Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sínu viti muni þurfa að hugsa til lengri tíma hvernig fjármagn verður sótt til aðgerða á Reykjanesinu. Nefnir hún að forvarnagjaldið sem notað var til að fjármagna varnargarðana hafi þó verið umdeilt. „Ég tel að við þurfum að gera ráð fyrir slíku gjaldi til lengri tíma. Af því að við erum að fara inn í skeið jarðhræringa á Reykjanesskaga fyrir utan allt annað sem getur komið upp af öðrum orsökum hér á Íslandi.“
Heimildin náði tali af Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi fyrr í dag.
Nú undirbýr ríkisstjórnin frumvarp um rekstrarstyrki til fyrirtækja í Grindavík. „Við eigum ágæta reynslu af því eftir heimsfaraldur og það liggur fyrir að það muni vera þörf á því,“ segir Katrín.
Hún segir að stór spurning frá Grindvíkingum sé tjónauppgjör. „Við vorum komin mjög langt í þeirri vinnu fyrir helgina en það er alveg ljóst að atburðirnir setja ákveðið strik í …
Athugasemdir (2)