Facebook telur pistil Andra Snæs Magnasonar rithöfundar, „Dimmt er yfir Betlehem“ sem birtist í Heimildinni nýlega, brjóta í bága við reglur miðlisins.
Sumir sem deildu pistlinum á samfélagsmiðlinum fengu upp þá meldingu að færslan hefði verið færð neðar á síðuna til að takmarka dreifingu. Í skilaboðum frá Facebook sagði að efni færslanna virtist ofbeldisfullt og grafískt.
Pistill Andra Snæs, sem birtist í blaði Heimildarinnar 15. desember, er stutt og ljóðræn umfjöllun um ástandið sem nú er við lýði í Palestínu. Dregur Andri þar upp hliðstæður milli stríðsins og fæðingu Krists, Davíðs og Golíats og helfararinnar.
Andri Snær segir í samtali við Heimildina að nokkuð augljóst sé að einhver stikkorð hafi valdið því að pistillinn hafi færst sjálfkrafa niður á miðlinum „Pistillinn var ekki hatursfullur eða grófur en hann fjallaði bara um þetta efni.“
Athugasemdir (3)