Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dæmd til að greiða tvær milljónir fyrir vangoldna leigu á húsgögnum

Hér­að­dóm­ur Reykja­ness dæmdi nú fyr­ir skömmu konu til þess að greiða þrota­búi Magnús­ar Ól­afs Garð­ars­son­ar, fyrr­um for­stjóra United Silicon, von­goldna leigu á hús­næði og hús­gögn­um. Nam upp­hæð­in rúm­lega þrem­ur millj­ón­um króna ásamt drátta­vöxt­um. Þá var fyrr­um leigu­tak­an­um gert að greiða 500.000 krón­ur í máls­kostn­að

Dæmd til að greiða tvær milljónir fyrir vangoldna leigu á húsgögnum
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrum forstjóri United Silicon, gerði forvitnilega leigusamning við konu árið 2020 sem í kjölfarið leiddi til málaferla

Fyrrum leigjandi Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sem gjarnan er kenndur við fyrirtækið United Silicon, hefur verið dæmdur til þess að greiða þrotabúi Magnúsar rúmar þrjár milljónir ásamt dráttarvöxtum fyrir vanefndir á húsaleigusamningi.

Í dómnum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær, segir að leigutakanum hafi verið stefnt fyrir vanefndir í greiðslu húsaleigu í fjóra mánuði samfleytt og fyrir að hafa ekki greitt leigu á húsgögnum í 13 mánuði.

Mánaðarleg leiga var samtals 550.000 krónur á mánuði. Sú upphæð skiptist í tvennt, fyrir annars vegar leigu á húsnæðinu, sem nam 400.000 krónum og svo hins vegar leigu á húsgögnum. Nam leigan fyrir húsgögnin 150.000 krónur á mánuði.

Í niðurstöðu dómsins var konunni gert að greiða rúma 1,8 milljónir fyrir vangoldna leigu á húsnæðinu og 1.950.000 krónur fyrir leigu á húsgögnunum. Dómurinn féllst þó á að draga 850.000 krónur sem konan greiddi í tryggingu frá heildarupphæðinni. 

Glæsihýsi í Kópavogi

Húsið sem um ræðir er einbýlishús við Huldubraut 28 í Kópavogi sem var áður í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Húsið er um 360 fermetrar að stærð.

GlæsihýsiSjá má hluta af þeim húsgögnum sem talið er að hafi verið leigð fyrir 150.000 krónur á mánuði.

Þá voru fyrri eigendur hússins hjónin Ólafur Ólafsson, fyrrum forstjóri Samskipa, og Ingibjörg Kristjánsdóttir arkitekt. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Magnús Ólafur ratar í fréttirnar fyrir fyrirkomulag við útleigu á húsinu. Í frétt Viðskiptablaðsins frá 2017 var greint frá því að Magnús hafi leigt húsið út á Airbnb á tilskilinna leyfa.

Grunur um að engin húsgögn hafi verið leigð

Í kærunni hélt þrotabúið því fram að leigusamningurinn hefði verið gerður í slæmri trú. Þau hafi samið um leigu upp á 550.000 krónur á mánuði en ákveðið að skipta leigunni niður í tvo mismunandi leigusamninga. 400.000 krónur fyrir húsið en 150.000 krónur fyrir húsgögnin, sem hafi þó ekki verið leigð í raun.

Fyrri leigusamningnum, fyrir húsið, var þinglýst en hinum seinni, fyrir húsgögnin, ekki. Því hafi ekki uppgötvast hvernig í pottinn var búið. Dóttir leigjandans framleigði síðan neðri hæð hússins fyrir 150.000 krónur, sömu upphæð og leigan á meintu húsgögnunum, og sér leigusamningur gerður á milli mæðgnanna. Þær fengu svo báðar húsaleigubætur fyrir hvorn sinn leigusamninginn.

Eftir að þrotabúið tók við leigusamningnum þá leyndi leigjandinn óþinglýsta húsgagnaleigusamningnum fyrir því og hætti að greiða fyrir húsgögnin. Krafðist þrotabúið því 13 mánaða leigu. Stefnda reyndi þó að bera fyrir sig að samningnum hafi ekki verið þinglýst. Dómurinn tók þessi rök ekki gild. 

Kaupsýslumaðurinn Magnús Ólafur Garðarsson

Magnús Ólafur Garðarsson er stofnandi, fyrrverandi forsvarsmaður og áður stærsti hluthafi hins umdeilda United Silicon sem rak kísilver í Helguvík. Hann hefur áður komist í kast fyrir lögin. Hann hefur til dæmis verið ásakaður um ítrekuð efnahagsbrot og misferli í starfi.

Árið 2009 var Magnús sagður hafa brotið á réttindum pólskra verkamanna í Danmörku. Var fyrirtæki hans sektað fyrir brot þessi sem sögð voru jaðra við mansal. Magnúsi var í kjölfarið gert að segja upp. 

Árið 2017 kærði stjórn United Silicon Magnús, þá fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, fyrir refsiverða háttsemi. Var Magnús grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014. Í september í fyrra hafði héraðssaksóknari ekki enn komist að niðurstöðu í málinu. 

Árið 2021 var Magnús úrskurðaður gjaldþrota. Stærsti kröfuhafinn í þrotabúið er þrotabú Sameinaðs sílikons sem er rekstrarfélag kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kröfur fyrirtækisins í þrotabú Magnúsar námu 1,8 milljörðum í október 2021.

Hafði þrotabú Sameinaðs sílikons þá einnig höfðað tvö önnur mál gegn Magnúsi vegna meintra fjársvika, samtals upp á 4,5 milljónir evra. Tengdust málin bæði samskiptum Magnúsar við suður-afríksa félagið Tenova Minerals sem keypti bræðsluofn verksmiðjunnar.

Í september síðastliðnum greindi mbl.is frá því að Magnúsi hefði verið gefið að sök að hafa stofnað erlend gervitökufélög, gefið út falsaða og tilhæfulausa reikninga frá þeim til að dylja brot sín og látið bókhaldsgögn hverfa í sama tilgangi þegar hann stjórnaði United Silicon.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Þetta eru hinir svokölluðu virðulegu athafnamennn á Íslandi, gæfulegt eða hitt þó, ætli þeim fari ekki sífellt fjölgandi.....
    2
  • TAE
    T.ark Arkitektar ehf skrifaði
    Þyrfti að laga málfræðina. Illa skrifuð. Sæmir ekki Heimildinni
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu