Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Þórdís Kolbrún: „Við erum alltaf að tala um 70 milljarða plús“

Á blaða­manna­fundi skuld­batt rík­i­s­tjórn­in sig til þess að eyða óviss­unni um það hvað verð­ur um fjár­muni sem bundn­ir eru í íbúð­ar­hús­næð­um í Grinda­vík. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir í sam­tali við Heim­ild­ina að heild­arpakk­inn muni kosta meira en 70 millj­arða króna.

Ráðherrar á blaðamannafundi þar sem kynntar voru aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinganna til lengri og skemmri tíma

„Það sem tekur við núna er vinna við að skoða þessar ólíku leiðir, það er að segja annars vegar uppkaupa leiðina og hins vegar þá leið að ríkið greiði Grindvíkingum eigið fé,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við Heimildina. Hún segir að ef Grindvíkingum yrði greitt eigið fé hefði ríkið milligöngu með lánveitendum, sem eru lífeyrissjóðir og bankar.  Hún segir að frumvarpið megi vænta einhverntímann í febrúar. 

Á blaðamannafundi sem haldin var skömmu eftir hádegi kynntu ráðherrar úr ríkisstjórninni aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir íbúa Grindavíkur. Á fundinum skuldbatt ríkistjórnin sig til þess að eyða óvissunni sem Grindvíkingar hafa einir setið uppi með frá því í nóvember í fyrra. 

Kynntar voru aðgerðir til skamms tíma, sem ríkisstjórnin hefur nú þegar samþykkt að ráðast í. Ber þar helst að nefna framlengingu á framfærslu- og húsnæðisstuðningi til Grindvíkinga og uppkaup á fleiri íbúðum með Bríet leigufélagi og íbúðafélaginu Bjarg. 

Þá var rætt um tvær hugsanlegar leiðir sem ríkisstjórnin gæti farið til þess að eyða óvissunni sem ríkir meðal Grindvíkinga um það hvað verður um húsnæði þeirra og fjármunina sem eru bundnir í þeim. Annars vegar uppkaup allra íbúða í Grindavík og hins vegar einhverskonar uppgjör í samstarfi við banka og lífeyrissjóði landsins.  

70 milljarðar plús

Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðirnar verða framkvæmdar að hluta til með fjármagni úr náttúruhamfaratryggingasjóði og að hluta af lánveitendum ásamt ríkissjóði. Farið verður í aðgerðir til að hindra þrýsting á verðbólgu segir Katrín. „Þetta eru tugir miljarðar sem um ræðir. Ég met það líka svo að við sem samfélag erum í fullum færum til að fara í svona stóra aðgerð.“ 

Þá segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Heimildina að heildarpakkinn muni samtals vera upp á tugi milljarða króna. „Við erum alltaf að tala um 70 milljarða plús í svona heildar áhrif,“ segir Þórdís. Þá segir hún að heildarkostnaðurinn ráðist að miklu leyti að útfærslu aðgerðanna.

En niðurstaðan mótast af samspili ólíkra hagaðila á borð við Náttúruhamfaratrygginga Íslands, ríkisins, fjármálastofnana og sveitarstjórna og Grindvíkinga sjálfra. „Það samtal er hafið og ég leyfi mér að vera bjartsýn varðandi það að við finnum einhverja lausn á því. Enda átta sig allir á þvi að þetta er sameiginlegt verkefni,“ segir Þórdís.  

Þverpólitísk samráðsnefnd 

Spurð út í nánari upplýsingar um samráðsnefndina sem fjármála- og efnhagsráðherra mun leiða, segir Þórdís að hún skynji sterkan þverpólitískan vilja fyrir því að mæta þörfum og vanda Grindvíkinga. Ljóst er að vandinn sé mikill og kostnaður verður gríðarlegur. „Við erum að taka eitt prósent af landinu, í raun nýjan inn á húsnæðismarkað. Á húsnæðismarkað sem er þröngur fyrir og með vaxtarstigið eins og það er,“ segir Þórdís.

Hins vegar segir ráðherra þetta vera „raunveruleikinn eins og hann blasir við og þá verður maður bara að vinna með það. Það er oft ágætt að gera það þannig að þú fáir sem flest sjónarmið á meðan það er gert.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Við sem erum busettir Suður með Sjo a Suðurnesjum erum rum 30.000 ibuar og okkar 1 Alþjoðaflugvöllur er Keflavikurflugvöllur ja við hugsum með hrillingi til þess ef Gos lamaði starfsemi Virkjuninar við Svarseingi eða lögn sem flytur heitt vatn i Miðlunar Tanka a Njarðvikurfitjum rofnar. Svartasta mindin i Brunagaddi um havetur er Flugvöllurinn lokaður og 30.000 mans i kulda með engan Hita. Þetta gæti gerst i næsta Gosi. Malið er að það vantar vara Lögn ur Reykjavik lagða i Öxl Reykjanesbrautar a Njarðvikur fitjar.
    Hitaveita Suðurnesja var stofnuð i Þorshamri Husi Alþingis við Austurvöll eftir 1970
    Rikisjoður atti rum 40% og Sveitarfelög a Suður nesjum attu hinn partin. Illa gekk þa að semja við Landeigengur i Grindavik svo for að Hafið var samningaferli við Hitaveytu Reykjavikur um utvegun a heitu vatni og Lögn kæmi suður a Fitjar i öxl Reykjanesbrautar. þa Gafu landeigendur sig. Samið var við Bandariska Flotan i USA um kaup a Heitu vatni fyrir Herstöðina þar spilaði Þóroddur Th. Sigurðsson. vatnsveitustjori i Reykjavik stærsta Hlutverkið. 50% af heitu vatni voru seld USN. þeir sem vilja fræðast um þetta geta Lesið Bok um sögu Hitaveitu Suðurnesja. I Dag leggur Rikistjornin Alla sina Aheirslu a Grindavik það er gott mal. En samhliða þvi þarf að koma fyrir 20 tommu Lögn i Öxl Reykjanesbrautar a Njarðvikur Fitjar ur hafnafirði er su vegaleingd 35 kilometrar
    Að sjalfsögðu þarf Orkuveitan að auka sina Heitavatns byrgðir með Borun. Lögn a Heitavats Lögn a Fitjar er nokkura manuða vinna með Storvirkum Vinnuvelum og Efnisflutningur. Borun er meira mal. VARA LÖGN A HEITU VATNI A FITJAR ER LIFSNAUÐSIN Fyrir Suðurnes. Það Oöryggi sem i dag er Buið við er OÞOLANDI MEÐ ÖLLU. Rikistjornin þarf strax að hefjast handa með Aform um Varalögn a Suðurnes
    Teflt er a tæpasta Vað meðan hun er ekki til staðar. Reykjavikurflugvöllur getur ekki leyst Keflavikurflugvöll af nema með miklum TAKMÖRKUNUM.
    0
  • Hjalti Þórisson skrifaði
    húsnæðum
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár