Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þessi áróður er alveg svakalegur og við erum að mótmæla honum“

Mót­mæl­end­ur söfn­uð­ust fyr­ir ut­an Al­þing­is­hús­ið í dag. Heim­ild­in náði tali af nokkr­um þeirra sem lýstu með­al ann­ars yf­ir óánægju sinni með að­gerð­ar­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Einn mót­mæl­and­inn berst fyr­ir vini sín­um sem senda á úr landi. Vin­ur­inn hef­ur misst eig­in­konu og fjög­ur börn á Gasa.

Hólmfríður Kristjánsdóttir mótmælandi berst fyrir vini sínum sem hefur misst fjögur börn og eiginkonu.

Fjöldi manns mótmælti aðgerðarleysi í málefnum Palestínu fyrir framan Alþingishúsið í dag þegar þing hófst á ný. Heyra mátti köll mótmælenda í þingsal þegar þingfundur hófst klukkan 15. Formaður Félagsins Ísland-Palestína sakar suma þingmenn um áróður gegn mönnunum sem mótmælt hafa í tjöldum á Austurvelli síðastliðnar vikur.

Fjögur börn myrt og senda á föðurinn úr landi

Heimildin ræddi við Hólmfríði Kristjánsdóttur mótmælanda sem hélt á skilti með andlitum og nöfnum fjögurra barna. „Þetta eru börn Ahmeds vinar míns,“ útskýrir hún. „Hann dvelur hér á Íslandi og meðan hann hefur dvalið hér voru börnin hans fjögur myrt af Ísraelsher með stuðningi Bandaríkjanna. Ásamt eiginkonu hans.“

MargmenniFólk veifaði Palestínufánum og barði á potta og trommur fyrir utan Alþingishúsið í dag.

Hólmfríður segist vera á Austurvelli til að berjast fyrir vini sínum og börnum hans. „Það er búið að lýsa því yfir að það eigi að senda hann burt úr …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

„Ef við getum opnað fyrir mannúðaraðstoð getum við breytt stefnu sögunnar”
ErlentÁrásir á Gaza

„Ef við get­um opn­að fyr­ir mann­úð­ar­að­stoð get­um við breytt stefnu sög­unn­ar”

Samu­el Rostøl hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dýra­vernd­un­ar­sinni er í áhöfn Global Sumud Flotilla á leið til Gaza. Hann seg­ir áhafn­ar­með­limi hafa ákveð­ið að bregð­ast við hörm­ung­un­um á Gaza fyrst að rík­is­stjórn­ir geri það ekki. „Það er und­ir okk­ur kom­ið – mér og þér – að stoppa þetta,“ út­skýr­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár