Leit hefur verið hætt að manni sem lögreglan telur að hafi fallið ofan í jarðsprungu sem opnast hafi undir fótum hans í Grindavíkurbæ. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum tilkynnti það í fréttum RÚV í kvöld. Þar sagði hann ekki forsvaranlegt að senda leitarfólk ofan í sprunguna.
Leit að manninum hefur staðið yfir undanfarna daga eftir að hann hvarf við störf í bænum að morgni miðvikudags. Vinnufélagi hans, sem hafði brugðið sér frá, tilkynnti um hvarfið. Sprungan liggur þvert í gegnum bæinn og er tilkomin vegna þeirra miklu jarðhræringa sem verið undanfarið á svæðinu.
„Það verður ekki hægt að sinna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verið hætt,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum sjónvarpsins.

Athugasemdir