af sér leiða og gefa af sér til fólks sem er berskjaldað í sárri stöðu.“

„Það er erfiðara að finna sterkara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð“
séra Hjalti Jón Sverrisson

Mahdya Malik er ein skipuleggjenda matarboðsins og segir hún aðsóknina hafa farið fram úr björtustu vonum. Uppselt er í matarboðið og undibúningur er hafinn við að elda og framreiða 188 máltíðir, ýmist fyrir fólk til að taka með eða borða á staðnum. Matseðillinn samanstendur af pakistönskum og indónesískum réttum, til að mynda korma-kjúklingi, pilau-hrísgrjónum, pakora og Gule Kambing (lambakjöti í túrmeriksósu). Allur ágóði rennur óskiptur til félagsins Ísland-Palestína og Asil Al Masri, 17 ára stúlku sem slasaðist alvarlega í loftárás Ísraelshers í nóvember en er nú komin til Íslands þar sem bróðir hennar er búsettur. 

Sterkt stef að hjálpa fólki í neyð

Tjaldbúðirnar á Austurvelli voru teknar niður á miðvikudag þegar leyfi borgaryfirvalda rann út. Tjöldin hafa staðið fyrir framan Alþingishúsið frá 27. desember. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi í færslu á Facebook í síðustu viku að tjaldbúðir hefðu verið reistar á helgum stað og sagði það „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“. Ráðherrann sagði sömuleiðis að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingishúsið svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Palestínumennirnir, sem bíða fjölskyldusameiningar, ætla ekki að láta staðar numið og hafa dvalið síðustu sólarhringa á Austurvelli án tjaldsins. 

„Það er erfiðara að finna sterkara stef en að hjálpa þeim sem eru í neyð, að hjálpa þeim sem eru á flótta,“ segir Hjalti. Viðbrögðin við matarboðinu hafa verið sterk og mikil að hans sögn. Og jákvæð. „Mér þætti mjög merkilegt ef það væri einhver titringur í kringum það að það sé verið að halda góðgerðarmáltíð í safnaðarheimili í kirkju. Er það ekki bara „basic“? 

Hann segir mikilvægt að samfélagið starfi saman á kærleiksríkan hátt á tímum sem þessum. „Við lifum í fjölmenningarsamfélagi og samfélagi þar sem við höfum ólíkar trúar- og lífsskoaðnir, hvort sem það er að vera trúuð eða vantrúuð, kristin, múslimi, búddisti, hvernig sem við skilgreinum okkur.“

Hjalti segir að við, sem samfélag, verðum að spyrja okkur að því hvort við ætlum að lifa saman við opið trúfrelsi eða lokað? „Ætlum við að vera forvitin um hvert annað eða ætlum við að vera ólík úti í horni og helst ekkert af hvert öðru vita?“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Eigir þú tvo kyrtla, þá gef annan þeim sem engan á!
    Þetta helsta boð biblíunnar hefur ekki vegið þungt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár