Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Nýtt risameginland eftir 250 milljón ár: Verður það helvíti á Jörð?

Nýtt risameginland eftir 250 milljón ár: Verður það helvíti á Jörð?
Stöðugar rauðar viðvaranir verða í gildi á Pangeu Ultima, vegna hita. En verður einhver til að leggja eyrun við?

Leggið ykkur og sofið í 250 milljón ár. Það er langur svefn en segjum að það sé hægt. Og hvað blasir þá við þegar þið vaknið aftur? Í sem skemmstu máli: Heimurinn væri gjörbreyttur. Ekki eitt einasta gamalt kort eða hnattlíkan gæti komið að gagni við að rata um þennan heim, því öll meginlönd hefðu þá færst hingað og þangað um heimskringluna og væru svo reyndar öll búin að raða sér upp í nýja risaheimsálfu.

Flest vitum við núorðið að fyrir tæplega 300 milljón árum voru öll meginlönd heimsins samankomin í einni gríðarstórri heimsálfu sem vísindamenn hafa kallað Pangeu.

Það var alls ekki í fyrsta sinn í jarðsögunni sem það gerðist. Aftar í tímanum má finna spor eftir aðrar og eldri risaheimsálfur: Rodiníu, Columbíu, Kenorland og Úr hafa menn nefnt sumar hina fyrri.

En eins og alltaf gerist öðruhvoru, þá verða heljaröflin í iðrum Jarðar til þess að stóru heimsálfurnar sundrast í smærri meginlönd sem fljóta svo um skeið á möttlinum eins og hvert annað kork í baðkari.

Núna erum við einmitt stödd á einskonar milliskeiði þar sem helstu landreksflekar Pangeu gömlu hafa dreifst nokkuð jafnt um annan helming jarðkúlunnar.

En bíðum bara — sú þróun er þegar hafin sem mun enda með nýrri risaheimsálfu eftir 250 milljón ár.

Afríka mun þrengja sér svo nærri Evrópu að Miðjarðarhafið hverfur. Ástralía mun renna saman við suðausturhluta Asíu. Suðurskautslandið tekur á rás norður Indlandshaf. Norður- og Suður-Ameríka munu stíga flókinn dans sem endar með að báðar taka að spana í austurátt og loka Atlantshafinu. Norður-Ameríka leggst að Norður-Afríku. Suður-Ameríka lokar Indhafshafinu að lokum. Það endar kannski sem risastórt stöðuvatn eða lokað innhaf.

Sjáið bara, þetta mun gerast svona:

Hugmyndin um Pangeu Ultima er ekki alveg ný.Hér má sjá hvernig hún myndast en er hér kölluð Pangea Proxima. Það sem er nýtt er hve hroðalegur hitinn verður þar, og lífsskilyrði ömurleg fyrir spendýr.

En segjum nú að þið gætuð í rauninni með einhverjum hætti sofið í 250 milljón ár og vöknuðuð aftur þegar nýja risaheimsálfan er tilbúin — Pangea Ultima eins og vísindamenn eru þegar farnir að kalla hana.

Segjum nú svo. Hvernig litist ykkur á?

Munuði þá ýta skútu úr vör og sigla um blíðar öldur innhafsins mikla? Munuði ráfa um blómlega hitabeltisfrumskóga Síberíu við miðbaug? Munuði svamla á hlýlegri baðströnd Svalbarða eða skoða ríkulegt dýralífið í mollulegum mýrarflákum Antartíku?

Nei.

Nei, það munuði ekki gera.

Í fyrsta lagi verður mannkynið löngu útdautt þá. Það segir sig bara sjálft. Engin margbrotin og margbreytileg dýrategund hjarir í 250 milljón ár.

En í öðru lagi verða aðstæður á Pangeu Ultima ekki hagstæðar hvorki okkur né spendýrum yfirleitt. 

Vísindamenn birtu á mánudaginn var niðurstöður sínar um ástand og horfur á Pangeu Ultima eftir 250 milljón ár.

Þið getið lesið niðurstöðurnar hér.

En ég skal rekja fyrir ykkur nokkrar þær helstu.

Ekki aðeins maðurinn verður útdauður, heldur sennilega öll spendýr yfirleitt.

Nema hugsanlega einhverjar tegundir í sjónum.

Því það verður svo djöfullega heitt á Pangea Ultima.

Þegar risaheimsálfan tekur að skella saman fyrir alvöru og landreksflekar rifna og kuðlast saman af æ meiri krafti, þá mun eldvirkni aukast. Öll þau eldgos sem við þekkjum verða ekki einu sinni barnaleikur í samanburði við þau ósköp.

Sums staðar mun gjósa nær samfellt jafnvel í milljónir ára.

Koltvísýringur mun fylla loftið. 

Hamfarahlýnun nýtímans verður sem smámunir einir.

Strandlengja hinnar nýju ofurheimsálfu verður mun styttri en strandlengja hinna ólíku heimsálfa nú. Það þýðir að þau efnahvörf milli sjávar og fjörukletta sem nú binda heilmikinn koltvísýring minnka að mun.

Gróðurhúsaáhrifin aukast enn.

Kannski verða eyðimerkurdýr eins og nakta moldvörpurottan síðustu spendýrinsem lifa af ofsahitann í miðri Pangeu Ultima.

Og svo verður sólarbirtan sterkari þá. Eftir 250 milljón ár mun sólin skína með sem nemur 2,5 prósent meira afli en nú. Það eykur hitann og geislunina og hellist yfir Jörðina. 

Inni á miðju hinu mikla flæmi Pangeu Ultima gæti hitinn náð 60 gráðum svona yfirleitt. Það þýðir auðvitað að nærri öll risaheimsálfan verður nær aldauða eyðimörk. Stóra innhafið, leifarnar af Indlandshafi, gæti orðið allt að því sjóðandi á stundum.

Meðalhiti á allri Jörðinni gæti náð 25 gráðum, nærri 10 gráðum hærri en nú. Og hita- og rakasveiflur yrðu slíkar að engin blóðheit spendýr gætu lifað það af.

Hugsanlega fáeinar tegundir út við strendurnar en líklegast samt að einhverjir nýir kynstofnar dýra yrðu til sem hreinlega ryddu spendýrunum úr vegi.

Kannski endurvaktar risaeðlur, kannski eitthvað allt annað sem við getum ekki enn látið okkur detta í hug.

Einhverjar nýjar tegundir og ættkvíslir dýra sem gætu þolað hitavítið sem Pangea Ultima myndi vera í okkar augum, ef við fengjum einhvern tíma að sjá hana.

Sem við munum þó sem sagt ekki gera.

Það skemmtilega er að þó veðurfræðingar eigi stundum erfitt með að ráða í veðrið á morgun eða hinn daginn, þá er lítill vafi á því að spá þeirra um veðrið á Pangeu Ultima mun rætast — í stórum dráttum.

Brennandi, brennandi sólin.

Við getum ekkert og munum ekkert geta til að sporna við því heitasta helvíti sem Pangea Ultima verður.

Eina huggunin er sú að það er langt þangað til.

Gæti Amasia orðið ofan á?Eini möguleikinn til þess að hryllingsspáin um Pangeu Ultima rætist ekki er sú að heimsálfurnar raðist upp á annan hátt. Einn möguleikinn er Amasia en svo kalla vísindamenn risaheimsálfu sem myndi þjappa sér um norðurpólinn, ekki miðbaug. En hvort þar yrði lífvænlegra en á Pangeu Ultima, það er óvíst.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Þegar Norðurlöndin runnu saman: Margrét drottning og slagurinn í Åsle
Flækjusagan

Þeg­ar Norð­ur­lönd­in runnu sam­an: Mar­grét drottn­ing og slag­ur­inn í Åsle

Þann 24. fe­brú­ar 1389 mætt­ust her­ir tveir grá­ir fyr­ir járn­um skammt ut­an við smá­þorp­ið Åsle í suð­ur­hluta Sví­þjóð­ar, þetta var á mýr­lendu svæði milli stóru vatn­anna Vätt­ern og Vänern, ekki langt frá Jön­k­öp­ing. Um það bil þús­und dát­ar voru í hvor­um her og fór sjálf­ur kon­ung­ur­inn yf­ir Svía­ríki fyr­ir öðr­um þeirra, hans tign Al­brekt af Mek­len­búrg. Hann var fyrst og fremst þýsk­ur her­toga­son­ur en hafði ver­ið val­inn kon­ung­ur Svía þeg­ar há­sæt­ið var um stund laust þar í landi 1364.
Lögmaður Trumps úr óvæntri og ævafornri átt — og kirkju!
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Lög­mað­ur Trumps úr óvæntri og æva­fornri átt — og kirkju!

Don­ald Trump á um þess­ar mund­ir í marg­vís­legu stappi í banda­rísk­um rétt­ar­söl­um og berst þar á mörg­um víg­stöðv­um. Með­al lög­fræð­inga hans er Al­ina nokk­ur Habba og er óhætt að segja að hún hafi vak­ið heil­mikla at­hygli með vask­legri en ekki að sama skapi ígrund­aðri frammi­stöðu. Dóm­ari við ein rétt­ar­höld­in hef­ur margoft sett of­an í við hana og jafn­vel hæðst að...

Mest lesið

Sema segir engar mútur hafa verið greiddar – Ráðamenn reyni að sverta mannorð sjálfboðaliða
5
FréttirFöst á Gaza

Sema seg­ir eng­ar mút­ur hafa ver­ið greidd­ar – Ráða­menn reyni að sverta mann­orð sjálf­boða­liða

Stofn­andi og for­seti Solar­is, sem hef­ur unn­ið að því að koma dval­ar­leyf­is­höf­um frá Gaza til Ís­lands, seg­ir það „gjör­sam­lega sturl­að“ að fylgj­ast með ráð­herr­um í rík­is­stjórn Ís­lands, stofn­un­um og þing­fólki sem ýji ít­rek­að að því að hún og aðr­ir sjálf­boða­lið­ar séu að brjóta af sér „og jafn­vel fremja lög­brot í við­leitni okk­ar til að koma fólki und­an þjóð­ern­is­hreins­un­um.“
Viðskiptavild helmingurinn af 5,5  milljarða kaupum Kviku af hluthöfum bankans
6
Viðskipti

Við­skipta­vild helm­ing­ur­inn af 5,5 millj­arða kaup­um Kviku af hlut­höf­um bank­ans

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika, sem er með­al ann­ars í eigu líf­eyr­is­sjóða, keypti meiri­hluta í bresku fast­eigna­veð­lána­fyr­ir­tæki ár­ið 2022. Fyr­ir­tæk­ið var áð­ur í eigu for­stjóra Kviku, Ár­manns Þor­valds­son­ar, sem starf­aði þar í nokk­ur ár. Þeir sem seldu Kviku fyr­ir­tæk­ið voru með­al ann­ars stærsti einka­að­il­inn í hlut­hafa­hópi bank­ans, Stoð­ir. FME hef­ur áð­ur sekt­að Kviku út af við­skipt­um sem tengj­ast Ort­us. Kvika seg­ir ekk­ert at­huga­vert við við­skipt­in og að hlut­laust­ir ut­an­að­kom­andi sér­fræð­ing­ar hafi kom­ið að þeim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
2
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
5
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
7
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
8
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
5
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
7
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár