Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Þórdís Kolbrún: „Við erum alltaf að tala um 70 milljarða plús“

Á blaða­manna­fundi skuld­batt rík­i­s­tjórn­in sig til þess að eyða óviss­unni um það hvað verð­ur um fjár­muni sem bundn­ir eru í íbúð­ar­hús­næð­um í Grinda­vík. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir í sam­tali við Heim­ild­ina að heild­arpakk­inn muni kosta meira en 70 millj­arða króna.

Ráðherrar á blaðamannafundi þar sem kynntar voru aðgerðir stjórnvalda fyrir Grindvíkinganna til lengri og skemmri tíma

„Það sem tekur við núna er vinna við að skoða þessar ólíku leiðir, það er að segja annars vegar uppkaupa leiðina og hins vegar þá leið að ríkið greiði Grindvíkingum eigið fé,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við Heimildina. Hún segir að ef Grindvíkingum yrði greitt eigið fé hefði ríkið milligöngu með lánveitendum, sem eru lífeyrissjóðir og bankar.  Hún segir að frumvarpið megi vænta einhverntímann í febrúar. 

Á blaðamannafundi sem haldin var skömmu eftir hádegi kynntu ráðherrar úr ríkisstjórninni aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir íbúa Grindavíkur. Á fundinum skuldbatt ríkistjórnin sig til þess að eyða óvissunni sem Grindvíkingar hafa einir setið uppi með frá því í nóvember í fyrra. 

Kynntar voru aðgerðir til skamms tíma, sem ríkisstjórnin hefur nú þegar samþykkt að ráðast í. Ber þar helst að nefna framlengingu á framfærslu- og húsnæðisstuðningi til Grindvíkinga og uppkaup á fleiri íbúðum með Bríet leigufélagi og íbúðafélaginu Bjarg. 

Þá var rætt um tvær hugsanlegar leiðir sem ríkisstjórnin gæti farið til þess að eyða óvissunni sem ríkir meðal Grindvíkinga um það hvað verður um húsnæði þeirra og fjármunina sem eru bundnir í þeim. Annars vegar uppkaup allra íbúða í Grindavík og hins vegar einhverskonar uppgjör í samstarfi við banka og lífeyrissjóði landsins.  

70 milljarðar plús

Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðirnar verða framkvæmdar að hluta til með fjármagni úr náttúruhamfaratryggingasjóði og að hluta af lánveitendum ásamt ríkissjóði. Farið verður í aðgerðir til að hindra þrýsting á verðbólgu segir Katrín. „Þetta eru tugir miljarðar sem um ræðir. Ég met það líka svo að við sem samfélag erum í fullum færum til að fara í svona stóra aðgerð.“ 

Þá segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við Heimildina að heildarpakkinn muni samtals vera upp á tugi milljarða króna. „Við erum alltaf að tala um 70 milljarða plús í svona heildar áhrif,“ segir Þórdís. Þá segir hún að heildarkostnaðurinn ráðist að miklu leyti að útfærslu aðgerðanna.

En niðurstaðan mótast af samspili ólíkra hagaðila á borð við Náttúruhamfaratrygginga Íslands, ríkisins, fjármálastofnana og sveitarstjórna og Grindvíkinga sjálfra. „Það samtal er hafið og ég leyfi mér að vera bjartsýn varðandi það að við finnum einhverja lausn á því. Enda átta sig allir á þvi að þetta er sameiginlegt verkefni,“ segir Þórdís.  

Þverpólitísk samráðsnefnd 

Spurð út í nánari upplýsingar um samráðsnefndina sem fjármála- og efnhagsráðherra mun leiða, segir Þórdís að hún skynji sterkan þverpólitískan vilja fyrir því að mæta þörfum og vanda Grindvíkinga. Ljóst er að vandinn sé mikill og kostnaður verður gríðarlegur. „Við erum að taka eitt prósent af landinu, í raun nýjan inn á húsnæðismarkað. Á húsnæðismarkað sem er þröngur fyrir og með vaxtarstigið eins og það er,“ segir Þórdís.

Hins vegar segir ráðherra þetta vera „raunveruleikinn eins og hann blasir við og þá verður maður bara að vinna með það. Það er oft ágætt að gera það þannig að þú fáir sem flest sjónarmið á meðan það er gert.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Við sem erum busettir Suður með Sjo a Suðurnesjum erum rum 30.000 ibuar og okkar 1 Alþjoðaflugvöllur er Keflavikurflugvöllur ja við hugsum með hrillingi til þess ef Gos lamaði starfsemi Virkjuninar við Svarseingi eða lögn sem flytur heitt vatn i Miðlunar Tanka a Njarðvikurfitjum rofnar. Svartasta mindin i Brunagaddi um havetur er Flugvöllurinn lokaður og 30.000 mans i kulda með engan Hita. Þetta gæti gerst i næsta Gosi. Malið er að það vantar vara Lögn ur Reykjavik lagða i Öxl Reykjanesbrautar a Njarðvikur fitjar.
    Hitaveita Suðurnesja var stofnuð i Þorshamri Husi Alþingis við Austurvöll eftir 1970
    Rikisjoður atti rum 40% og Sveitarfelög a Suður nesjum attu hinn partin. Illa gekk þa að semja við Landeigengur i Grindavik svo for að Hafið var samningaferli við Hitaveytu Reykjavikur um utvegun a heitu vatni og Lögn kæmi suður a Fitjar i öxl Reykjanesbrautar. þa Gafu landeigendur sig. Samið var við Bandariska Flotan i USA um kaup a Heitu vatni fyrir Herstöðina þar spilaði Þóroddur Th. Sigurðsson. vatnsveitustjori i Reykjavik stærsta Hlutverkið. 50% af heitu vatni voru seld USN. þeir sem vilja fræðast um þetta geta Lesið Bok um sögu Hitaveitu Suðurnesja. I Dag leggur Rikistjornin Alla sina Aheirslu a Grindavik það er gott mal. En samhliða þvi þarf að koma fyrir 20 tommu Lögn i Öxl Reykjanesbrautar a Njarðvikur Fitjar ur hafnafirði er su vegaleingd 35 kilometrar
    Að sjalfsögðu þarf Orkuveitan að auka sina Heitavatns byrgðir með Borun. Lögn a Heitavats Lögn a Fitjar er nokkura manuða vinna með Storvirkum Vinnuvelum og Efnisflutningur. Borun er meira mal. VARA LÖGN A HEITU VATNI A FITJAR ER LIFSNAUÐSIN Fyrir Suðurnes. Það Oöryggi sem i dag er Buið við er OÞOLANDI MEÐ ÖLLU. Rikistjornin þarf strax að hefjast handa með Aform um Varalögn a Suðurnes
    Teflt er a tæpasta Vað meðan hun er ekki til staðar. Reykjavikurflugvöllur getur ekki leyst Keflavikurflugvöll af nema með miklum TAKMÖRKUNUM.
    0
  • Hjalti Þórisson skrifaði
    húsnæðum
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina eft­ir Magn­us von Horn er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine, verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár