Jörðin eftir 700 milljón ár.
Þið athugið fyrst að það er gríðarlega langur tími.
Fyrir 700 milljónum ára var ekkert líf á landi á Jörðinni, bara í sjónum. Allur gróður Jarðar, öll dýr merkurinnar, að ekki sé minnst á okkur mennina, allt var þetta ekki einu sinni komið á hugmyndastig.
En eftir 700 milljón ár mun Jörðin í stórum dráttum þó vera býsna kunnugleg að sjá og ekkert ósvipuð því sem nú er.
Höf og meginlönd munu þá að vísu raðast allt öðruvísi upp um heimskringluna en núna. Sennilega munu að minnsta kosti tvær risaheimsálfur þá hafa runnið saman, síðan brotnað upp og dreifst að nýju um hnöttinn. Nýjar framandlegar heimsálfur hingað og þangað, jújú, lönd og eyjar.
En Jörðin er enn þá blá að stórum hluta þar sem eru höfin og víðast á landinu er græn slikja gróðurs og skýin leika um loftið.
Líf og fjör hvarvetna …
Athugasemdir (1)