Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, hefur í eitt ár reynt að koma sér hjá því að upplýsa um eðli fasteignaviðskipta sinna við tvo námufjárfesta í bænum. Þetta eru þeir Einar Sigurðsson, sem var eigandi útgerðarfélagsins Auðbjargar í Þorlákshöfn í áratugi, og Hrólfur Ölvisson. Elliði hefur búið í húsi á jörðinni Hjalla, sem þeir Einar og Hrólfur keyptu, í þrjú ár og segist hann hafa átt húsið allan tímann en að átt hafi eftir að ganga frá gögnum um eigendaskiptin.
Kaupverð og eðli viðskipta Elliða við þá Einar og Hrólf liggur ekki enn þá fyrir, hvorki í opinberum gögnum né í orðum Elliða sjálfs. „Það er búið að skila þessum gögnum inn til RSK og er í vinnslu þar,“ sagði Elliði við Heimildina í október.
„Það er bara mitt mál“
Athugasemdir (1)