Ný drónamyndbönd sem tekin voru í hádeginu í dag sýna gossprunguna við Grindavíkurbæ. Hraunið hefur nú runnið inn í götuna Efstuhóp sem er nyrst í bænum. Að minnsta kosti eitt hús hefur orðið hrauninu að bráð. Á myndbandinu að neðan má sjá húsin við götuna í bakgrunni eldsumbrotanna.
Grindavíkurbær var rýmdur um klukkan 3 í nótt – áður en eldgosið hófst. Kvikan kom upp innan varnargarðanna sem í vinnslu voru fyrir ofan bæinn. Hraun hefur nú einnig runnið yfir Grindavíkurveg þar sem hann liggur til norðurs í átt að Reykjanesbraut.
Athugasemdir