Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Pistill Andra Snæs um Palestínu braut í bága við reglur Facebook

Ný­leg­ur pist­ill Andra Snæs Magna­son­ar – „Dimmt er yf­ir Bet­lehem“ – braut gegn regl­um Face­book og þótti sýna of­beld­is­fullt efni. Hum­an Rights Watch tel­ur að Meta, sem rek­ur bæði Face­book og In­sta­gram, rit­skoði efni sem sýni frið­sæl­an stuðn­ing við mál­stað Palestínu.

Pistill Andra Snæs um Palestínu braut í bága við reglur Facebook
Stríðsástand Rithöfundurinn Andri Snær skrifaði nýverið pistil um ástandið í Palestínu. Mynd: AFP/Heiða Helgadóttir

Facebook telur pistil Andra Snæs Magnasonar rithöfundar, „Dimmt er yfir Betlehem“ sem birtist í Heimildinni nýlega, brjóta í bága við reglur miðlisins.

Sumir sem deildu pistlinum á samfélagsmiðlinum fengu upp þá meldingu að færslan hefði verið færð neðar á síðuna til að takmarka dreifingu. Í skilaboðum frá Facebook sagði að efni færslanna virtist ofbeldisfullt og grafískt.

Ofbeldisfullt efniDreifing á pistlinum var takmörkuð.

Pistill Andra Snæs, sem birtist í blaði Heimildarinnar 15. desember, er stutt og ljóðræn umfjöllun um ástandið sem nú er við lýði í Palestínu. Dregur Andri þar upp hliðstæður milli stríðsins og fæðingu Krists, Davíðs og Golíats og helfararinnar.

Andri Snær segir í samtali við Heimildina að nokkuð augljóst sé að einhver stikkorð hafi valdið því að pistillinn hafi færst sjálfkrafa niður á miðlinum „Pistillinn var ekki hatursfullur eða grófur en hann fjallaði bara um þetta efni.“

Myndir af börnum …

Kjósa
45
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það er vont þegar einhver verður eins ráðandi á þessum markaði og raun ber vitni í skjóli auðs og tæknilegrar getu og getur haft þau áhrif sem við þekkjum, að hygla sínum eða verja.
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Ritskoðun er ömurlegt fyrirbæri
    1
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Gervigreindin er byrjuð að ritskoða.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár