Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Sjálfstæðisflokkur með 18 prósent hjá Gallup – Versta mæling hans frá upphafi

Sam­fylk­ing­in hef­ur mælst stærsti flokk­ur lands­ins frá byrj­un síð­asta árs og myndi fá 19 þing­menn ef kos­ið yrði í dag. Vinstri græn mæl­ast minnsti flokk­ur­inn á þingi og stjórn­ar­flokk­arn­ir myndu ein­ung­is fá 21 þing­mann ef kos­ið yrði í dag.

Sjálfstæðisflokkur með 18 prósent hjá Gallup – Versta mæling hans frá upphafi
Forystan Frá því að síðast landsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram í nóvember í fyrra, þar sem forysta hans vsar kjörin, hefur fylgi flokksins dalað um sex prósentustig. Það er er jafn mikið og allt það fylgi sem Vinstri græn mælast með nú um stundir. Mynd: HAG/Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 18,1 prósent fylgi í nýjast Þjóðarpúlsi Gallup. Það er langminnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni mælst með í könnunum fyrirtækisins. Raunar er þetta einungis í þriðja sinn frá því að Gallup hóf mælingar sem fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist undir 20 prósentustigum. Hin skiptin voru í apríl 2022 og nóvember 2023 þegar fylgi mældist 19,8 prósent. 

Hinir tveir stjórnarflokkarnir bæta við sig svipuðu og Sjálfstæðisflokkurinn tapar milli mánaða. Fylgi Vinstri grænna mælist nú sex prósent eftir að hafa náð metlægð í nóvember þegar það mældist einungis 5,1 prósent. Framsóknarflokkurinn fer úr 8,6 í 9,4 prósent milli mánaða.

Í frétt RÚV um könnunina kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá tólf þingmenn að óbreyttu, sem er fimm færri en hann hefur í dag. Framsókn myndi fá sjö og Vinstri græn fjóra. Samanlagt næðu stjórnarflokkarnir, sem í dag eru með 38 þingmenn, einungis 21. Miðað við það væri ríkisstjórnin kolfallin ef kosið yrði í dag.

Samfylkingin langstærsti flokkurinn

Samfylkingin er áfram sem áður sá flokkur sem mælist langstærstur samkvæmt könnunum. Alls segjast 28,4 prósent aðspurðra styðja flokk Kristrúnar Frostadóttur, sem er svipað fylgi og flokkurinn hefur mælst með undanfarna mánuði. Samfylkingin hefur nú mælst stærsti flokkur landsins sleitulaust frá byrjun árs 2023. Það fylgi sem flokkurinn mælist með myndi tryggja Samfylkingunni 19 þingmenn, sem er 13 fleiri en flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt útreikningum Gallup fyrir RÚV yrði flokkurinn stærstur í fimm af sex kjördæmum. Eina kjördæmið sem hann næði ekki slíkri stöðu er í Norðvesturkjördæmi þar sem Framsókn yrði stærstur að óbreyttu.

Miðflokkurinn, sem mælist með 9,7 prósent fylgi, myndi fá sex þingmenn ef kosið yrði í dag og þrefalda þingflokk sinn. Þótt draga megi þá ályktun að þorri þess fylgis sem Miðflokkurinn hafi bætt við sig það sem af er kjörtímabili – alls 4,2 prósentustig – komi frá Sjálfstæðisflokknum þá er fylgistap hins fyrrnefnda – 6,3 prósentustig – umtalsvert meira en fylgisaukning þess síðarnefnda. Miðflokkurinn mælist nú þriðji stærsti flokkur landsins samkvæmt Gallup.

Píratar og Viðreisn standa í stað

Píratar, sem mælast með 9,1 prósent fylgi, og Viðreisn, sem mælist með 8,8 prósent, eru á nánast nákvæmlega sömu slóðum og flokkarnir voru eftir síðustu kosningar. Píratar myndu áfram ná í sex þingmenn og Viðreisn í fimm, sem er sami þingmannafjöldi og flokkarnir tveir eru með í dag. 

Eini stjórnarandstöðuflokkurinn sem mælist með minna fylgi en hann fékk haustið 2021 er Flokkur fólksins. Þá fékk hann 8,8 prósent atkvæða en mælist nú með 6,8 prósent. Það myndi þýða að Flokkur Ingu Sæland myndi tapa heilum tveimur þingmönnum vegna dreifingar fylgisins og fá einungis fjóra þingmenn.

Sósíalistaflokkur Íslands rekur lestina með 3,6 prósent fylgi en hann náði ekki inn á þing í kosningunum fyrir rúmum tveimur árum, og myndi heldur ekki ná inn miðað við stöðu mála í dag.

Kjósa
48
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Eyjólfsson skrifaði
    Betur má ef duga skal.
    0
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Úr íslenskri orðabók:
    fálki: 1) valur 2) auli, gapi, heimskingi, óáreiðanlegur maður.
    1
    • Gunnar Björgvinsson skrifaði
      https://is.m.wikipedia.org/wiki/Mynd:Merki_sjalfstaedisflokksins.svg
      0
  • Heiðar Þorleifsson skrifaði
    Skrítið en samt ekki skrítið.
    Afglapavæðing hefur verið stunduð í ansi langann tíma.
    2
  • Gott mál, þetta er mesta siðleysi landins,
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
8
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár