Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjúkratryggingar Íslands svara ekki hvort opnuð hafi verið eftirlitsmál gegn Klíníkinni

Rík­is­stofn­un­in Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um sem Heim­ild­in sendi henni fyr­ir tveim­ur mán­uð­um síð­an. Eng­in svör hafa borist um af hverju spurn­ing­un­um hef­ur ekki ver­ið svar­að. Með­al spurn­inga er hvort Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafi opn­að eft­ir­lits­mál gegn einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­inu Klíník­inni líkt og Heim­ild­ir herma.

Sjúkratryggingar Íslands svara ekki hvort opnuð hafi verið eftirlitsmál gegn Klíníkinni
Engin svör um eftirlitsmál gegn Klíníkinni Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki svarað spurningum Heimildarinnar sem sendar voru fyrir tveimur mánuðum síðan. Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga, sést hér með Willum Þórssyni heilbrigðisráðherra en stofnunin heyrir undir hann.

Ríkisstofnunin Sjúkratryggingar Íslands hefur ekki svarað spurningum sem Heimildin sendi henni fyrir tveimur mánuðum síðan. Engin svör hafa borist frá stofnuninni um af hverju hún hefur ekki svarað spurningunum. Sjaldgæft er að ríkisstofnarnir eins og Sjúkratryggingar svari ekki spurningum fjölmiðla eða gefi útskýringar á því af hverju viðkomandi svarar ekki spurningunum. 

Spurningar Heimildarinnar snúast meðal annars um það hvort Sjúkratryggingar Íslands hafi í gegnum árin opnað einhver eftirlitsmál gegn einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu Klíníkinni, líkt og heimildir herma.

Ein spurningin hljóðar svo: „Hafa einhvern tímann í gegnum árin verið opnuð eftirlitsmál gagnvart Klíníkinni, sem sagt starfsmönnum fyrirtækisins, innan Sjúkratrygginga Íslands? Þá er átt við mál sem tengjast mögulegum og meintum brotum starfsmanna fyrirtækisins á því laga- og regluverki sem gildir um samskipti Sjúkratrygginga Íslands og einkarekinna fyrirtækja sem veita heilbrigðisþjónustu.

Þessar spurningar til Sjúkratrygginga Íslands hafa verið ítrekaðar margsinnis en engin svör hafa borist. 

Hafa svarað öðrum spurningum í millitíðinni

Sjúkratryggingar Íslands, nánar tiltekið forstjórinn Sigurður Helgi Helgason, hafa hins vegar svarað öðrum spurningum um önnur mál sem Heimildin hefur spurt stofnunina að. Þessar spurningar blaðsins hafa snúist um plastbarkamálið svokallaða og mögulega opnun einkarekinnar heilsugæslustöðvar á Akureyri. 

Af einhverjum ástæðum hafa Sjúkratryggingar Íslands hins vegar ekki svarað spurningunum frá 17. nóvember, um meðal annars Klíníkina. 

Spurningar Heimildarinnar til Sjúkratrygginga Íslands fylgja hér á eftir. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Klíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Willum opnar á meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu: „Þannig aukum við skilvirkni“
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Will­um opn­ar á meiri einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu: „Þannig auk­um við skil­virkni“

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra svar­ar spurn­ing­um um einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu með kostn­að­ar­þátt­töku rík­is­ins. Einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in hef­ur í aukn­um mæli feng­ið til sín að­gerð­ir sem áð­ur voru bara fram­kvæmd­ar á rík­is­rekn­um sjúkra­hús­um. Skrið­ur hef­ur kom­ist á þessa einka­rekstr­ar­væð­ingu eft­ir að Will­um Þór tók við embætti heil­brigð­is­ráð­herra.
Mánaðarlöng þögn ráðuneytisins og Sjúkratrygginga
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Mán­að­ar­löng þögn ráðu­neyt­is­ins og Sjúkra­trygg­inga

Heil­brigð­is­ráðu­neyti Will­ums Þórs Þórs­son­ar og Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands hafa lát­ið ógert að svara spurn­ing­um um einka­væð­ingu lið­skipta­að­gerða í einn mán­uð. Nú stend­ur fyr­ir dyr­um að fram­lengja samn­ing­inn um lið­skipta­að­gerð­irn­ar fyr­ir lok þessa árs og fá sér­staka fjár­veit­ingu til þess.
Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Framlengja umdeildan samning við Klíníkina á grundvelli aðgerðareynslu
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu: Fram­lengja um­deild­an samn­ing við Klíník­ina á grund­velli að­gerðareynslu

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands ætla að fram­lengja samn­ing um lið­skipta­að­gerð­ir sem gerð­ur var í mars við Klíník­ina og Cos­an. Samn­ing­ur­inn mun byggja á því hversu marg­ar að­gerð­ir þessi fyr­ir­tæki náðu að gera á þessu ári. Klíník­in gerði lang­stærst­an hluta þeirra 700 að­gerða sem gerð­ar voru með kostn­að­ar­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga Ís­lands og munu því fá stærst­an hluta af þess­um að­gerð­um.
Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu og tengsl rikisstjórnarinnar og Klíníkurinnar
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Ný­sköp­un í heil­brigðis­kerf­inu og tengsl rikis­stjórn­ar­inn­ar og Klíník­ur­inn­ar

Will­um Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráð­herra tala með sam­bæri­leg­um hætti um mik­il­vægi ný­sköp­un­ar fyr­ir heil­brigðis­kerf­ið. Á sama tíma ligg­ur fyr­ir að fram­kvæmda­stjóri Klíník­ur­inn­ar, Sig­urð­ur Ingi­berg­ur Björns­son, er að taka við rekstri dótt­ur­fé­lags hjá Klíník­inni sem mun sér­hæfa sig í ný­sköp­un í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár