Hópur palestínskra manna hefur safnast fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla seinagangi íslenskra stjórnvalda við að forða fjölskyldum þeirra frá Gasasvæðinu til Íslands. Rúmlega 150 Palestínumenn hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar það sem af er ári – um 100 frá í október. Aðeins tæpur þriðjungur þeirra var þó kominn til landsins í byrjun mánaðar.
Naji Asar hefur fengið dvalarleyfi fyrir 13 fjölskyldumeðlimi sína, þar af átta börn. Hann hefur verið hérlendis í tvö og hálft ár og hefur þrjú börn í umsjá sinni. Meðal þeirra sem hann bíður að komi frá Gasa eru foreldrar þeirra. Hann segir engan tilbúinn að hjálpa sér að koma ástvinum sínum í skjól frá stríðinu.
„Af hverju ekki okkur?“
Naji segist vilja þrýsta á stjórnvöld og alla sem vettlingi geta valdið til að koma ástvinum hans til Íslands. „Ég bið …
Athugasemdir