„Það sem tekur við núna er vinna við að skoða þessar ólíku leiðir, það er að segja annars vegar uppkaupa leiðina og hins vegar þá leið að ríkið greiði Grindvíkingum eigið fé,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við Heimildina. Hún segir að ef Grindvíkingum yrði greitt eigið fé hefði ríkið milligöngu með lánveitendum, sem eru lífeyrissjóðir og bankar. Hún segir að frumvarpið megi vænta einhverntímann í febrúar.
Á blaðamannafundi sem haldin var skömmu eftir hádegi kynntu ráðherrar úr ríkisstjórninni aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir íbúa Grindavíkur. Á fundinum skuldbatt ríkistjórnin sig til þess að eyða óvissunni sem Grindvíkingar hafa einir setið uppi með frá því í nóvember í fyrra.
Kynntar voru aðgerðir til skamms tíma, sem ríkisstjórnin hefur nú þegar samþykkt að ráðast í. Ber þar helst að nefna framlengingu á framfærslu- og húsnæðisstuðningi til Grindvíkinga og uppkaup á fleiri íbúðum með Bríet leigufélagi og íbúðafélaginu Bjarg.
Þá var rætt um tvær hugsanlegar leiðir sem ríkisstjórnin gæti farið til þess að eyða óvissunni sem ríkir meðal Grindvíkinga um það hvað verður um húsnæði þeirra og fjármunina sem eru bundnir í þeim. Annars vegar uppkaup allra íbúða í Grindavík og hins vegar einhverskonar uppgjör í samstarfi við banka og lífeyrissjóði landsins.
70 milljarðar plús
Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðirnar verða framkvæmdar að hluta til með fjármagni úr náttúruhamfaratryggingasjóði og að hluta af lánveitendum ásamt ríkissjóði. Farið verður í aðgerðir til að hindra þrýsting á verðbólgu segir Katrín. „Þetta eru tugir miljarðar sem um ræðir. Ég met það líka svo að við sem samfélag erum í fullum færum til að fara í svona stóra aðgerð.“
Þá segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Heimildina að heildarpakkinn muni samtals vera upp á tugi milljarða króna. „Við erum alltaf að tala um 70 milljarða plús í svona heildar áhrif,“ segir Þórdís. Þá segir hún að heildarkostnaðurinn ráðist að miklu leyti að útfærslu aðgerðanna.
En niðurstaðan mótast af samspili ólíkra hagaðila á borð við Náttúruhamfaratrygginga Íslands, ríkisins, fjármálastofnana og sveitarstjórna og Grindvíkinga sjálfra. „Það samtal er hafið og ég leyfi mér að vera bjartsýn varðandi það að við finnum einhverja lausn á því. Enda átta sig allir á þvi að þetta er sameiginlegt verkefni,“ segir Þórdís.
Þverpólitísk samráðsnefnd
Spurð út í nánari upplýsingar um samráðsnefndina sem fjármála- og efnhagsráðherra mun leiða, segir Þórdís að hún skynji sterkan þverpólitískan vilja fyrir því að mæta þörfum og vanda Grindvíkinga. Ljóst er að vandinn sé mikill og kostnaður verður gríðarlegur. „Við erum að taka eitt prósent af landinu, í raun nýjan inn á húsnæðismarkað. Á húsnæðismarkað sem er þröngur fyrir og með vaxtarstigið eins og það er,“ segir Þórdís.
Hins vegar segir ráðherra þetta vera „raunveruleikinn eins og hann blasir við og þá verður maður bara að vinna með það. Það er oft ágætt að gera það þannig að þú fáir sem flest sjónarmið á meðan það er gert.“
Hitaveita Suðurnesja var stofnuð i Þorshamri Husi Alþingis við Austurvöll eftir 1970
Rikisjoður atti rum 40% og Sveitarfelög a Suður nesjum attu hinn partin. Illa gekk þa að semja við Landeigengur i Grindavik svo for að Hafið var samningaferli við Hitaveytu Reykjavikur um utvegun a heitu vatni og Lögn kæmi suður a Fitjar i öxl Reykjanesbrautar. þa Gafu landeigendur sig. Samið var við Bandariska Flotan i USA um kaup a Heitu vatni fyrir Herstöðina þar spilaði Þóroddur Th. Sigurðsson. vatnsveitustjori i Reykjavik stærsta Hlutverkið. 50% af heitu vatni voru seld USN. þeir sem vilja fræðast um þetta geta Lesið Bok um sögu Hitaveitu Suðurnesja. I Dag leggur Rikistjornin Alla sina Aheirslu a Grindavik það er gott mal. En samhliða þvi þarf að koma fyrir 20 tommu Lögn i Öxl Reykjanesbrautar a Njarðvikur Fitjar ur hafnafirði er su vegaleingd 35 kilometrar
Að sjalfsögðu þarf Orkuveitan að auka sina Heitavatns byrgðir með Borun. Lögn a Heitavats Lögn a Fitjar er nokkura manuða vinna með Storvirkum Vinnuvelum og Efnisflutningur. Borun er meira mal. VARA LÖGN A HEITU VATNI A FITJAR ER LIFSNAUÐSIN Fyrir Suðurnes. Það Oöryggi sem i dag er Buið við er OÞOLANDI MEÐ ÖLLU. Rikistjornin þarf strax að hefjast handa með Aform um Varalögn a Suðurnes
Teflt er a tæpasta Vað meðan hun er ekki til staðar. Reykjavikurflugvöllur getur ekki leyst Keflavikurflugvöll af nema með miklum TAKMÖRKUNUM.