1. Í febrúar síðastliðnum var auglýst eftir tilboðum frá fyrirtækjum á einkamarkaði í liðskiptaaðgerðir. Auglýsingin var birt skömmu eftir að þú tókst við starfi forstjóra Sjúkratrygginga. Samningarnir um aðgerðirnar voru svo undirrtaðir í mars og gilda út árið. Getur þú lýst aðdragandanum að því að ákveðið var að fara í slíkt útboð á liðaskiptaaðgerðum og af hverju þessi ákvörðun var tekin á þessum tímapunkti? Um var að ræða fyrsta skiptið sem gengið hefur verið til samninga við einkaaðila um að gera liðskiptaaðgerðir með kostnaðarþátttöku SÍ.
2. Hversu margar liðskiptaaðgerðir hefur Klíníkin gert á þessu ári með kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands? Hversu háar eru greiðslurnar frá Sjúktrayggingum til Klíníkurinnar vegna þessara aðgerða?
3. Hafa einhvern tímann í gegnum árin verið opnuð eftirlitsmál gagnvart Klíníkinni, sem sagt starfsmönnum fyrirtækisins, innan Sjúkratrygginga Íslands? Þá er átt við mál sem tengjast mögulegum og meintum brotum starfsmanna fyrirtækisins á því laga- og regluverki sem gildir um samskipti Sjúkratrygginga Íslands og einkarekinna fyrirtækja sem veita heilbrigðisþjónustu.
4. Ef svarið við spurningu 3. er já hvers eðlis hafa þessi mál þá verið? Hverjar hafa lyktir þessara mála verið innan Sjúkratrygginga Íslands? Átt er er við hvort málum hafi verið lokað í kjölfar skoðunar, eða með einhvers konar uppgjöri eða sáttagjörð við Klíníkina, eða þeim vísað til Landlæknis til frekari skoðunar og svo framvegis?
5. Hversu miklir fjármunir hafa runnið frá Sjúktratryggingum Íslands til Klíníkurinnar, fyrirtækja starfsmanna Klíníkurinnar, einkahlutafélaga, eða eftir atvikum dóttur- og hlutdeildarfélaga, eða annarra aðila sem tengjast rekstrinum, á hverju ári frá árinu 2017? Hér er átt við fjármuni sem Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt til þessara aðila á grundvelli kostnaðarþátttöku ríkisins í tiltekinni læknis- og heilbrigðisþjónustu sem Klíníkin og starfsmenn hennar veita? Óskað er eftir upplýsingum um þennan kostnað á hverju ári frá 2017.
6. Hver er staðan á útboði liðskiptaaðgerða til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu fyrir næsta ár, ef ákveðið hefur verið að slíkt útboð fari fram yfirleitt sem heilbrigðisráðherra hefur reyndar sagt að muni verða? Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar hefur sagt að fyrirtækið ætli sér að gera 1000 liðskiptaaðgerðir á næsta ári. Sjá grein í Læknablaðinu hér: https://www.laeknabladid.is/tolublod/2023/11/nr/8459
Hvenær verður útboðið auglýst og hversu margar aðgerðir verða boðnar út?
7.Ef nýr samningur verður um þessar aðgerðir, sem ég reikna með út frá orðum bæði ráðherra og framkvæmdastjóra Klíníkurinnar, hvernig verður hann þá frábrugðinn núverandi samningi?
8. Hvernig hefur það gefist að þínu mati, Sigurður, að einkafyrirtæki eins og Klíníkin geri liðskiptaaðgerðir með kostnaðarþátttöku ríkisins í gegnum SÍ? Hvernig hefur þetta gengið hjá öllum fyrirtækjunum sem SÍ hefur gert við samning Klíníkinni, Cosan og svo Orkuhúsinu, sem vitanlega er kannski fullsnemmt að spyrja um? Hverjir eru kostir og gallar samningssambandsins og þessara fyrirtækja að þínu mati?
9. Hversu margar aðgerðir hefur Cosan slf. gert á árinu og hversu háar eru greiðslurnar til þessa fyrirtækis frá SÍ?
10. Almennt séð, hvert er viðhorf þitt Sigurður til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu?
11. Stendur til, á vettvangi SÍ, að fara í frekari útboð á heilbrigðisþjónustu til einkafyrirtækja sem ríkisreknar stofnanir hafa hingað til séð um?
12. Greint hefur verið frá því að aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra muni hefja störf hjá Klíníkinni sem framkvæmdastjóri í byrjun næsta árs. Sast þú fundi með aðstoðarmanninum, sem forstjóri ríkisstofnunarinnar SÍ, meðan hann gegndi því starfi þar sem rætt var heilbrigðiskerfið, útvistun aðgerða frá ríkinu til einkaaðila og tengd mál og eins stefnu ríkisins við veitingu heilbrigðisþjónustu almennt séð? Hvað fór fram á slíkum fundum, ef þeir áttu sér stað, og hvaða upplýsingar, innan úr ríkisstofnuninni SÍ, voru ræddar á þeim?
Athugasemdir