Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Þetta er vitað um mannshvarfið í sprungunni í Grindavík

Sprung­an sem mað­ur er tal­inn hafa fall­ið of­an í fyr­ir tveim­ur dög­um er djúp og nær nið­ur í grunn­vatn.

Þetta er vitað um mannshvarfið í sprungunni í Grindavík
Grindavíkurkirkja Um miðja Grindavík stendur kirkjan. Sprungan sem liggur í gegnum bæinn endilangan liggur þar skammt hjá. Mynd: AFP

Klukkan 10:18 á miðvikudaginn barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um að grunur léki á að maður hefði fallið ofan í sprungu í Grindavík. Tveir menn voru að vinna við að fylla í sprungu í garði í Grindavík. Annar maðurinn brá sér frá og þegar hann kom aftur var vinnufélagi hans horfinn. Hafði maðurinn verið að vinna við að fylla í sprungu með jarðvegsþjappara í ytri Grindavík, nyrsta hluta bæjarins, skammt frá aðkomu þeirra sem keyra Grindavíkurveginn til bæjarins. Verkfæri mannsins fundust ofan í sprungunni. 

Sprungan sem um ræðir teygir sig í gegnum alla Grindavík frá norðri til suðurs og suðausturs. Húsið við sprunguna er við Vesturhóp 29, norðarlega í bænum, en hinum megin í bænum, við Staðarvör 4, langleiðina að mörkum byggðar í suðaustri og rétt hjá grunnskólanum, fann íbúi sprungu á rölti í garðinum sínum í lok nóvember síðastliðins. Maðurinn gekk um garðinn á sama stað og börn hans léku sér vanalega í fótbolta, þegar hann fann jörðina síga undan sér. „Hvað ætli sé að gerast hérna? Hér eru krakkarnir búnir að vera að mikið í fótbolta. Þetta er eitthvað grunsamlegt hér. Það er ekkert undir þessu. Hér er bara allt farið. Þetta er bara á lóðinni hér heima,“ sagði hann í myndbandi sem hann deildi á Facebook. Hann opnaði síðan gat með kústskafti og spurði svo: „Hvar endar þetta?“ 

Engin slys urðu á fólki vegna sprungunnar syðst í bænum. 

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við mbl.is að í sprungunni í Vesturhópi, þar sem maðurinn hvarf á miðvikudag, hefði verið „ein­hver hindr­un sem losn­ar með þess­um hörmu­legu af­leiðing­um að fyll­ing­in fer niður og maður­inn með“.

Vísir greindi frá því að jarðvegsþjappa hefði fundist á staðnum. „Erfitt að segja hvernig þetta gerist nákvæmlega,“ sagði Úlfar Lúðvíkssyni lögreglustjóri á Suðurnesjunum í samtali við Heimildina þegar hann var spurður um hvernig maðurinn hefði fallið ofan í sprunguna.

Upphaflega var karfa látin síga niður í opið

Viðbragðsaðilar voru mættir á staðinn fljótlega eftir að útkallið barst. Vinna við að ná manninum úr sprungunni hefur verið í gangi síðan á miðvikudag. Grafa vann linnulaust við að stækka opið við sprunguna til að gera aðgengi björgunaraðila betra á staðnum. Grafan var „í raun og veru bara að hreinsa það svæði í kringum þar sem sprungan opnaðist,“ sagði Úlfar.

Upphaflega var notast við körfu sem var látin síga niður í op sprungunnar. Vanir fjalla- og rústabjörgunarsveitarmenn víða að af landinu og sigmenn sérsveitar lögreglunnar létu sig síga niður í sprunguna. „Þeir sigu niður í körfunni einn eða tveir í einu, aldrei fleiri en tveir,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Heimildina. Vaktaskipti voru á björgunarsveitarfólki í morgun. 

Kafbátadróni leitaði í vatninu

Aðstæður voru þannig að ekki var hægt að senda kafara niður í vatnið en fjarstýrð neðansjávarmyndavél hefur verið notuð í leitinni.  Sérsveit ríkislögreglustjóra vinnur á staðnum ásamt verktaka sem á kafbátardrónann sem hefur verið notaður í leitinni.

„Holan niður er raun og veru bara svona gat ofan í stærri helli. Sprungan nær eitthvað til beggja hliða,“ sagði Jón Þór. „Þetta er stóra sprungan sem nær í gegnum bæinn. Hún er misdjúp og á einhverjum stöðum er grunnvatn.“ Talið er að vatnið sé um 13 til 14 metrar á dýpt. Samkvæmt Einari Sveini Jónssyni, slökkviliðsstjóri Grindavíkur, eru um það bil 20 metrar niður að vatninu frá opinu.

„Þetta eru mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. Við þurfum fyrst og fremst að gæta að því að fyllsta öryggis sé gætt við að senda þau þarna niður,“ sagði Jón Þór.

Björgunar starfiðMikill viðbúnaður er á staðnum. Á myndinni sést grafan sem vann við að moka frá sprungu opinu. Þar má einnig sjá körfuna sem var notuð til að síga með björgunarfólkið ofan í holuna.

Stigakerfi til að komast niður opið

„Það er kominn landgangur við opið. Hann er til að tryggja öryggi okkar manna,“ sagði Einar Sveinn slökkviliðsstjóri í samtali við Heimildina í gær. Hann sagði veður leiðinlegt á staðnum, „það er mígandi rigning.“ Landgangurinn var lagður til að auðvelda þeim sem koma að björguninni aðgengi og gera vettvanginn öruggan sagði Einar. Landgangurinn var sóttur á bryggjuna í Grindavík. Í grein Mbl kom fram að 20 hlöss af sandi og grjóti voru flutt með vörubílum á miðvikudag úr sprungunni. Var það gert til að koma í veg fyrir hrun úr sprungunni á sigmennina. Brún sprungunnar var einnig fóðruð neti til að tryggja öryggi þeirra sem leita í sprungunni. Netið er sterkt, líkt og net sem eru notuð á togurum.

„Við erum búnir að koma upp stigakerfi niður þannig þeir geta orðið labbað stigann niður,“ sagði Einar. „Þetta er bara mjög þröngt og erfitt, mjög djúpt niður. Þetta eru eins krefjandi aðstæður og hugsast getur.“ Sigmennirnir fara tveir og tveir í einu niður í sprunguna. 

34 litlir skjálftar

„Svæðið verður rýmt ef það kemur skjálfti,“ sagði Einar. Jarðskjálftavirknin hefur verið vöktuð til að gæta fyllsta öryggis á staðnum.

„Í Grindavík hefur verið frekar lítil skjálftavirkni,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í gær. 34 litlir skjálftar höfðu þá mælst á Grindavíkur svæðinu sólarhring frá því að maðurinn féll í sprunguna. 

Skjálftarnir eru „pínu litlir, þeir eru allir minni en tveir,“ sagði Sigríður. „Þeir eru í kvikuganginum milli Hagafells og Stóra-Skógfells.“ Hún sagði skjálftana ekki vera á þeirri stærð að þeir finnist á yfirborðinu í Grindavík.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í dag kemur fram að eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara á svæðinu. Telja vísindamenn að kvikan leiti frá Svartsengi yfir í Sundhnjúksgígaröðina. Gos kæmi þá upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells, það er á svipuðum slóðum og gaus 18. desember. Skjálftavirkni á svæðinu hefur verið afar væg.

LeitinMyndir af björgunaraðgerðum.

Sérútbúinn þrívíddarskanni

Mbl greindi frá því seinni partinn í dag að sér útbúinn þrívíddarskanni væri látinn síga niður í sprunguna. Er það gert til að kanna aðstæðurnar í sprungunni betur. 

Engar breytingar hafa verið gerðar á aðgengi í Grindavík þrátt fyrir slysið. Í nýju hættumatskorti Veðurstofu Íslands er þó mat á hættu vegna sprunguhreyfinga í Grindavík hækkað.

„Það eru að sjálfum sér engar breytingar á opnun inn til Grindavíkur. Þessi vinna við að fylla í sprungur, þessi viðhaldsvinna inn í bænum, henni er frestað fram yfir helgi,“ sagði Úlfar lögreglustjóri. Fundur með verktökum og öðrum hagsmunaaðilum sem hafa verið að sinna vinnu við jarðfyllingar í Grindavík átti að fara fram á þriðjudaginn.

Leit hætt

Um klukkan sjö á föstudagskvöld var tilkynnt að leit að manninum væri hætt. Í yfirlýsingu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kom fram að leitin ætti sér engin fordæmi og hefði verið afar krefjandi. Þá sendi Slysavarnarfélagið Landsbjörg aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. „Það er björgunaraðilum afar þungbært að þurfa að hverfa frá leitinni án árangurs.“

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • TM
  Tómas Maríuson skrifaði
  Mér finnst líklegt að partur sprungunar fyrir ofan þrenginguna hafi verið fylltur upp með efni. Nú þegar vesalings maðurinn fer yfir með þjöppu veldur hristingurinn að það fer að hrynja neðan úr uppfyllingu niður í holrymið eins og í sandúri þangað til jörðin opnast undir fótum hans og hann fer niður ásamt þjöppunni.
  Villan var að enginn virðist hafa haft hugarflug (og ég ekki heldur) að sprungan gæti vikkað aftur þegar neðar dregur. Hörmulegt slys.
  0
 • Thorunn Ravn skrifaði
  Hvað halda stjórnvöld að gagni að fylla í þessar sprungur? Er ekki alveg jafn áhrifaríkt að ná sér í nál og tvinna og ætla að sauma sprungurnar?
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Féll í sprungu í Grindavík

Spurði ráðherra hvort til stæði að rannsaka aðdraganda slyssins í Grindavík
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Spurði ráð­herra hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda slyss­ins í Grinda­vík

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir spurði dóms­mála­ráð­herra á Al­þingi í dag hvort til stæði að rann­saka að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll í sprungu í Grinda­vík. „Í kjöl­far slyss­ins hef­ur kom­ið fram ósk að­stand­enda um að far­ið verði í sjálf­stæða og óháða rann­sókn á til­drög­um slyss­ins.“
Leituðu svara en fengu símsvara
ViðtalFéll í sprungu í Grindavík

Leit­uðu svara en fengu sím­svara

Eng­inn af þeim sem kom að ákvörð­un­um eða bar ábyrgð á mál­um í Grinda­vík, þeg­ar Lúð­vík Pét­urs­son hvarf of­an í sprungu, hef­ur sett sig í sam­band við börn hans eða systkini eft­ir að leit að hon­um var hætt. „Ósvör­uð­um spurn­ing­um hef­ur bara fjölg­að,“ seg­ir Elías Pét­urs­son, bróð­ir hans. Það sé sorg­lega ís­lenskt að þurfa að stíga fram og berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn. Óboð­legt sé að yf­ir­völd rann­saki sig sjálf.
Sprungufyllingar búa til ný og hættulegri vandamál
Fréttir

Sprungu­fyll­ing­ar búa til ný og hættu­legri vanda­mál

Þrír af reynd­ustu jarð­vís­inda­mönn­um lands­ins telja það hafa ver­ið mis­ráð­ið að reyna að fylla upp í sprung­ur í Grinda­vík í kjöl­far ham­far­anna í nóv­em­ber. „Ég held að þar hafi menn val­ið ranga leið,“ seg­ir Páll Ein­ars­son. Ár­mann Hösk­ulds­son tel­ur hægt að fylla í sprung­ur en þeir sem taki slík­ar ákvarð­an­ir verði að hafa í huga að ekki dugi að „sturta í gat­ið og vita ekk­ert hvað mað­ur er að gera“.
Almannavarnir rannsaka sjálfar sig eftir að rannsóknarnefnd var aflögð
Fréttir

Al­manna­varn­ir rann­saka sjálf­ar sig eft­ir að rann­sókn­ar­nefnd var af­lögð

Þrátt fyr­ir ít­rek­að al­manna­varn­ar­ástand á und­an­förn­um ár­um og for­dæma­laus­ar íþyngj­andi að­gerð­ir í tengsl­um við þær, lögðu stjórn­völd nið­ur nefnd sem ætl­að var að rann­saka hvernig yf­ir­völd al­manna­varna færu að í slíku ástandi. Dóms­mála­ráð­herra færði eft­ir­lit­ið yf­ir til al­manna­varna sjálfra eft­ir að hafa rök­stutt það að leggja af nefnd­ina, með þeim rök­um að hans eig­in ráðu­neyt­ið hefði aldrei gert henni kleift að sinna skyld­um sín­um.

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5 milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
6
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár