Myndband: Heimildin / Davíð Þór
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Leynd yfir viðskiptum Elliða við námufjárfesta í Ölfusi: „Það er bara mitt mál“

Íbú­ar Ölfuss standa nú frammi fyr­ir því að ákveða hvort Þor­láks­höfn eigi að verða námu­bær til fram­tíð­ar. Stærð­ar­inn­ar möl­un­ar­verk­smiðja þýska steyp­uris­ans Heidel­berg er plön­uð í tún­fæt­in­um. Sam­hliða á Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri í fast­eigna­við­skipt­um við námu­fjár­fest­ana Ein­ar Sig­urðs­son og Hrólf Öl­vis­son sem eru sveip­uð leynd.

Íbúðarhúsið á jörðinni Hjalla við Þorlákshafnarveg þar sem Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, býr var talið ónýtt og verðlaust þegar það var selt á milli fyrirtækja í eigu þeirra Einars Sigurðssonar útgerðarmanns og Hrólfs Ölvissonar fjárfestis í lok árs í fyrra. Þeir Einar og Hrólfur eiga fyrirtækið Jarðefnaiðnað ehf. sem stundar námuvinnslu og jarðefnanám í Ölfusi. Verðmæt námuréttindi í Lambafelli í Þrengslum fylgdu með í kaupum þeirra á jörðinni Hjalla.

Elliði Vignisson segist eiga húsið á Hjalla í dag ásamt fjórum öðrum fasteignum á jörðinni og að þetta komi fram í gögnum sem hann er með í sínum fórum en sem ekki eru opinber. Bæjarstjórinn segir í samtali við Heimildina að hann og eiginkona hans, Berta Johansen, hafi nýlega eignast félagið sem á húsið og aðrar fasteignir á jörðinni en hann neitar að segja hvað hann borgaði fyrir það. Félagið sem á húsið í dag heitir LB-10 ehf. og eignaðist …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
90
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorsteinn Valgeir Konráðsson skrifaði
    Tók ekki Elliði þátt í að heiðra barnaníðinginn í "bláa húsinu" um árið?
    0
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Ég skil ekki svona hugsunar gang
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Spillingin uppmáluð!
    7
  • Siggi Rey skrifaði
    Skítafnykinn leggur um allt Ölfusið og víðar, enda ekki við öðru að búast þar sem sjálfstæðismenn eiga í viðskiptum!
    9
  • Kári Jónsson skrifaði
    Þar sem er SPILLING þar er Sjálfstæðismaður/Framsóknarmaður og Katrín Jak segir bara allt í fína lagi.
    5
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Þetta er ekkert nýtt. Spillingin er viðvarandi mein í samfélaginu og oftar en ekki eru þeir spilltustu innmúraðir í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem bókstafstrúa eru, verja frekar þessa hunda heldur en æskuvini sem gróflega er logið á. Á hvaða leið er íslensk þjóð?
    9
  • Ásgeir Överby skrifaði
    „Það er bara mitt mál“
    Bara þitt mál að þú eigir í einkaviðskiptum við stórfyrirtæki sem hugsanlega eiga eftir að eiga mikil viðskipti við bæinn? Spilltara getur það ekki orðið!
    12
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Leynd er alltaf vísbending um spillingu þegar menn þykjast vera ótengdur eigin hagsmunum og aðstöðu sem starfið getur veitt þeim. Elliði er bæjarstjóri ekki Jón Jónsson úti I bæ. Landlæg kerfisspilling.
    9
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Bæjarstjori ileynimakki með hagsmunaðilum ? Spillta verður það varla.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Átök um landfyllinguna í Þorlákshöfn: „Ég ætla að óska eftir fundarhléi“
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Átök um land­fyll­ing­una í Þor­láks­höfn: „Ég ætla að óska eft­ir fund­ar­hléi“

Meiri­hluti sveita­stjórn­ar­inn­ar í Ölfusi og minni­hlut­inn tók­ust á um land­fyll­ing­una sem á að gera við strand­lengj­una í Þor­láks­höfn á fundi bæj­ar­stjórn­ar. Með­lim­ir úr Brimbretta­fé­lagi Ís­lands voru með framíköll og mót­mæli og stöðv­aði Gest­ur Þór Kristjáns­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar, fund­inn að lok­um eft­ir að hafa skamm­að þá.
Formaður Brimbrettafélags Íslands um landfyllinguna og Elliða: „Það blasir við að þetta er spilling“
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Formað­ur Brimbretta­fé­lags Ís­lands um land­fyll­ing­una og Ell­iða: „Það blas­ir við að þetta er spill­ing“

Stein­arr Lár, formað­ur Brimbretta­fé­lags Ís­lands, seg­ir í um­fjöll­un í enska blað­inu The Guar­di­an að hann telji að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfuss sé að ganga er­inda námu­fjár­festa í sveit­ar­fé­lag­inu út af fram­kvæmd­um við nýja land­fyll­ingu. Hann seg­ir að það angi af spill­ingu að Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri búi í húsi sem námu­fjár­fest­arn­ir eigi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár