Fjöldi manns mótmælti aðgerðarleysi í málefnum Palestínu fyrir framan Alþingishúsið í dag þegar þing hófst á ný. Heyra mátti köll mótmælenda í þingsal þegar þingfundur hófst klukkan 15. Formaður Félagsins Ísland-Palestína sakar suma þingmenn um áróður gegn mönnunum sem mótmælt hafa í tjöldum á Austurvelli síðastliðnar vikur.
Fjögur börn myrt og senda á föðurinn úr landi
Heimildin ræddi við Hólmfríði Kristjánsdóttur mótmælanda sem hélt á skilti með andlitum og nöfnum fjögurra barna. „Þetta eru börn Ahmeds vinar míns,“ útskýrir hún. „Hann dvelur hér á Íslandi og meðan hann hefur dvalið hér voru börnin hans fjögur myrt af Ísraelsher með stuðningi Bandaríkjanna. Ásamt eiginkonu hans.“
Hólmfríður segist vera á Austurvelli til að berjast fyrir vini sínum og börnum hans. „Það er búið að lýsa því yfir að það eigi að senda hann burt úr …
Athugasemdir