Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Dæmd til að greiða tvær milljónir fyrir vangoldna leigu á húsgögnum

Hér­að­dóm­ur Reykja­ness dæmdi nú fyr­ir skömmu konu til þess að greiða þrota­búi Magnús­ar Ól­afs Garð­ars­son­ar, fyrr­um for­stjóra United Silicon, von­goldna leigu á hús­næði og hús­gögn­um. Nam upp­hæð­in rúm­lega þrem­ur millj­ón­um króna ásamt drátta­vöxt­um. Þá var fyrr­um leigu­tak­an­um gert að greiða 500.000 krón­ur í máls­kostn­að

Dæmd til að greiða tvær milljónir fyrir vangoldna leigu á húsgögnum
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrum forstjóri United Silicon, gerði forvitnilega leigusamning við konu árið 2020 sem í kjölfarið leiddi til málaferla

Fyrrum leigjandi Magnúsar Ólafs Garðarssonar, sem gjarnan er kenndur við fyrirtækið United Silicon, hefur verið dæmdur til þess að greiða þrotabúi Magnúsar rúmar þrjár milljónir ásamt dráttarvöxtum fyrir vanefndir á húsaleigusamningi.

Í dómnum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær, segir að leigutakanum hafi verið stefnt fyrir vanefndir í greiðslu húsaleigu í fjóra mánuði samfleytt og fyrir að hafa ekki greitt leigu á húsgögnum í 13 mánuði.

Mánaðarleg leiga var samtals 550.000 krónur á mánuði. Sú upphæð skiptist í tvennt, fyrir annars vegar leigu á húsnæðinu, sem nam 400.000 krónum og svo hins vegar leigu á húsgögnum. Nam leigan fyrir húsgögnin 150.000 krónur á mánuði.

Í niðurstöðu dómsins var konunni gert að greiða rúma 1,8 milljónir fyrir vangoldna leigu á húsnæðinu og 1.950.000 krónur fyrir leigu á húsgögnunum. Dómurinn féllst þó á að draga 850.000 krónur sem konan greiddi í tryggingu frá heildarupphæðinni. 

Glæsihýsi í Kópavogi

Húsið sem um ræðir er einbýlishús við Huldubraut 28 í Kópavogi sem var áður í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Húsið er um 360 fermetrar að stærð.

GlæsihýsiSjá má hluta af þeim húsgögnum sem talið er að hafi verið leigð fyrir 150.000 krónur á mánuði.

Þá voru fyrri eigendur hússins hjónin Ólafur Ólafsson, fyrrum forstjóri Samskipa, og Ingibjörg Kristjánsdóttir arkitekt. Ekki er þetta í fyrsta sinn sem Magnús Ólafur ratar í fréttirnar fyrir fyrirkomulag við útleigu á húsinu. Í frétt Viðskiptablaðsins frá 2017 var greint frá því að Magnús hafi leigt húsið út á Airbnb á tilskilinna leyfa.

Grunur um að engin húsgögn hafi verið leigð

Í kærunni hélt þrotabúið því fram að leigusamningurinn hefði verið gerður í slæmri trú. Þau hafi samið um leigu upp á 550.000 krónur á mánuði en ákveðið að skipta leigunni niður í tvo mismunandi leigusamninga. 400.000 krónur fyrir húsið en 150.000 krónur fyrir húsgögnin, sem hafi þó ekki verið leigð í raun.

Fyrri leigusamningnum, fyrir húsið, var þinglýst en hinum seinni, fyrir húsgögnin, ekki. Því hafi ekki uppgötvast hvernig í pottinn var búið. Dóttir leigjandans framleigði síðan neðri hæð hússins fyrir 150.000 krónur, sömu upphæð og leigan á meintu húsgögnunum, og sér leigusamningur gerður á milli mæðgnanna. Þær fengu svo báðar húsaleigubætur fyrir hvorn sinn leigusamninginn.

Eftir að þrotabúið tók við leigusamningnum þá leyndi leigjandinn óþinglýsta húsgagnaleigusamningnum fyrir því og hætti að greiða fyrir húsgögnin. Krafðist þrotabúið því 13 mánaða leigu. Stefnda reyndi þó að bera fyrir sig að samningnum hafi ekki verið þinglýst. Dómurinn tók þessi rök ekki gild. 

Kaupsýslumaðurinn Magnús Ólafur Garðarsson

Magnús Ólafur Garðarsson er stofnandi, fyrrverandi forsvarsmaður og áður stærsti hluthafi hins umdeilda United Silicon sem rak kísilver í Helguvík. Hann hefur áður komist í kast fyrir lögin. Hann hefur til dæmis verið ásakaður um ítrekuð efnahagsbrot og misferli í starfi.

Árið 2009 var Magnús sagður hafa brotið á réttindum pólskra verkamanna í Danmörku. Var fyrirtæki hans sektað fyrir brot þessi sem sögð voru jaðra við mansal. Magnúsi var í kjölfarið gert að segja upp. 

Árið 2017 kærði stjórn United Silicon Magnús, þá fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, fyrir refsiverða háttsemi. Var Magnús grunaður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014. Í september í fyrra hafði héraðssaksóknari ekki enn komist að niðurstöðu í málinu. 

Árið 2021 var Magnús úrskurðaður gjaldþrota. Stærsti kröfuhafinn í þrotabúið er þrotabú Sameinaðs sílikons sem er rekstrarfélag kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kröfur fyrirtækisins í þrotabú Magnúsar námu 1,8 milljörðum í október 2021.

Hafði þrotabú Sameinaðs sílikons þá einnig höfðað tvö önnur mál gegn Magnúsi vegna meintra fjársvika, samtals upp á 4,5 milljónir evra. Tengdust málin bæði samskiptum Magnúsar við suður-afríksa félagið Tenova Minerals sem keypti bræðsluofn verksmiðjunnar.

Í september síðastliðnum greindi mbl.is frá því að Magnúsi hefði verið gefið að sök að hafa stofnað erlend gervitökufélög, gefið út falsaða og tilhæfulausa reikninga frá þeim til að dylja brot sín og látið bókhaldsgögn hverfa í sama tilgangi þegar hann stjórnaði United Silicon.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Þetta eru hinir svokölluðu virðulegu athafnamennn á Íslandi, gæfulegt eða hitt þó, ætli þeim fari ekki sífellt fjölgandi.....
    2
  • TAE
    T.ark Arkitektar ehf skrifaði
    Þyrfti að laga málfræðina. Illa skrifuð. Sæmir ekki Heimildinni
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
4
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár